Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 10:41 Alfreð Erling sagðist vera á leiðinni í Hallgrímskirkju þegar hann var handtekinn á gatnamótum Snorrabrautar og Egilsgötu. Vísir/vilhelm Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Lögreglumaðurinn bar vitni fyrir dómi í morgun. Hans hlutverk hefði verið að leita að bíl hjónanna sem hafði verði lýst eftir. Hann sagði þá hafa borið kennsl á bílinn við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og fylgt honum eftir. Það hefði verið beðið eftir aðstoð sérsveitar til að koma að handtökunni. Þegar bíll hjónanna var kyrrstæður á beygjuakrein af Snorrabraut inn á Egilsgötu bar sérsveitina að garði. Maðurinn hefði verið handtekinn og færður í bíl lögreglumannsins. Þar hefðu þeir setið hlið við hlið í aftursætinu og rætt saman. „Hann var mjög rólegur og samvinnuþýður. Hann sagðist hafa verið á leiðinni að Hallgrímskirkju. Sagðist vera að fara að vinna eitthvað verk fyrir guð eða djöfulinn,“ sagði lögreglumaðurinn. Hann hefði ætlað að kveikja á krossi fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglumaðurinn sagðist hafa tekið eftir storknuðum blóðdropum á skóm Alfreðs og neðst á buxnaskálminni. Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins svo samtal þeirra er til á upptöku. Lögreglumaðurinn lýsti því að Alfreð hefði verið áfram samvinnuþýður á leiðinni á lögreglustöðina og áfram þar inni. Hann hefði áfram rætt furðulega hluti á borð við jesú, dauða og djöfulinn. Þeir hefðu aðeins talað um „anda“ inni á lögreglustöðinni og lögreglumaðurinn bent honum á að um væri að ræða eitt algengasta orðið í íslensku, sem viðbót við hin ýmsu orð á borð við stand-andi og sitj-andi. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Lögreglumaðurinn bar vitni fyrir dómi í morgun. Hans hlutverk hefði verið að leita að bíl hjónanna sem hafði verði lýst eftir. Hann sagði þá hafa borið kennsl á bílinn við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og fylgt honum eftir. Það hefði verið beðið eftir aðstoð sérsveitar til að koma að handtökunni. Þegar bíll hjónanna var kyrrstæður á beygjuakrein af Snorrabraut inn á Egilsgötu bar sérsveitina að garði. Maðurinn hefði verið handtekinn og færður í bíl lögreglumannsins. Þar hefðu þeir setið hlið við hlið í aftursætinu og rætt saman. „Hann var mjög rólegur og samvinnuþýður. Hann sagðist hafa verið á leiðinni að Hallgrímskirkju. Sagðist vera að fara að vinna eitthvað verk fyrir guð eða djöfulinn,“ sagði lögreglumaðurinn. Hann hefði ætlað að kveikja á krossi fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglumaðurinn sagðist hafa tekið eftir storknuðum blóðdropum á skóm Alfreðs og neðst á buxnaskálminni. Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins svo samtal þeirra er til á upptöku. Lögreglumaðurinn lýsti því að Alfreð hefði verið áfram samvinnuþýður á leiðinni á lögreglustöðina og áfram þar inni. Hann hefði áfram rætt furðulega hluti á borð við jesú, dauða og djöfulinn. Þeir hefðu aðeins talað um „anda“ inni á lögreglustöðinni og lögreglumaðurinn bent honum á að um væri að ræða eitt algengasta orðið í íslensku, sem viðbót við hin ýmsu orð á borð við stand-andi og sitj-andi.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira