Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. febrúar 2025 17:50 Stefán Teitur var farinn af velli áður en vítaspyrnukeppnin hófst. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Sex leikir fóru fram síðdegis í fjórðu umferð, 32 liða úrslitum, FA bikarsins á Englandi. Útkljá þurfti tvær viðureignir með vítaspyrnukeppni. Á þessu tímabili var sú regla tekin í gildi að leikir skuli ekki spilaðir aftur, jafntefli eru útkljáð með framlengingu, og vítaspyrnukeppni ef að því kemur. Sú varð raunin í leik Preston og Wycombe, sem lauk með 0-0 jafntefli eftir framlengingu. Heimamenn Preston voru sparkvissari í vítaspyrnukeppninni, skoruðu úr fjórum spyrnum en Wycombe aðeins úr tveimur. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Preston en var skipt út af eftir 66 mínútur fyrir Ryan Ledson. Vítaspyrnukeppni þurfti einnig í viðureign Stoke og Cardiff, sem lauk með 3-3 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Cardiff komst svo áfram með 5-7 sigri í vítaspyrnukeppninni. Everton úr leik Viðureign Everton og Bournemouth var sú eina síðdegis í dag milli tveggja úrvalsdeildarliða. Svo fór að Bournemouth vann 0-2 sigur gegn heimamönnum á Goodison Park. Antoine Semenyo skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu, Daniel Jebbison tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik og þar við sat alveg til enda. Bournemouth gerði sér góða ferð á Goodison Park.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Fulham og Ipswich áfram Ipswich gerði sér góða ferð til Coventry og vann 1-4. George Hirst braut ísinn fyrir gestina af vítapunktinum strax á annarri mínútu, Coventry jafnaði síðan skömmu síðar en Jack Clarke setti tvö mörk fyrir Ipswich áður en fyrri hálfleik lauk. Jaden Philogene-Bidace bætti svo fjórða markinu við í seinni hálfleik. Fulham sótti svo 1-2 sigur gegn Wigan. Rodrigo Muniz gerði bæði mörkin fyrir Fulham, það fyrra á 23. mínútu og það seinna á 55. mínútu rétt eftir að Jonny Smith hafði jafnað fyrir Wigan. Rodrigo Muniz skoraði bæði mörk Fulham.Matt McNulty/Getty Images Burnley með eins marks sigur Southampton og Burnley mættust einnig, lið sem féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Svo fór að Burnley vann 0-1 sigur eftir mark frá Marcus Edwards á 77. mínútu. Dregið verður um andstæðinga í fimmtu umferð (16-liða úrslit) á mánudag. Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Sjá meira
Á þessu tímabili var sú regla tekin í gildi að leikir skuli ekki spilaðir aftur, jafntefli eru útkljáð með framlengingu, og vítaspyrnukeppni ef að því kemur. Sú varð raunin í leik Preston og Wycombe, sem lauk með 0-0 jafntefli eftir framlengingu. Heimamenn Preston voru sparkvissari í vítaspyrnukeppninni, skoruðu úr fjórum spyrnum en Wycombe aðeins úr tveimur. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Preston en var skipt út af eftir 66 mínútur fyrir Ryan Ledson. Vítaspyrnukeppni þurfti einnig í viðureign Stoke og Cardiff, sem lauk með 3-3 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Cardiff komst svo áfram með 5-7 sigri í vítaspyrnukeppninni. Everton úr leik Viðureign Everton og Bournemouth var sú eina síðdegis í dag milli tveggja úrvalsdeildarliða. Svo fór að Bournemouth vann 0-2 sigur gegn heimamönnum á Goodison Park. Antoine Semenyo skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu, Daniel Jebbison tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik og þar við sat alveg til enda. Bournemouth gerði sér góða ferð á Goodison Park.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Fulham og Ipswich áfram Ipswich gerði sér góða ferð til Coventry og vann 1-4. George Hirst braut ísinn fyrir gestina af vítapunktinum strax á annarri mínútu, Coventry jafnaði síðan skömmu síðar en Jack Clarke setti tvö mörk fyrir Ipswich áður en fyrri hálfleik lauk. Jaden Philogene-Bidace bætti svo fjórða markinu við í seinni hálfleik. Fulham sótti svo 1-2 sigur gegn Wigan. Rodrigo Muniz gerði bæði mörkin fyrir Fulham, það fyrra á 23. mínútu og það seinna á 55. mínútu rétt eftir að Jonny Smith hafði jafnað fyrir Wigan. Rodrigo Muniz skoraði bæði mörk Fulham.Matt McNulty/Getty Images Burnley með eins marks sigur Southampton og Burnley mættust einnig, lið sem féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Svo fór að Burnley vann 0-1 sigur eftir mark frá Marcus Edwards á 77. mínútu. Dregið verður um andstæðinga í fimmtu umferð (16-liða úrslit) á mánudag.
Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Sjá meira