Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 12:32 Arnór Sigurðsson og John Eustace virðast báðir vera á förum frá Blackburn. Samsett/Getty John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. Blackburn bætti við sig þremur leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans, síðasta mánudag, og þar með var ekki lengur pláss fyrir alla leikmenn félagsins. Arnór fékk því það ömurlega hlutskipti að vera ekki skráður á lista yfir leyfilega leikmenn á seinni hluta leiktíðarinnar. Arnór segir Blackburn hafa sett sig í „skítastöðu“. Hann hefur glímt talsvert við bæði meiðsli og veikindi á leiktíðinni, og ekki spilað leik síðan 26. október, en er að jafna sig af meiðslum í læri og ætti að geta snúið aftur til keppni fljótlega. Nú er ljóst að það verður ekki með Blackburn en félagaskiptaglugginn í mörgum löndum hefur nú lokast. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum,“ sagði Eustace við Lancashire Telegraph. „Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Stjórinn að taka við Derby Arnór mun áfram geta æft með Blackburn á meðan að hann finnur sér nýtt félag en samningur hans við félagið gildir aðeins til sumarsins. Það er því alveg ljóst að hann spilar ekki meira fyrir Blackburn og líklegast að hann finni sér nýtt félag fljótlega. En það er ekki bara Arnór sem er á förum heldur er stjórinn Eustace einnig sagður á förum frá Blackburn. Derby, sem er í fallsæti í ensku B-deildinni, vill fá Eustace og þrátt fyrir að hann sé með Blackburn í 6. sæti deildarinnar þá er hann sagður vilja taka við Derby, sem hann lék með á sínum tíma. Eustace mun funda með stjórnendum Blackburn í dag og greina þeim frá áhuga sínum á að hætta til að taka við Derby, og samkvæmt Lancashire Telegraph ætti það að geta gengið hratt fyrir sig. Blaðið segir jafnframt að Matt Gardiner og Keith Downing fylgi líklega Eustace en að það komi væntanlega í hlut Damien Johnson og David Lowe að stýra Blackburn tímabundið þar til að nýr stjóri verði ráðinn. Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Blackburn bætti við sig þremur leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans, síðasta mánudag, og þar með var ekki lengur pláss fyrir alla leikmenn félagsins. Arnór fékk því það ömurlega hlutskipti að vera ekki skráður á lista yfir leyfilega leikmenn á seinni hluta leiktíðarinnar. Arnór segir Blackburn hafa sett sig í „skítastöðu“. Hann hefur glímt talsvert við bæði meiðsli og veikindi á leiktíðinni, og ekki spilað leik síðan 26. október, en er að jafna sig af meiðslum í læri og ætti að geta snúið aftur til keppni fljótlega. Nú er ljóst að það verður ekki með Blackburn en félagaskiptaglugginn í mörgum löndum hefur nú lokast. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum,“ sagði Eustace við Lancashire Telegraph. „Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Stjórinn að taka við Derby Arnór mun áfram geta æft með Blackburn á meðan að hann finnur sér nýtt félag en samningur hans við félagið gildir aðeins til sumarsins. Það er því alveg ljóst að hann spilar ekki meira fyrir Blackburn og líklegast að hann finni sér nýtt félag fljótlega. En það er ekki bara Arnór sem er á förum heldur er stjórinn Eustace einnig sagður á förum frá Blackburn. Derby, sem er í fallsæti í ensku B-deildinni, vill fá Eustace og þrátt fyrir að hann sé með Blackburn í 6. sæti deildarinnar þá er hann sagður vilja taka við Derby, sem hann lék með á sínum tíma. Eustace mun funda með stjórnendum Blackburn í dag og greina þeim frá áhuga sínum á að hætta til að taka við Derby, og samkvæmt Lancashire Telegraph ætti það að geta gengið hratt fyrir sig. Blaðið segir jafnframt að Matt Gardiner og Keith Downing fylgi líklega Eustace en að það komi væntanlega í hlut Damien Johnson og David Lowe að stýra Blackburn tímabundið þar til að nýr stjóri verði ráðinn.
Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira