Guðrún boðar til fundar Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2025 11:34 Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið hvött til að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur boðað til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardag. Leiða má líkur að því að þar muni hún tilkynna framboð til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. „Nú styttist óðum í að Sjálfstæðismenn komi saman á landsfundi til að skerpa á stefnu flokksins og velja sér nýja forystu. Þar munum við ræða um framtíðina, frelsi einstaklingsins og hvernig við tryggjum sterkt og frjálst samfélag til hagsbóta fyrir alla landsmenn,“ segir í fréttatilkynningu frá Guðrúnu. Telur rétt að eiga samtal við félaga sína Fyrir fjórum árum, eftir áratuga starf í atvinnulífinu, hafi hún fundið köllun til að bjóða fram krafta sína í þeirri viðleitni að móta íslenskt samfélag. Sú vegferð hafi verið krefjandi, lærdómsrík og gefandi. Hún hafi notið hverrar stundar og lagt sig fram um að standa vörð um þau grunngildi Sjálfstæðismenn trúa á – frelsi, jafnrétti og rétt einstaklinga til að nýta krafta sína til fulls. „Á þessum tímamótum í Sjálfstæðisflokknum tel ég rétt að taka samtal við flokksfélaga mína og boða ég til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardaginn kemur, 8 febrúar, klukkan 14:00.“ Stefnir í slag um mánaðamót Fari svo að Guðrún tilkynni um framboð til formanns, sem má svo gott sem fullyrða að hún geri, er ljóst að boðið verður upp á áhugaverðan formannsslag í Laugardalshöll um mánaðamótin komandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, einnig þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, tilkynnti um framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins á vel sóttum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll fyrir tíu dögum. Vísir fór á vettvang og rýndi í það hverjir mættu og, það sem meira er, hverjir mættu ekki. Ýmsir þungavigtarmenn í flokknum hlýddu á Áslaugu Örnu tilkynna framboð sitt og ljóst er að hún nýtur mikils stuðnings í flokknum og meðal þeirra sem haft geta áhrif á kjör um formann. Áslaug Arna er þó fjarri lagi ein um það að njóta stuðnings í flokknum. Sjálfstæðisfélög í Suðurkjördæmi hafa undanfarið keppst við að lýsa yfir stuðningi sínum við Guðrúnu og hvetja hana til að taka slaginn við Áslaugu. Nú síðast tóku tíu oddvitar á Suðurlandi sig saman og skoruðu á hana að bjóða sig fram til formanns. Hvor fær atkvæðin sem hefðu verið greidd Guðlaugi Þór? Þá tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á mánudag að hann myndi ekki sækjast eftir embætti formanns. Hann gaf kost á sér á síðasta landsfundi gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni, og hlaut fjörutíu prósent greiddra atkvæða. Hann hefur um árabil verið vinsæll meðal stórrar fylkingar innan flokksins. Eins og stendur er ómögulegt að segja til um það hvort „Gulla-atkvæðin“ falli með Áslaugu Örnu eða Guðrúnu. Loks má nefna að fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur tilkynnt framboð til formanns. Enn er þó óljóst hvort hann eigi sæti víst á landsfundi og þar með óljóst með kjörgengi hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05 Áslaug ætlar í formanninn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. 26. janúar 2025 12:38 Enginn megi vera krýndur formaður Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. 25. janúar 2025 19:03 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Sjá meira
„Nú styttist óðum í að Sjálfstæðismenn komi saman á landsfundi til að skerpa á stefnu flokksins og velja sér nýja forystu. Þar munum við ræða um framtíðina, frelsi einstaklingsins og hvernig við tryggjum sterkt og frjálst samfélag til hagsbóta fyrir alla landsmenn,“ segir í fréttatilkynningu frá Guðrúnu. Telur rétt að eiga samtal við félaga sína Fyrir fjórum árum, eftir áratuga starf í atvinnulífinu, hafi hún fundið köllun til að bjóða fram krafta sína í þeirri viðleitni að móta íslenskt samfélag. Sú vegferð hafi verið krefjandi, lærdómsrík og gefandi. Hún hafi notið hverrar stundar og lagt sig fram um að standa vörð um þau grunngildi Sjálfstæðismenn trúa á – frelsi, jafnrétti og rétt einstaklinga til að nýta krafta sína til fulls. „Á þessum tímamótum í Sjálfstæðisflokknum tel ég rétt að taka samtal við flokksfélaga mína og boða ég til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardaginn kemur, 8 febrúar, klukkan 14:00.“ Stefnir í slag um mánaðamót Fari svo að Guðrún tilkynni um framboð til formanns, sem má svo gott sem fullyrða að hún geri, er ljóst að boðið verður upp á áhugaverðan formannsslag í Laugardalshöll um mánaðamótin komandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, einnig þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, tilkynnti um framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins á vel sóttum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll fyrir tíu dögum. Vísir fór á vettvang og rýndi í það hverjir mættu og, það sem meira er, hverjir mættu ekki. Ýmsir þungavigtarmenn í flokknum hlýddu á Áslaugu Örnu tilkynna framboð sitt og ljóst er að hún nýtur mikils stuðnings í flokknum og meðal þeirra sem haft geta áhrif á kjör um formann. Áslaug Arna er þó fjarri lagi ein um það að njóta stuðnings í flokknum. Sjálfstæðisfélög í Suðurkjördæmi hafa undanfarið keppst við að lýsa yfir stuðningi sínum við Guðrúnu og hvetja hana til að taka slaginn við Áslaugu. Nú síðast tóku tíu oddvitar á Suðurlandi sig saman og skoruðu á hana að bjóða sig fram til formanns. Hvor fær atkvæðin sem hefðu verið greidd Guðlaugi Þór? Þá tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á mánudag að hann myndi ekki sækjast eftir embætti formanns. Hann gaf kost á sér á síðasta landsfundi gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni, og hlaut fjörutíu prósent greiddra atkvæða. Hann hefur um árabil verið vinsæll meðal stórrar fylkingar innan flokksins. Eins og stendur er ómögulegt að segja til um það hvort „Gulla-atkvæðin“ falli með Áslaugu Örnu eða Guðrúnu. Loks má nefna að fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur tilkynnt framboð til formanns. Enn er þó óljóst hvort hann eigi sæti víst á landsfundi og þar með óljóst með kjörgengi hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05 Áslaug ætlar í formanninn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. 26. janúar 2025 12:38 Enginn megi vera krýndur formaður Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. 25. janúar 2025 19:03 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Sjá meira
Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05
Áslaug ætlar í formanninn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. 26. janúar 2025 12:38
Enginn megi vera krýndur formaður Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. 25. janúar 2025 19:03