Innlent

MAST tjáir sig um dýraníð og Heimdellingar smala á fund

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Kennarasambands Íslands  um ganginn í kjaraviðræðunum í Karphúsinu. 

Formaðurinn segir að góðir áfangar hafi náðst en að nú þurfi aðilar að hafa þor í að fara yfir brúna saman.

 Þá fjöllum við um meinta smölun hjá Sjálfstæðisflokknum en síðar í dag hittast félagar í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík til að velja landsfundarfulltrúa. Von er á mannmergð í Valhöll þar sem báðar fylkingar freista þess að koma sínu fólki að.

Þá tökum við stöðuna á meirihlutaviðræðum í borginni og fjöllum um hið meinta dýraníð hestamanna sem vakið hefur athygli. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 14. febrúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×