Braut húsaleigulög með litavalinu Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2025 08:56 Kærunefnd húsamála segir að leigjandinn hafi með litavalinu brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga. Getty Leigusala er heimilt að fá greiddar tíu þúsund krónur úr tryggingu fyrrverandi leigjanda síns sem hafði málað veggi í íbúðinni í dökkgráum lit í stað þess málarahvíta litar sem fyrir var og var sömuleiðis að finna á öðrum veggjum íbúðarinnar. Leigjandinn hafi með litavalinu brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga. Þetta er niðurstaða kærunefndar húsamála sem tók málið fyrir. Leigusalinn ákvað að fara með málið fyrir nefndina þar sem hann fór fram á greiðslu úr tryggingu vegna útlagðs kostnaðar við málun veggja eftir að leigutíma lauk. Þurfti að mála „sjúskaðan“ vegg í svefnherbergi Leigusalinn sagði leigjandann hafa með máluninni og litavalinu gert breytingar á húsnæðinu án samþykkis. Fram kemur að leigjandinn hafi óskað eftir leyfi fyrir því að mála vegg í svefnherberginu í svipuðum lit og fyrir var enda hafi veggurinn verið orðinn „sjúskaður“. Leigusalinn veitti leyfi fyrir máluninni en óskaði þess að veggurinn yrði málaður í málarahvítum lit. Leigusalinn sagðist munu endurgreiða leigjandanum efniskostnað vegna málningarvinnunnar ef svo yrði gert. Við skil á íbúðinni kom hins vegar í ljós að tveir veggir, annars vegar í stofu og hins vegar í svefnherbergi, alls um tuttugu fermetrar að stærð, höfðu verið málaðir með dökkgrárri og hrjúfri málningu sem hafi ekki verið í samræmi við samkomulag leigusalans og leigjandans. Leigusalinn fór því fram á alls rúmlega 30 þúsund krónur úr tryggingunni vegna efniskostnaðar við það að mála veggina málarahvíta. Þessu hafnaði leigjandinn og rataði málið því fyrir kærunefndina. Deilt um skilaboð Við meðferð málsins hjá kærunefndinni lagði leigjandinn fram þau skilaboð sem fóru hans og leigusalans í milli. Vildi leigjandinn meina að þau sýndu fram á að leigusalinn hefði veitt leyfi fyrir því að veggir yrðu málaðir gráir. „…ég hef tekið eftir að amk 1 veggur inni hjá fyrrum meðleigjanda er smá sjúskaður og ég vildi athuga hvort ég mætti fá leyfi til að mála veggina? (líklega svipaðan lit og er nú þegar eða ljós grár),“ sagði í skilaboðum leigjandans. Leigusalinn hafi svarað þessu þessu þremur dögum síðar: „… bara flott ef þú vilt mála vegginn, ég myndi helst kjósa að hann væri í sama lit sem er held ég „málarahvítt“ svo ef þú málar herbergið í þeim lit skal ég endurgreiða þér efniskostnað, sendu mér bara kvittun“. Leigjandinn vildi meina að með þessu að leigusalinn hefði með skilaboðunum veitt leyfi fyrir því að veggir yrði málaðir gráir en að efniskostnaður fengist ekki endurgreiddur nema ef málarahvítur yrði valinn. „Varnaraðili [leigjandinn] hafi málað þrjá af fjórum veggjum í málarahvítu og sent kvittun fyrir efniskostnaði við að mála þrjá veggi. Varnaraðili hefði aldrei málað vegg í umdeilda dökkgráa litnum hefði það verið skýrt tekið fram að óheimilt væri að mála í öðrum lit en hafi verið þar áður, eins og það sé orðað í kröfu sóknaraðila. Í kröfunni reyni hann að hagræða sannleikanum sér í hag, en ljóst sé að aldrei hafi verið sett þau skilyrði að málað yrði í sama lit og hafi verið fyrir,“ segir í úrskurðinum. Leigusalinn sagði að hann hafi „með hófsemdarsjónarmið að leiðarljósi“ ákveðið að framkvæma verkið sjálfur og einungis gert kröfu vegna beins efniskostnaðar.Getty Leigjandinn sakaði svo leigusalann um að hafa gefið upp verð á dýrari málningu en notuð var til að geta sótt hærri kröfu í trygginguna. Þá vildi leigjandinn sömuleiðis meina að leigusalinn hafi með þessu verið að fá sig til að greiða fyrir málun baðherbergislofts íbúðarinnar. Í úrskurðinum segir ennfremur að leigusalinn hafi fengið í óformlegt tilboð í verkið frá málara sem hljóðaði upp á 185 þúsund krónur. „Með hófsemdarsjónarmið að leiðarljósi“ hafi leigusalinn hins vegar ákveðið að framkvæma verkið sjálfur og einungis gert kröfu vegna beins efniskostnaðar. Í andstöðu við lög og samning Í niðurstöðukafla úrskurðar kærunefndarinnar segir að ekki verði hægt að fallast á allar kröfur leigusalans. Hins vegar tekur kærunefnin undir kröfur leigusalans vegna ákvörðunar leigjandans að mála tvo veggi í íbúðinni með dökkgrárri málningu. Ekki verði af samskiptum deiluaðila séð að samþykki leigusalans lægi fyrir því að mála veggina dökkgráa. Breytingin á húsnæðinu hafi því bæði verið í andstöðu við ákvæði húsaleigulaga og leigusamning. „Fyrir liggur að sóknaraðili hefur málað vegginn á nýjan leik í ljósari lit. Krafa sóknaraðila vegna þessa liðar er að fjárhæð 20.795 kr. en hann hefur ekki lagt fram kvittun fyrir kostnaðinum. Þykir kærunefnd því rétt að ákveða bætur að álitum, sem eru hæfilega ákveðnar 10.000 kr. í þessu tilviki,“ segir í úrskurðinum. Leigumarkaður Neytendur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar húsamála sem tók málið fyrir. Leigusalinn ákvað að fara með málið fyrir nefndina þar sem hann fór fram á greiðslu úr tryggingu vegna útlagðs kostnaðar við málun veggja eftir að leigutíma lauk. Þurfti að mála „sjúskaðan“ vegg í svefnherbergi Leigusalinn sagði leigjandann hafa með máluninni og litavalinu gert breytingar á húsnæðinu án samþykkis. Fram kemur að leigjandinn hafi óskað eftir leyfi fyrir því að mála vegg í svefnherberginu í svipuðum lit og fyrir var enda hafi veggurinn verið orðinn „sjúskaður“. Leigusalinn veitti leyfi fyrir máluninni en óskaði þess að veggurinn yrði málaður í málarahvítum lit. Leigusalinn sagðist munu endurgreiða leigjandanum efniskostnað vegna málningarvinnunnar ef svo yrði gert. Við skil á íbúðinni kom hins vegar í ljós að tveir veggir, annars vegar í stofu og hins vegar í svefnherbergi, alls um tuttugu fermetrar að stærð, höfðu verið málaðir með dökkgrárri og hrjúfri málningu sem hafi ekki verið í samræmi við samkomulag leigusalans og leigjandans. Leigusalinn fór því fram á alls rúmlega 30 þúsund krónur úr tryggingunni vegna efniskostnaðar við það að mála veggina málarahvíta. Þessu hafnaði leigjandinn og rataði málið því fyrir kærunefndina. Deilt um skilaboð Við meðferð málsins hjá kærunefndinni lagði leigjandinn fram þau skilaboð sem fóru hans og leigusalans í milli. Vildi leigjandinn meina að þau sýndu fram á að leigusalinn hefði veitt leyfi fyrir því að veggir yrðu málaðir gráir. „…ég hef tekið eftir að amk 1 veggur inni hjá fyrrum meðleigjanda er smá sjúskaður og ég vildi athuga hvort ég mætti fá leyfi til að mála veggina? (líklega svipaðan lit og er nú þegar eða ljós grár),“ sagði í skilaboðum leigjandans. Leigusalinn hafi svarað þessu þessu þremur dögum síðar: „… bara flott ef þú vilt mála vegginn, ég myndi helst kjósa að hann væri í sama lit sem er held ég „málarahvítt“ svo ef þú málar herbergið í þeim lit skal ég endurgreiða þér efniskostnað, sendu mér bara kvittun“. Leigjandinn vildi meina að með þessu að leigusalinn hefði með skilaboðunum veitt leyfi fyrir því að veggir yrði málaðir gráir en að efniskostnaður fengist ekki endurgreiddur nema ef málarahvítur yrði valinn. „Varnaraðili [leigjandinn] hafi málað þrjá af fjórum veggjum í málarahvítu og sent kvittun fyrir efniskostnaði við að mála þrjá veggi. Varnaraðili hefði aldrei málað vegg í umdeilda dökkgráa litnum hefði það verið skýrt tekið fram að óheimilt væri að mála í öðrum lit en hafi verið þar áður, eins og það sé orðað í kröfu sóknaraðila. Í kröfunni reyni hann að hagræða sannleikanum sér í hag, en ljóst sé að aldrei hafi verið sett þau skilyrði að málað yrði í sama lit og hafi verið fyrir,“ segir í úrskurðinum. Leigusalinn sagði að hann hafi „með hófsemdarsjónarmið að leiðarljósi“ ákveðið að framkvæma verkið sjálfur og einungis gert kröfu vegna beins efniskostnaðar.Getty Leigjandinn sakaði svo leigusalann um að hafa gefið upp verð á dýrari málningu en notuð var til að geta sótt hærri kröfu í trygginguna. Þá vildi leigjandinn sömuleiðis meina að leigusalinn hafi með þessu verið að fá sig til að greiða fyrir málun baðherbergislofts íbúðarinnar. Í úrskurðinum segir ennfremur að leigusalinn hafi fengið í óformlegt tilboð í verkið frá málara sem hljóðaði upp á 185 þúsund krónur. „Með hófsemdarsjónarmið að leiðarljósi“ hafi leigusalinn hins vegar ákveðið að framkvæma verkið sjálfur og einungis gert kröfu vegna beins efniskostnaðar. Í andstöðu við lög og samning Í niðurstöðukafla úrskurðar kærunefndarinnar segir að ekki verði hægt að fallast á allar kröfur leigusalans. Hins vegar tekur kærunefnin undir kröfur leigusalans vegna ákvörðunar leigjandans að mála tvo veggi í íbúðinni með dökkgrárri málningu. Ekki verði af samskiptum deiluaðila séð að samþykki leigusalans lægi fyrir því að mála veggina dökkgráa. Breytingin á húsnæðinu hafi því bæði verið í andstöðu við ákvæði húsaleigulaga og leigusamning. „Fyrir liggur að sóknaraðili hefur málað vegginn á nýjan leik í ljósari lit. Krafa sóknaraðila vegna þessa liðar er að fjárhæð 20.795 kr. en hann hefur ekki lagt fram kvittun fyrir kostnaðinum. Þykir kærunefnd því rétt að ákveða bætur að álitum, sem eru hæfilega ákveðnar 10.000 kr. í þessu tilviki,“ segir í úrskurðinum.
Leigumarkaður Neytendur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira