Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 er fjallað um ástand vega á Vesturlandi. Einnig er rætt við bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka um mögulega sameiningu bankanna. Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, ræðir málið í setti. Tekin verður staðan á meirihlutaviðræðum í borginni, sýnt frá ræðu Selenskí á öryggisráðstefnunni í Munchen í dag þar sem hann kallaði eftir evrópskum her og við kynnumst nýju sporti á Íslandi í fréttatímanum: Hjólastólakörfubolta.
Í sportpakkanum er meðal annars farið yfir leiki dagsins í enska boltanum og Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið í leik Vals á Akranesi í dag.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: