Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2025 11:55 Töluvert hefur verið kvartað vegna vega á landinu undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur og eldra fólk frekar en það yngra. Þetta eru niðurstöður nýrrar Maskínukönnunar sem bendir til nokkurs viðsnúnings hjá landsmönnum þegar kemur að veggjöldum. Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í síðustu viku. Þar voru framtíðarhorfur metnaðar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Könnun var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvígur ert þú innheimtu vegggjalda (þ.e. vegtolla) til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi? Með veggjöldum er átt við rukkun fyrir notkun ákveðinna vega. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Alls eru 43 prósent fylgjandi veggjöldum en 39 prósent andvígur. Tæplega fimmtungur hefur ekki sterka skoðun á málinu. Þetta er töluverð breyting frá því árið 2020 þegar Maskína spurði landsmenn sömu spurningar. Þá voru 32 prósent fylgjandi en 50 prósent andvíg. Breytingin er sérstaklega mikil ef horft er til könnunar Maskínu árið 2017. Þá reyndust 25 prósent landsmanna fylgjandi en 56 prósent voru andvíg. Hlutfall óákveðinna svara hefur í öllum fimm könnunum verið um eða undir fimmtungur. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og stjórnmálaskoðana má sjá að karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur, eldra fólk frekar en yngra og Reykvíkingar meira fylgjandi en fólk á landsbyggðinni. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Fólki með hærri menntun og hærri heimilistekjur hugnast frekar veggjöld. Þá vilja 61 prósent Framsóknarmanna veggjöld, og rúmlega helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Aðeins einn af hverjum tíu sósíalistum er fylgjandi veggjöldum og þá eru Miðflokkurinn og Píratar frekar á móti, eða sem nemur um 55 prósentum kjósenda þeirra. Svipaða sögu er að segja af kjósendum Flokks fólksins. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins. Tengd skjöl 2025-01-Veggjöld-MaskínuskýrslaPDF335KBSækja skjal Samgöngur Rekstur hins opinbera Vegtollar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta kom fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í síðustu viku. Þar voru framtíðarhorfur metnaðar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Könnun var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvígur ert þú innheimtu vegggjalda (þ.e. vegtolla) til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi? Með veggjöldum er átt við rukkun fyrir notkun ákveðinna vega. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Alls eru 43 prósent fylgjandi veggjöldum en 39 prósent andvígur. Tæplega fimmtungur hefur ekki sterka skoðun á málinu. Þetta er töluverð breyting frá því árið 2020 þegar Maskína spurði landsmenn sömu spurningar. Þá voru 32 prósent fylgjandi en 50 prósent andvíg. Breytingin er sérstaklega mikil ef horft er til könnunar Maskínu árið 2017. Þá reyndust 25 prósent landsmanna fylgjandi en 56 prósent voru andvíg. Hlutfall óákveðinna svara hefur í öllum fimm könnunum verið um eða undir fimmtungur. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og stjórnmálaskoðana má sjá að karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur, eldra fólk frekar en yngra og Reykvíkingar meira fylgjandi en fólk á landsbyggðinni. Maskína hefur spurt út í veggjöld fimm sinnum undanfarin níu ár. Fólki með hærri menntun og hærri heimilistekjur hugnast frekar veggjöld. Þá vilja 61 prósent Framsóknarmanna veggjöld, og rúmlega helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Aðeins einn af hverjum tíu sósíalistum er fylgjandi veggjöldum og þá eru Miðflokkurinn og Píratar frekar á móti, eða sem nemur um 55 prósentum kjósenda þeirra. Svipaða sögu er að segja af kjósendum Flokks fólksins. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins. Tengd skjöl 2025-01-Veggjöld-MaskínuskýrslaPDF335KBSækja skjal
Samgöngur Rekstur hins opinbera Vegtollar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira