Frá þessu greindi Daði að loknum ríkisstjórnarfundi nú rétt fyrir fréttir.
Í hádegisfréttunum heyrum við einnig í fólki eftir óveðrið sem gekk yfir landið. Á Stöðvarfirði var ástandið sérstaklega slæmt en þar er hreinsunarstarf nú hafið en mikið verk er fyrir höndum þar.
Þá verður rætt við orkumálaráðherra sem segist hafa þungar áhyggjur af raforkuverði til grænmetisbænda og segir það metnaðarmál hjá ráðuneytinu til að gera þar gangskör að.
Einnig tökum við stöðuna á kennaradeilunni og fjöllum um Vetrarhátíð sem verður sett í dag.