Ástæðan eru þó ekki meiðsli eins og oft áður heldur segist Woods enn vera að vinna sig út úr því að hafa misst móður sína á dögunum.
Tiger Woods sagði frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum sínum.
Mótið hefst á fimmtudaginn og voru margir spenntir að sjá Woods spila. Þetta er auðvitað hans eigið golfmót.
„Ég ætlaði að keppa í þessari viku en ég er bara ekki tilbúinn. Ég gerði mitt besta til að undirbúa mig og það væri það sem móðir mín hefði viljað. Ég er bara enn að átta mig á þessu,“ skrifaði Woods.
„Ég vil þakka öllum sem höfðu samband. Ég vonast til að mæta á Torrey seinna í vikunni og vil þakka öllum fyrir stuðninginn og þann hlýhug sem mér hefur verið sýnt,“ skrifaði Woods.
I planned to tee it up this week, but I’m just not ready. I did my best to prepare, knowing it’s what my Mom would have wanted, but I’m still processing her loss.
— Tiger Woods (@TigerWoods) February 10, 2025
Thanks to everyone who has reached out. I hope to be at Torrey later in the week and appreciate the continued… pic.twitter.com/HP45Tla3QQ