Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 10:32 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skorar hér markið sitt gegn Turbine Potsdam í gær. rbleipzig.com Íslenska landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur átt draumabyrjun með RB Leipzig í efstu deild Þýskalands í fótbolta, eftir komuna frá Nordsjælland um áramótin. Markið sem hún skoraði í gær má nú sjá á Vísi. Leipzig var óvænt 1-0 undir í hálfleik gegn botnliði Potsdam í gær en Emilía jafnaði metin á 56. mínútu þegar boltinn féll til hennar í teignum og var hún fljót að átta sig og sparkaði í netið. Nokkur læti urðu eftir markið. Leipzig-konur vildu nefnilega flýta sér að ná í boltann og taka miðju, til að geta komist yfir í leiknum, en markvörður Potsdam reyndi að koma í veg fyrir það með því að halda boltanum. Var markverðinum meðal annars hrint og tók dómarinn sér góðan tíma í að ákveða hvað gera skyldi. Klippa: Mark Emilíu og lætin í kjölfarið Að lokum dæmdi dómarinn þó bara mark, enda var ekki að sjá neitt brot í aðdraganda þess að Emilía fékk boltann, en athygli vakti að enginn skyldi fá að líta gula spjaldið vegna þeirra ryskinga sem urðu í kjölfar marksins. Markið og lætin má sjá í spilaranum hér að ofan en leikurinn var í beinni útsendingu á Viaplay. Eins og fyrr segir hefur Emilía nú skorað í fyrstu tveimur byrjunarliðsleikjum sínum, geng Potsdam og Werder Bremen. Svo merkilega vill til að bæði mörkin skoraði Emilía á sömu mínútu, eða 56. mínútu, og báðir leikirnir fóru 4-1 fyrir Leipzig. Eins og fyrr segir hefur Emilía nú skorað í Leipzig er nú með 25 stig í 5. sæti deildarinnar en nær ekki alveg að blanda sér í fjögurra liða titilbaráttuna þar fyrir ofan. Leverkusen er í 4. sæti með 30 stig, Wolfsburg með 32 og Frankfurt og Bayern með 35 stig, og eiga þessi fjögur lið leik til góða núna um helgina. Þýski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Leipzig var óvænt 1-0 undir í hálfleik gegn botnliði Potsdam í gær en Emilía jafnaði metin á 56. mínútu þegar boltinn féll til hennar í teignum og var hún fljót að átta sig og sparkaði í netið. Nokkur læti urðu eftir markið. Leipzig-konur vildu nefnilega flýta sér að ná í boltann og taka miðju, til að geta komist yfir í leiknum, en markvörður Potsdam reyndi að koma í veg fyrir það með því að halda boltanum. Var markverðinum meðal annars hrint og tók dómarinn sér góðan tíma í að ákveða hvað gera skyldi. Klippa: Mark Emilíu og lætin í kjölfarið Að lokum dæmdi dómarinn þó bara mark, enda var ekki að sjá neitt brot í aðdraganda þess að Emilía fékk boltann, en athygli vakti að enginn skyldi fá að líta gula spjaldið vegna þeirra ryskinga sem urðu í kjölfar marksins. Markið og lætin má sjá í spilaranum hér að ofan en leikurinn var í beinni útsendingu á Viaplay. Eins og fyrr segir hefur Emilía nú skorað í fyrstu tveimur byrjunarliðsleikjum sínum, geng Potsdam og Werder Bremen. Svo merkilega vill til að bæði mörkin skoraði Emilía á sömu mínútu, eða 56. mínútu, og báðir leikirnir fóru 4-1 fyrir Leipzig. Eins og fyrr segir hefur Emilía nú skorað í Leipzig er nú með 25 stig í 5. sæti deildarinnar en nær ekki alveg að blanda sér í fjögurra liða titilbaráttuna þar fyrir ofan. Leverkusen er í 4. sæti með 30 stig, Wolfsburg með 32 og Frankfurt og Bayern með 35 stig, og eiga þessi fjögur lið leik til góða núna um helgina.
Þýski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira