Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 17:15 Hinn 28. maí 2018 var Kópavogsbæ birt stefna af hálfu Þorsteins heitins Hjaltested, ábúanda jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi. Nú hefur dómur loks gengið í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega. Í dómi Landsréttar segir að árið 2007 hafi Þorsteinn Hjaltested, faðir Magnúsar Péturs, og Kópavogur gert með sér sátt vegna eignarnáms Kópavogs á eignarréttindum Þorsteins á 864 hektara landsvæði úr jörðinni Vatnsenda í Kópavogi. Ágreiningur hafi risið með aðilum um efndir Kópavogs á sáttargerðinni og Þorsteinn hafi höfða mál á hendur Kópavogsbæ árið 2018. Undir rekstri málsins í héraði hafi Þorsteinn látist og sonur hans tekið við aðild málsins. Með dómi héraðsdóms hafi Kópavogsbæ verið gert að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna í bætur vegna vanefnda Kópavogsbæjar á tilteknu ákvæði í sáttargerðinni en bærinn sýknaður að svo stöddu af bótakröfu vegna vanefnda á öðru ákvæði í henni. Héraðsdómur hafi einnig viðurkennt skyldu bæjarins til að greiða Magnúsi Pétri skaðabætur vegna tapaðra árlegra leigutekna af 300 lóðum undir sérbýli. Loks hafi verið með héraðsdómi fallist á fimm tilgreindar viðurkenningarkröfur Magnúsar Péturs um skipulagningu lóða, einkaréttar til haustbeitar fyrir sauðfé og greiðslu kostnaðar við stofnun lóðanna og þinglýsingu leigusamninga vegna þeirra. Kópavogsbær hefði lýst því yfir fyrir héraðsdómi að hann féllist á þær kröfur og fyrir Landsrétti hafi því einungis verið til úrlausnar ágreiningur um fyrstu tvær kröfur Magnúsar Péturs. Réttmætur vafi á eignarhaldi jarðarinnar Í dómi Landsréttar segir að Magnús Pétur hefði ekki sýnt fram á að Kópavogsbær hefði frá því að sáttargerðin var gerð í janúar 2007 dregið að efna skyldur samkvæmt henni af öðrum ástæðum en leiddi af vatnsverndarkvöðum og óvissu um það hver væri réttmætur viðtakandi eignarnámsbótanna. Landsréttur lagði til grundvallar að réttmætur vafi hefði verið uppi um það hver væri réttur viðtakandi greiðslna samkvæmt sáttargerðinni allt til þess tíma er Hæstiréttur kvað upp dóm 23. maí 2023. Þá skar Hæstiréttur úr um að Þorsteinn hefði ekki verið eiginlegur eigandi jarðarinnar heldur dánarbú Sigurðar K. Hjaltested. Deilur um eignarréttindi að Vatnsendajörðinni eru einar þær langdregnustu í íslenskri réttarsögu og mýmargir dómar hafa fallið í henni. Deilurnar verða reifaðar neðar í fréttinni fyrir áhugasama. Vanefndi ekki skyldur um greiðslu Í dómi Landsréttar segir að þegar óvissunni var aflétt hefði Kópavogsbær lýst því yfir að hann væri reiðubúinn til þess að efna skyldur sínar samkvæmt tilteknum ákvæðum sáttargerðarinnar auk þess sem hann hafi viðurkennt eftirfarandi skyldur sínar til að efna ákvæði í sáttargerðinni: Að skipuleggja byggingarreit undir fjögur einbýlishús ásamt byggingarreit fyrir skemmu og hesthús í heimalandi Vatnsendabýlis. Að skipuleggja fjórar lóðir sem komi í stað lóðarinnar Vatnsendablettur 134. Að skipuleggja tvær lóðir sem komi í stað lóðarinnar Vatnsendablettur 241a. Að veita Magnúsi Pétri Hjaltested einkaafnotarétt til haustbeitar fyrir sauðfé innan Lækjarbotnalands frá Fossvallarétt og ofan hennar. Að greiða kostnað við stofnun lóða í heimalandi Vatnsendabýlis, á Vatnsendabletti 134 og á Vatnsendabletti 241 og við þinglýsingu leigusamninga vegna sömu lóða. Kópavogsbær hafi því ekki verið talinn hafa vanefnt skyldur sínar samkvæmt sáttargerðinni á þann hátt að Magnús Pétur gæti gert kröfur á hendur honum um greiðslu bóta sem næmu markaðsvirði lands á tilgreindum svæðum og árlegum leigugreiðslum á lóðum þar. Sýknaður að hluta en sætti sig við rest Kópavogsbær væri því sýknaður af kröfu Magnúsar Péturs um greiðslu skaðabóta vegna vanefnda á skyldu til að skipuleggja að minnsta kosti 300 lóðir á tilgreindum svæðum í samræmi við ákvæði í sáttargerðinni og kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu Kópavogsbæjar vegna tapaðra árlegra leigutekna af framangreindum lóðum. Þar sem Kópavogsbær hefði ekki mótmælt kröfum Magnúsar Péturs um staðfestingu á viðurkenningu hins áfrýjaða dóms á skyldu Kópavogs til að skipuleggja byggingareit fyrir fjögur einbýlishús, skemmu og hesthús í heimalandi Vatnsendabýlis, tvær lóðir að Vatnsendabletti 134 og fjórar lóðir að Vatnsendabletti 241a, á einkaafnotarétti Magnúsar Péturs til haustbeitar á nánar tilgreindu svæði og skyldu Kópavogsbæjar til að greiða allan kostnað við stofnun lóða í heimalandi Vatnsendabýlis, á Vatnsendabletti 134 og á Vatnsendabletti 241a og þinglýsingu leigusamninga vegna sömu lóða, hafi niðurstaða hins áfrýjaða dóms verið staðfest um þær kröfur. Málskostnaðar var felldur niður á báðum dómstigum. Vatnsendamálið: Óhætt er að fullyrða að deilur um jörðina Vatnsenda hafi leitt af sér eitt umfangsmesta dómsmál íslenskrar réttarsögu. Jörðin náði upphaflega yfir gríðarlegt landflæmi á höfuðborgarsvæðinu, eða allt frá Seltjarnarnesi upp að Bláfjöllum. Deilurnar hafa staðið yfir í rúmlega fimmtíu ár og hafa leitt af sér fjöldan allan af dómum, þar af marga sem taldir eru meðal þeirra mikilvægustu í íslenskum eignarrétti. Óhefðbundin erfðaskrá hefur valdið usla Réttarstaða handhafa eignarréttinda að jörðinni, beinum sem óbeinum er mjög flókin. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingalands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Ættingjar vildu 75 milljarða Sem áður segir hefur því verið slegið föstu að dánarbú Sigurðar Hjaltested er raunverulegur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Þess vegna hafa erfingjar Sigurðar reynt að sækja bætur frá Kópavogsbæ upp á heila 75 milljarða króna vegna eignarnáms árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Í maí árið 2023 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að kröfur vegna áranna 1992, 1998, 2000 væru fyrndar og að krafa vegna ársins 2007 bakaði Kópavogsbæ enga bótaskyldu. Í dómi Hæstaréttar segir að beinn eignarréttur Vatnsenda, sem Sigurður hefði hlotið með erfðaskránni frá 1938, hefði verið formlegs eðlis án fjárgildis og því verðlaus í höndum rétthafans frá upphafi. Rétturinn sem nú væri á höndum dánarbúsins yrði því ekki metinn til fjár á peningalegan mælikvarða og hefðu áfrýjendur því ekki orðið fyrir fjártjóni við eignarnámið 2007. Var Kópavogsbær því sýknaður af kröfum áfrýjenda. Varð tvisvar skattakóngur Til marks um það hversu miklir fjármunir eru í húfi vegna jarðarinnar má benda á það að Þorsteinn Hjaltested, sem lést árið 2018 aðeins 58 ára ára gamall, varð tvisvar skattakóngur Íslands vegna greiðslna sem hann fékk eftir eignarnám. Áður en Þorsteinn lést tók Kópavogsbær hundruð hektara af jörðinni eignarnámi og greiddi Þorsteini 2,25 milljarða í eignarnámsbætur. Í kjölfar eignarnámsins var hann skattakóngur Íslands árin 2010 og 2011. Deilur um Vatnsendaland Dómsmál Kópavogur Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að áfrýja í Vatnsendamáli Kópavogsbær hefur ekki tekið ákvörðun um að áfrýja ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins, 1,4 milljarða króna ásamt vöxtum í deilum um Vatnsendaland. Bærinn hefur undanfarin ár verið með varúðarfærslur vegna málsins í bókum sínum. 7. júlí 2023 16:16 75 milljarða krafa á Kópavogsbæ fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir 75 milljarða kröfu erfingja Sigurðar K. Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar. Erfingjarnir krefja Kópavogsbæ um milljarðana, en bærinn var sýknaður í Landsrétti í júní á þessu ári. 14. september 2022 22:45 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Í dómi Landsréttar segir að árið 2007 hafi Þorsteinn Hjaltested, faðir Magnúsar Péturs, og Kópavogur gert með sér sátt vegna eignarnáms Kópavogs á eignarréttindum Þorsteins á 864 hektara landsvæði úr jörðinni Vatnsenda í Kópavogi. Ágreiningur hafi risið með aðilum um efndir Kópavogs á sáttargerðinni og Þorsteinn hafi höfða mál á hendur Kópavogsbæ árið 2018. Undir rekstri málsins í héraði hafi Þorsteinn látist og sonur hans tekið við aðild málsins. Með dómi héraðsdóms hafi Kópavogsbæ verið gert að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna í bætur vegna vanefnda Kópavogsbæjar á tilteknu ákvæði í sáttargerðinni en bærinn sýknaður að svo stöddu af bótakröfu vegna vanefnda á öðru ákvæði í henni. Héraðsdómur hafi einnig viðurkennt skyldu bæjarins til að greiða Magnúsi Pétri skaðabætur vegna tapaðra árlegra leigutekna af 300 lóðum undir sérbýli. Loks hafi verið með héraðsdómi fallist á fimm tilgreindar viðurkenningarkröfur Magnúsar Péturs um skipulagningu lóða, einkaréttar til haustbeitar fyrir sauðfé og greiðslu kostnaðar við stofnun lóðanna og þinglýsingu leigusamninga vegna þeirra. Kópavogsbær hefði lýst því yfir fyrir héraðsdómi að hann féllist á þær kröfur og fyrir Landsrétti hafi því einungis verið til úrlausnar ágreiningur um fyrstu tvær kröfur Magnúsar Péturs. Réttmætur vafi á eignarhaldi jarðarinnar Í dómi Landsréttar segir að Magnús Pétur hefði ekki sýnt fram á að Kópavogsbær hefði frá því að sáttargerðin var gerð í janúar 2007 dregið að efna skyldur samkvæmt henni af öðrum ástæðum en leiddi af vatnsverndarkvöðum og óvissu um það hver væri réttmætur viðtakandi eignarnámsbótanna. Landsréttur lagði til grundvallar að réttmætur vafi hefði verið uppi um það hver væri réttur viðtakandi greiðslna samkvæmt sáttargerðinni allt til þess tíma er Hæstiréttur kvað upp dóm 23. maí 2023. Þá skar Hæstiréttur úr um að Þorsteinn hefði ekki verið eiginlegur eigandi jarðarinnar heldur dánarbú Sigurðar K. Hjaltested. Deilur um eignarréttindi að Vatnsendajörðinni eru einar þær langdregnustu í íslenskri réttarsögu og mýmargir dómar hafa fallið í henni. Deilurnar verða reifaðar neðar í fréttinni fyrir áhugasama. Vanefndi ekki skyldur um greiðslu Í dómi Landsréttar segir að þegar óvissunni var aflétt hefði Kópavogsbær lýst því yfir að hann væri reiðubúinn til þess að efna skyldur sínar samkvæmt tilteknum ákvæðum sáttargerðarinnar auk þess sem hann hafi viðurkennt eftirfarandi skyldur sínar til að efna ákvæði í sáttargerðinni: Að skipuleggja byggingarreit undir fjögur einbýlishús ásamt byggingarreit fyrir skemmu og hesthús í heimalandi Vatnsendabýlis. Að skipuleggja fjórar lóðir sem komi í stað lóðarinnar Vatnsendablettur 134. Að skipuleggja tvær lóðir sem komi í stað lóðarinnar Vatnsendablettur 241a. Að veita Magnúsi Pétri Hjaltested einkaafnotarétt til haustbeitar fyrir sauðfé innan Lækjarbotnalands frá Fossvallarétt og ofan hennar. Að greiða kostnað við stofnun lóða í heimalandi Vatnsendabýlis, á Vatnsendabletti 134 og á Vatnsendabletti 241 og við þinglýsingu leigusamninga vegna sömu lóða. Kópavogsbær hafi því ekki verið talinn hafa vanefnt skyldur sínar samkvæmt sáttargerðinni á þann hátt að Magnús Pétur gæti gert kröfur á hendur honum um greiðslu bóta sem næmu markaðsvirði lands á tilgreindum svæðum og árlegum leigugreiðslum á lóðum þar. Sýknaður að hluta en sætti sig við rest Kópavogsbær væri því sýknaður af kröfu Magnúsar Péturs um greiðslu skaðabóta vegna vanefnda á skyldu til að skipuleggja að minnsta kosti 300 lóðir á tilgreindum svæðum í samræmi við ákvæði í sáttargerðinni og kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu Kópavogsbæjar vegna tapaðra árlegra leigutekna af framangreindum lóðum. Þar sem Kópavogsbær hefði ekki mótmælt kröfum Magnúsar Péturs um staðfestingu á viðurkenningu hins áfrýjaða dóms á skyldu Kópavogs til að skipuleggja byggingareit fyrir fjögur einbýlishús, skemmu og hesthús í heimalandi Vatnsendabýlis, tvær lóðir að Vatnsendabletti 134 og fjórar lóðir að Vatnsendabletti 241a, á einkaafnotarétti Magnúsar Péturs til haustbeitar á nánar tilgreindu svæði og skyldu Kópavogsbæjar til að greiða allan kostnað við stofnun lóða í heimalandi Vatnsendabýlis, á Vatnsendabletti 134 og á Vatnsendabletti 241a og þinglýsingu leigusamninga vegna sömu lóða, hafi niðurstaða hins áfrýjaða dóms verið staðfest um þær kröfur. Málskostnaðar var felldur niður á báðum dómstigum. Vatnsendamálið: Óhætt er að fullyrða að deilur um jörðina Vatnsenda hafi leitt af sér eitt umfangsmesta dómsmál íslenskrar réttarsögu. Jörðin náði upphaflega yfir gríðarlegt landflæmi á höfuðborgarsvæðinu, eða allt frá Seltjarnarnesi upp að Bláfjöllum. Deilurnar hafa staðið yfir í rúmlega fimmtíu ár og hafa leitt af sér fjöldan allan af dómum, þar af marga sem taldir eru meðal þeirra mikilvægustu í íslenskum eignarrétti. Óhefðbundin erfðaskrá hefur valdið usla Réttarstaða handhafa eignarréttinda að jörðinni, beinum sem óbeinum er mjög flókin. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingalands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Ættingjar vildu 75 milljarða Sem áður segir hefur því verið slegið föstu að dánarbú Sigurðar Hjaltested er raunverulegur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Þess vegna hafa erfingjar Sigurðar reynt að sækja bætur frá Kópavogsbæ upp á heila 75 milljarða króna vegna eignarnáms árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Í maí árið 2023 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að kröfur vegna áranna 1992, 1998, 2000 væru fyrndar og að krafa vegna ársins 2007 bakaði Kópavogsbæ enga bótaskyldu. Í dómi Hæstaréttar segir að beinn eignarréttur Vatnsenda, sem Sigurður hefði hlotið með erfðaskránni frá 1938, hefði verið formlegs eðlis án fjárgildis og því verðlaus í höndum rétthafans frá upphafi. Rétturinn sem nú væri á höndum dánarbúsins yrði því ekki metinn til fjár á peningalegan mælikvarða og hefðu áfrýjendur því ekki orðið fyrir fjártjóni við eignarnámið 2007. Var Kópavogsbær því sýknaður af kröfum áfrýjenda. Varð tvisvar skattakóngur Til marks um það hversu miklir fjármunir eru í húfi vegna jarðarinnar má benda á það að Þorsteinn Hjaltested, sem lést árið 2018 aðeins 58 ára ára gamall, varð tvisvar skattakóngur Íslands vegna greiðslna sem hann fékk eftir eignarnám. Áður en Þorsteinn lést tók Kópavogsbær hundruð hektara af jörðinni eignarnámi og greiddi Þorsteini 2,25 milljarða í eignarnámsbætur. Í kjölfar eignarnámsins var hann skattakóngur Íslands árin 2010 og 2011.
Deilur um Vatnsendaland Dómsmál Kópavogur Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að áfrýja í Vatnsendamáli Kópavogsbær hefur ekki tekið ákvörðun um að áfrýja ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins, 1,4 milljarða króna ásamt vöxtum í deilum um Vatnsendaland. Bærinn hefur undanfarin ár verið með varúðarfærslur vegna málsins í bókum sínum. 7. júlí 2023 16:16 75 milljarða krafa á Kópavogsbæ fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir 75 milljarða kröfu erfingja Sigurðar K. Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar. Erfingjarnir krefja Kópavogsbæ um milljarðana, en bærinn var sýknaður í Landsrétti í júní á þessu ári. 14. september 2022 22:45 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Ekki tekið ákvörðun um að áfrýja í Vatnsendamáli Kópavogsbær hefur ekki tekið ákvörðun um að áfrýja ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins, 1,4 milljarða króna ásamt vöxtum í deilum um Vatnsendaland. Bærinn hefur undanfarin ár verið með varúðarfærslur vegna málsins í bókum sínum. 7. júlí 2023 16:16
75 milljarða krafa á Kópavogsbæ fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir 75 milljarða kröfu erfingja Sigurðar K. Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar. Erfingjarnir krefja Kópavogsbæ um milljarðana, en bærinn var sýknaður í Landsrétti í júní á þessu ári. 14. september 2022 22:45