„Fólk má alveg dæma mig“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 09:04 Ange Postecoglou var brúnaþungur í gær enda hefur gengi Tottenham verið afleitt. Getty/Catherine Ivill Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins. Á aðeins örfáum dögum lauk báðum bikardraumum Tottenham en liðið steinlá gegn Liverpool á fimmtudaginn, 4-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarins og tapaði svo 2-1 gegn Aston Villa í enska bikarnum í gær. Einu vonir Tottenham um titil á leiktíðinni eru því í Evrópudeildinni en liðið situr í 14. sæti af 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tíu stigum frá fallsæti eftir 24 umferðir en 29 stigum frá toppliði Liverpool. Stuðningsmenn Tottenham hafa helst kosið að láta spjótin beinast að Daniel Levy, eiganda Tottenham, fyrir að leggja ekki nógu mikið í leikmannakaup. Segir leikmenn hafa staðið sig einstaklega vel Postecoglou hefur sjálfur ítrekað kennt miklum meiðslum um þetta slæma gengi í vetur. Aðspurður hvort að það væri aðeins hægt að dæma hans frammistöðu þegar allir lykilmenn yrðu tiltækir að nýju svaraði hann: „Fólk má alveg dæma mig. Það getur sagt að ég hafi skilað slæmu starfi, ráði ekki við þetta eða hvað sem er. Það er í góðu lagi. Það sem ég er hins vegar að segja er að það er ekki hægt að gagnrýna frammistöðu leikmanna á þessum tímapunkti. Ef að menn ætla að dæma út frá því sem þeir eru að gera akkúrat núna, án þess að taka tillit til þeirra öfgafullu aðstæðna sem þeir eru í núna, þá yrði sú greining bjöguð og ekki hlutlaus,“ sagði Postecoglou og hélt áfram. „Ef að það er gert til þess að losna við mig þá er það bara þannig. Flott hjá ykkur. Geri það endilega. En þessi hópur af leikmönnum hefur staðið sig með framúrskarandi hætti síðustu tvo og hálfan mánuð.“ Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Á aðeins örfáum dögum lauk báðum bikardraumum Tottenham en liðið steinlá gegn Liverpool á fimmtudaginn, 4-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarins og tapaði svo 2-1 gegn Aston Villa í enska bikarnum í gær. Einu vonir Tottenham um titil á leiktíðinni eru því í Evrópudeildinni en liðið situr í 14. sæti af 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tíu stigum frá fallsæti eftir 24 umferðir en 29 stigum frá toppliði Liverpool. Stuðningsmenn Tottenham hafa helst kosið að láta spjótin beinast að Daniel Levy, eiganda Tottenham, fyrir að leggja ekki nógu mikið í leikmannakaup. Segir leikmenn hafa staðið sig einstaklega vel Postecoglou hefur sjálfur ítrekað kennt miklum meiðslum um þetta slæma gengi í vetur. Aðspurður hvort að það væri aðeins hægt að dæma hans frammistöðu þegar allir lykilmenn yrðu tiltækir að nýju svaraði hann: „Fólk má alveg dæma mig. Það getur sagt að ég hafi skilað slæmu starfi, ráði ekki við þetta eða hvað sem er. Það er í góðu lagi. Það sem ég er hins vegar að segja er að það er ekki hægt að gagnrýna frammistöðu leikmanna á þessum tímapunkti. Ef að menn ætla að dæma út frá því sem þeir eru að gera akkúrat núna, án þess að taka tillit til þeirra öfgafullu aðstæðna sem þeir eru í núna, þá yrði sú greining bjöguð og ekki hlutlaus,“ sagði Postecoglou og hélt áfram. „Ef að það er gert til þess að losna við mig þá er það bara þannig. Flott hjá ykkur. Geri það endilega. En þessi hópur af leikmönnum hefur staðið sig með framúrskarandi hætti síðustu tvo og hálfan mánuð.“
Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira