Enski boltinn

Úlfarnir á­fram eftir öruggan útisigur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Matheus Cunha skoraði seinna mark Úlfanna.
Matheus Cunha skoraði seinna mark Úlfanna. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Wolverhampton Wanderers eru á leið í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 0-2 sigur gegn Blackburn Rovers. Joao Gomes og Matheus Cunha skoruðu mörkin með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik. 

Gomes skoraði fyrra markið á 33. mínútu eftir gott spil Úlfanna upp völlinn og stoðsendingu frá Hwang Hee-Chan.

Cunha skoraði svo seinna markið á 34. mínútu með föstu skoti úr nokkuð þröngu færi sem Nelson Semedo lagði upp.

Úlfarnir eru því komnir áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins en dregið verður um andstæðinga á morgun.

Blackburn Rovers eru úr leik. Arnór Sigurðarson er samningsbundinn félaginu en var ekki settur í leikmannahópinn fyrir seinni hluta tímabilsins, sem hann segir skítastöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×