Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 07:02 Lionel Messi fagnar sigurmarki sínu fyrir Inter Miami með liðsfélaga sínum Tadeo Allende. Getty/Kyle Rivas Inter Miami byrjaði nýtt tímabil við krefjandi aðstæður í nótt. Liðið vann þá 1-0 sigur á Sporting Kansas City á útivelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Concacaf bikarsins. Leikurinn var spilaður í sautján stiga frosti og vindkælingin var það mikil að leikmönnum leið eins og það væri 22 stiga frost. Concacaf sambandið hafði frestað leiknum um sólarhring vegna veðurs og einhverjar sögusagnir voru um að Lionel Messi myndi ekki taka þátt í leik við slíkar aðstæður. ⭐️🇦🇷 First goal in 2025 for Leo Messi on first official game with Inter Miami against Kansas City.Despite -17°, Leo scores his 851th career goal. pic.twitter.com/A3sQrAPIO5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2025 Messi spilaði ekki bara leikinn heldur skoraði hann eina mark leiksins á 56. mínútu. Sergio Busquets átti þá háa sendingu inn á vítateiginn þar sem Messi tók laglega við boltanum, lék á varnarmann og skoraði með góðu hægri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Miami lék án Jordi Alba sem tók út leikbann. Þetta var líka mikilvægt útivallarmark. Ólíkt því sem er hér í Evrópu þá gilda útivallarmörkin enn meira í Concacaf bikarnum. Sporting Kansas City þarf því að skora tvö mörk í seinni leiknum hið minnsta til að slá út Messi og félaga. Sá leikur fer auðvitað fram við allt aðrar aðstæður á heimavelli Inter Miami á suður Flórída. „Ég er mjög stoltur af liðinu því að mínu mati er ómögulegt að spila við þessar aðstæður,“ sagði Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, á blaðamannafundi. „Þetta eru ekki mannlegar aðstæður en liðið gaf hundrað prósent í leikinn. Við erum ánægðir. Það er bara hálfleikur en nú þurftum við að hvíla okkur eftir mjög erfiðan leik,“ sagði Mascherano. „Þetta var frábært mark hjá Messi. Fyrir þá sem þekkja hann þá finnst þeim þetta kannski venjulegt mark af því að hann hefur gert svona þúsund sinnum áður. Við erum mjög heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Mascherano. MESSI WITH AN OUTRAGEOUS TOUCH AND WEAK FOOT FINISH TO PUT INTER MIAMI AHEAD IN THE FIRST LEG 😳(via @FOXSoccer)pic.twitter.com/W034QaF49C— ESPN FC (@ESPNFC) February 20, 2025 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Leikurinn var spilaður í sautján stiga frosti og vindkælingin var það mikil að leikmönnum leið eins og það væri 22 stiga frost. Concacaf sambandið hafði frestað leiknum um sólarhring vegna veðurs og einhverjar sögusagnir voru um að Lionel Messi myndi ekki taka þátt í leik við slíkar aðstæður. ⭐️🇦🇷 First goal in 2025 for Leo Messi on first official game with Inter Miami against Kansas City.Despite -17°, Leo scores his 851th career goal. pic.twitter.com/A3sQrAPIO5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2025 Messi spilaði ekki bara leikinn heldur skoraði hann eina mark leiksins á 56. mínútu. Sergio Busquets átti þá háa sendingu inn á vítateiginn þar sem Messi tók laglega við boltanum, lék á varnarmann og skoraði með góðu hægri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Miami lék án Jordi Alba sem tók út leikbann. Þetta var líka mikilvægt útivallarmark. Ólíkt því sem er hér í Evrópu þá gilda útivallarmörkin enn meira í Concacaf bikarnum. Sporting Kansas City þarf því að skora tvö mörk í seinni leiknum hið minnsta til að slá út Messi og félaga. Sá leikur fer auðvitað fram við allt aðrar aðstæður á heimavelli Inter Miami á suður Flórída. „Ég er mjög stoltur af liðinu því að mínu mati er ómögulegt að spila við þessar aðstæður,“ sagði Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, á blaðamannafundi. „Þetta eru ekki mannlegar aðstæður en liðið gaf hundrað prósent í leikinn. Við erum ánægðir. Það er bara hálfleikur en nú þurftum við að hvíla okkur eftir mjög erfiðan leik,“ sagði Mascherano. „Þetta var frábært mark hjá Messi. Fyrir þá sem þekkja hann þá finnst þeim þetta kannski venjulegt mark af því að hann hefur gert svona þúsund sinnum áður. Við erum mjög heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Mascherano. MESSI WITH AN OUTRAGEOUS TOUCH AND WEAK FOOT FINISH TO PUT INTER MIAMI AHEAD IN THE FIRST LEG 😳(via @FOXSoccer)pic.twitter.com/W034QaF49C— ESPN FC (@ESPNFC) February 20, 2025
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira