Hafa verið þrettán ár af lygum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 08:01 Sonia Bompastor tók við kvennaliði Chelsea eftir síðasta tímabil og hefur gert mjög góða hluti með liðið. Getty/Mike Hewitt Sonia Bompastor hefur gert frábæra hluti með kvennalið Chelsea síðan hún tók við liðinu af Emmu Hayes. Á dögunum opinberaði hún leyndarmál fjölskyldunnar. Bompastor sagði þá frá langtímasambandi sínu við aðstoðarkonu sína Camille Abily. Þær eiga fjögur börn saman. Franskir fjölmiðlar eins og bæði L'Equipe og RMC hafa rætt við Bompastor í tilefni af útkomu ævisögu hennar, „A life in football“. Í bókinni talar hún um einkalíf sitt í fyrsta skiptið. Hún ræddi við L'Equipe um þá ákvörðun hennar og Camille að segja frá fjölskylduhögum sínum í fyrsta skiptið. „Að segja frá lífi mínu með Camille í fyrsta sinn. Að segja frá því að við séum í sambandi. Þetta hafa verið þrettán ár af lygum og okkur líður ekkert sérstaklega vel með það að opinbera þetta,“ sagði Bompastor við L'Equipe. Dans son autobiographie qui paraît mercredi, Sonia Bompastor, ex-internationale française désormais entraîneuse de Chelsea, retrace son parcours exceptionnel et dévoile qu'elle partage sa vie depuis plusieurs années avec Camille Abily, son adjointe.➡️ https://t.co/7ReE7TLlru pic.twitter.com/XLwc0w3uPV— L'ÉQUIPE (@lequipe) February 19, 2025 „Við höfum farið mjög leynt með þetta og við viljum fyrst og fremst fá að lifa fullkomlega venjulegu lífi,“ sagði Bompastor. Bompastor er 44 ára gömul en lagði skóna á hilluna fyrir tólf árum eða árið 2013. Hún lék á sínum tíma 156 landsleiki fyrir Frakka og spilaði stærstan hluta ferils síns með Lyon. Bompastor þjálfaði Lyon frá 2021 til 2024 og var þannig þjálfari liðsins þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hrökklaðist frá franska félaginu eftir að félagið studdi hana ekki þegar hún varð ófrísk. Kærasta hennar, Camille Abily, er fjórum árum yngri en þær léku saman hjá bæði Lyon og franska landsliðinu. Abily setti skóna upp á hilluna árið 2018 og var aðstoðarþjálfari Lyon frá 2019 til 2024. Hún fylgdi síðan Bompastor til Chelsea. Báðar eru þær síðan í hópi leikjahæstu landsliðskvenna Frakka frá upphafi. Abily er í fimmta sæti en Bompastor í því áttunda. Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Bompastor sagði þá frá langtímasambandi sínu við aðstoðarkonu sína Camille Abily. Þær eiga fjögur börn saman. Franskir fjölmiðlar eins og bæði L'Equipe og RMC hafa rætt við Bompastor í tilefni af útkomu ævisögu hennar, „A life in football“. Í bókinni talar hún um einkalíf sitt í fyrsta skiptið. Hún ræddi við L'Equipe um þá ákvörðun hennar og Camille að segja frá fjölskylduhögum sínum í fyrsta skiptið. „Að segja frá lífi mínu með Camille í fyrsta sinn. Að segja frá því að við séum í sambandi. Þetta hafa verið þrettán ár af lygum og okkur líður ekkert sérstaklega vel með það að opinbera þetta,“ sagði Bompastor við L'Equipe. Dans son autobiographie qui paraît mercredi, Sonia Bompastor, ex-internationale française désormais entraîneuse de Chelsea, retrace son parcours exceptionnel et dévoile qu'elle partage sa vie depuis plusieurs années avec Camille Abily, son adjointe.➡️ https://t.co/7ReE7TLlru pic.twitter.com/XLwc0w3uPV— L'ÉQUIPE (@lequipe) February 19, 2025 „Við höfum farið mjög leynt með þetta og við viljum fyrst og fremst fá að lifa fullkomlega venjulegu lífi,“ sagði Bompastor. Bompastor er 44 ára gömul en lagði skóna á hilluna fyrir tólf árum eða árið 2013. Hún lék á sínum tíma 156 landsleiki fyrir Frakka og spilaði stærstan hluta ferils síns með Lyon. Bompastor þjálfaði Lyon frá 2021 til 2024 og var þannig þjálfari liðsins þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hrökklaðist frá franska félaginu eftir að félagið studdi hana ekki þegar hún varð ófrísk. Kærasta hennar, Camille Abily, er fjórum árum yngri en þær léku saman hjá bæði Lyon og franska landsliðinu. Abily setti skóna upp á hilluna árið 2018 og var aðstoðarþjálfari Lyon frá 2019 til 2024. Hún fylgdi síðan Bompastor til Chelsea. Báðar eru þær síðan í hópi leikjahæstu landsliðskvenna Frakka frá upphafi. Abily er í fimmta sæti en Bompastor í því áttunda.
Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira