Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 09:32 Síðustu landsleikir Alberts voru fyrir ári síðan, í umspili um sæti á EM 2024. Getty/Rafal Oleksiewicz Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni. Þetta má lesa úr ítölskum miðlum sem segja að Albert verði frá keppni í langan tíma, eða að minnsta kosti mánuð samkvæmt La Gazzetta dello Sport. Myndataka leiddi í ljós brotið bein á mjaðmarsvæði og samkvæmt tilkynningu Fiorentina, félags Alberts, verður staðan á honum metin betur á næstu dögum. Albert kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Como á sunnudaginn en varð svo að fara meiddur af velli í þeim leik. Fiorentina á eftir fjóra leiki í ítölsku A-deildinni fram að landsleikjahléinu sem tekur við eftir tæpan mánuð. Albert missir af þessum leikjum hið minnsta og einnig af 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu, þar sem Víkingar gætu mögulega orðið andstæðingur Fiorentina. Tveir landsleikir síðan í júní 2023 Það á svo eftir að skýrast betur en virðist að minnsta kosti ólíklegt að Albert nái umspilsleikjunum við Kósovó sem fara fram 20. og 23. mars. Albert, sem hefur skorað 10 mörk í 37 landsleikjum, hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki frá því í júní 2023. Hann mátti ekki spila fyrir landsliðið á meðan að beðið var niðurstöðu vegna ákæru um kynferðisbrot en er núna gjaldgengur eftir að hann var sýknaður í október síðastliðnum. Dómnum var áfrýjað en samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ er Albert gjaldgengur í landsliðið vegna niðurstöðu héraðsdóms. Albert hefði því getað spilað gegn Wales og Tyrklandi í október en þá var dómur í máli hans nýfallinn og gaf Åge Hareide, þáverandi landsliðsþjálfari, Alberti frí frá þeim leikjum. Albert meiddist svo og missti af leikjunum við Svartfjallaland og Wales í nóvember sem eru nýlegustu leikir landsliðsins. Vegna ítrekaðra meiðsla hefur Albert aðeins náð að spila fjórtán af 25 leikjum í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð, þar af níu í byrjunarliði, og hann hefur skorað í þeim fjögur mörk. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Þetta má lesa úr ítölskum miðlum sem segja að Albert verði frá keppni í langan tíma, eða að minnsta kosti mánuð samkvæmt La Gazzetta dello Sport. Myndataka leiddi í ljós brotið bein á mjaðmarsvæði og samkvæmt tilkynningu Fiorentina, félags Alberts, verður staðan á honum metin betur á næstu dögum. Albert kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Como á sunnudaginn en varð svo að fara meiddur af velli í þeim leik. Fiorentina á eftir fjóra leiki í ítölsku A-deildinni fram að landsleikjahléinu sem tekur við eftir tæpan mánuð. Albert missir af þessum leikjum hið minnsta og einnig af 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu, þar sem Víkingar gætu mögulega orðið andstæðingur Fiorentina. Tveir landsleikir síðan í júní 2023 Það á svo eftir að skýrast betur en virðist að minnsta kosti ólíklegt að Albert nái umspilsleikjunum við Kósovó sem fara fram 20. og 23. mars. Albert, sem hefur skorað 10 mörk í 37 landsleikjum, hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki frá því í júní 2023. Hann mátti ekki spila fyrir landsliðið á meðan að beðið var niðurstöðu vegna ákæru um kynferðisbrot en er núna gjaldgengur eftir að hann var sýknaður í október síðastliðnum. Dómnum var áfrýjað en samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ er Albert gjaldgengur í landsliðið vegna niðurstöðu héraðsdóms. Albert hefði því getað spilað gegn Wales og Tyrklandi í október en þá var dómur í máli hans nýfallinn og gaf Åge Hareide, þáverandi landsliðsþjálfari, Alberti frí frá þeim leikjum. Albert meiddist svo og missti af leikjunum við Svartfjallaland og Wales í nóvember sem eru nýlegustu leikir landsliðsins. Vegna ítrekaðra meiðsla hefur Albert aðeins náð að spila fjórtán af 25 leikjum í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð, þar af níu í byrjunarliði, og hann hefur skorað í þeim fjögur mörk.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira