Innlent

Kennarar í­huga næstu skref og ó­vissa um borgarstjórnarmeirihluta

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum Bylgjunnar tökum við stöðuna á kennaradeilunni. 

Þau tíðindi bárust á sjöunda tímanum í gærkvöldi að Félagsdómur hefði úrskurðað verkfallsaðgerðir kennara ólögmætar og því hófst skólastarf að nýju í morgun. Við heyrum í aðilum deilunnar um næstu skref. 

Þá fjöllum við um ástandið í ráðhúsinu en engar fregnir hafa enn borist af meirihlutaviðræðum þar en óljóst er um framhaldið eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutanum á föstudagskvöld. 

Að auki heyrum við í veðurfræðingi en mikið vatnsveður er á Vesturlandi í dag og vatnið hefur einnig farið illa með vegina þar sem holur spretta nú fram víða. 

Í Íþróttunum er það svo Ofurskálin svokallaða sem verður fyrirferðarmest að þessu sinni. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 10. febrúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×