Innlent

Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um styrkjamálið svokallaða. 

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill nú skoða styrkveitingar til stjórnmálaflokka til hlýtar til þess að auka traust og trúverðugleika.

Einnig fjöllum við um kílómetragjaldið sem ekki varð að lögum hjá síðustu ríkisstjórn. Ný stjórn áformar þó að koma gjaldinu á innan tíðar og verður fyrirkomulagið kynnt í næstu viku. Við heyrum hljóðið í framkvæmdastjóra FÍB. 

Að auki tökum við stöðuna á eldsumbrotunum á Reykjanesi og heyrum í Trump Bandaríkjaforseta sem virtist í gærkvöldi kenna Úkraínumönnum um stríðið í landi þeirra. 

Í íþróttapakka dagsins verður svo áfram fjallað um vistakipti Gylfa Sigurðssonar yfir til Víkings en varaformaður stjórnar hjá Val gagnrýnir samskiptahátt Gylfa í aðdraganda brotthvarfsins.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 19. febrúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×