Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 17:11 Alfreð Erling var stopp á ljósum á gatnamótum Snorrabrautar á Egilsgötu á leiðinni upp að Hallgrímskirkju þegar hann var handtekinn eftir hádegi þann 22. ágúst. Hamar fannst í bílnum sem var í eigu hjónanna. vísir/vilhelm Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. Þetta kom fram á fyrsta degi aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er talinn hafa orðið eldri hjónum að bana sem höfðu árin á undan séð aumur á honum, boðið í kaffi og gefið honum að borða þegar hann var svangur. Alfreð virðist síðustu ár hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og allar líkur á því að hann verði metinn ósakhæfur. Lögreglumaður sem starfað hefur um árabil hjá tæknideild lögreglu kom fyrir dóminn í dag. Honum var flogið austur á firði þann 22. ágúst þegar hjónin fundust látin á heimili sínu. Hann sagði fjölmörg skóför hafa sést í íbúðinni en tæknideildin hefði ekki haft sem bestan búnað til að framkvæmda nægjanlega rannsókn á þeim. Viku síðar hefði rannsókn verið framhaldið með sérstöku efni sem hentaði vel til að mynda skóför í blóði. Lögreglumaðurinn sagði að skóför í gólfi hefðu verið borin saman við skóna sem Alfreð Erling klæddist þegar hann var handtekinn í Reykjavík. Sólinn á skónum var einkennandi, með sexhyrndu munstri, og fundust víða á heimili hjónanna. Bæði höfðu þau greinilega stigið í blóð og svo hafði fundist blóð á skónum sjálfum. Hann sagði yfirgnæfandi líkur að förin væru eftir skó Alfreðs. Þá sagði hann frá skemmdum sem hefðu fundist í eldhússtól sem stóð einum til tveimur metrum frá hurðinni að baðherberginu, þar sem hjónin fundust látin. Far í stólnum benti til þess að það væri eftir hamar. Þá bentu för á þeim látnu sömuleiðis til þess að vera eftir hamar eða álíka áhald. Alfreð ók bíl hjónanna frá Neskaupstað og alla leið til Reykjavíkur þá um nóttina. Hann var handtekinn í bílnum við Snorrabraut í Reykjavík síðdegis daginn eftir og sagðist þá yfirvegaður vera á leið í Hallgrímskirkju að vinna verk fyrir djöfulinn eða guð. Í bíl hjónanna sem Alfreð ók fannst hamar sem kom heim og saman við grunsemdir lögreglumannsins um áhaldið sem notað var til að bana hjónunum. Aðalmeðferðinni í málinu verður framhaldið á morgun. Þá koma meðal annars fyrir dóminn fleiri lögreglumenn og sömuleiðis réttargeðlæknir þar sem væntanlega verður kafað ofan í ástand Alfreðs Erlings með hliðsjón af skynsamlegri refsingu fyrir verknaðinn. Málinu lýkur svo á miðvikudaginn með málflutningi. Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32 Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41 Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Þetta kom fram á fyrsta degi aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er talinn hafa orðið eldri hjónum að bana sem höfðu árin á undan séð aumur á honum, boðið í kaffi og gefið honum að borða þegar hann var svangur. Alfreð virðist síðustu ár hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og allar líkur á því að hann verði metinn ósakhæfur. Lögreglumaður sem starfað hefur um árabil hjá tæknideild lögreglu kom fyrir dóminn í dag. Honum var flogið austur á firði þann 22. ágúst þegar hjónin fundust látin á heimili sínu. Hann sagði fjölmörg skóför hafa sést í íbúðinni en tæknideildin hefði ekki haft sem bestan búnað til að framkvæmda nægjanlega rannsókn á þeim. Viku síðar hefði rannsókn verið framhaldið með sérstöku efni sem hentaði vel til að mynda skóför í blóði. Lögreglumaðurinn sagði að skóför í gólfi hefðu verið borin saman við skóna sem Alfreð Erling klæddist þegar hann var handtekinn í Reykjavík. Sólinn á skónum var einkennandi, með sexhyrndu munstri, og fundust víða á heimili hjónanna. Bæði höfðu þau greinilega stigið í blóð og svo hafði fundist blóð á skónum sjálfum. Hann sagði yfirgnæfandi líkur að förin væru eftir skó Alfreðs. Þá sagði hann frá skemmdum sem hefðu fundist í eldhússtól sem stóð einum til tveimur metrum frá hurðinni að baðherberginu, þar sem hjónin fundust látin. Far í stólnum benti til þess að það væri eftir hamar. Þá bentu för á þeim látnu sömuleiðis til þess að vera eftir hamar eða álíka áhald. Alfreð ók bíl hjónanna frá Neskaupstað og alla leið til Reykjavíkur þá um nóttina. Hann var handtekinn í bílnum við Snorrabraut í Reykjavík síðdegis daginn eftir og sagðist þá yfirvegaður vera á leið í Hallgrímskirkju að vinna verk fyrir djöfulinn eða guð. Í bíl hjónanna sem Alfreð ók fannst hamar sem kom heim og saman við grunsemdir lögreglumannsins um áhaldið sem notað var til að bana hjónunum. Aðalmeðferðinni í málinu verður framhaldið á morgun. Þá koma meðal annars fyrir dóminn fleiri lögreglumenn og sömuleiðis réttargeðlæknir þar sem væntanlega verður kafað ofan í ástand Alfreðs Erlings með hliðsjón af skynsamlegri refsingu fyrir verknaðinn. Málinu lýkur svo á miðvikudaginn með málflutningi.
Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32 Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41 Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32
Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41
Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16