Arteta vonsvikinn Aron Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2025 12:31 Mikel Arteta ræðir hér við sína menn Vísir/Getty Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er vonsvikinn með þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta nýjum leikmanni við leikmannahóp sinn í nýafstöðnum félagsskiptaglugga. Vonir stuðningsmanna Arsenal voru bundnar við að félagið myndi sækja framherja í glugganum í ljósi meiðsla Gabriel Jesus sem verður lengi frá eftir að hafa slitið krossband og þá er Bukayo Saka enn frá vegna meiðsla. Þjóðverjinn Kai Havertz hefur borið hitann og þungann sem framherji liðsins upp á síðkastið. Arsenal kannaði ýmsa möguleika í félagsskiptaglugganum, gerði meðal annars tilboð í Ollie Watkins framherja Aston Villa og könnuðu möguleikann á því að sækja Mathys Tel frá Bayern Munchen en sá endaði hjá Tottenham á láni út tímabilið. Arsenal mætir Newcastle United í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins og á blaðamannafundi fyrir leikinn lýsti Arteta yfir vonbrigðum sínum. „Við vorum með skýr markmið. Að leita leiða til þess að bæta leikmannahópinn með ákveðinni týpu af leikmönnum. Við náðum því ekki og erum því vonsviknir en erum þó einnig meðvitaðir um að við viljum aðeins ákveðna týpu af leikmönnum. Við þurfum að vera agaðir í okkar nálgun og við vorum það að mínu mati,“ sagði Arteta á blaðamannafundinum. Aðspurður hvort hann væri sérstaklega pirraður út í þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta við framherja svaraði Arteta því neitandi. „Vegna þess að við gerðum okkar besta, fórum rétt að hlutunum,“ sagði Arteta. „Auðvitað getum við dregið lærdóm frá þessu, getum það alltaf, en svo verðum við að halda áfram. Það er engin leið að vita á þessari stundu hvort það hefði verið betra að semja við einhvern eða ekki. Við munum líklegast fá svar við þeirri spurningu í lok tímabilsins.“ Arsenal er sem stendur í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á einnig leik til góða. Þá er Arsenal komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, á fyrir höndum leik kvöldsins í undanúrslitum deildarbikarsins en er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Vonir stuðningsmanna Arsenal voru bundnar við að félagið myndi sækja framherja í glugganum í ljósi meiðsla Gabriel Jesus sem verður lengi frá eftir að hafa slitið krossband og þá er Bukayo Saka enn frá vegna meiðsla. Þjóðverjinn Kai Havertz hefur borið hitann og þungann sem framherji liðsins upp á síðkastið. Arsenal kannaði ýmsa möguleika í félagsskiptaglugganum, gerði meðal annars tilboð í Ollie Watkins framherja Aston Villa og könnuðu möguleikann á því að sækja Mathys Tel frá Bayern Munchen en sá endaði hjá Tottenham á láni út tímabilið. Arsenal mætir Newcastle United í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins og á blaðamannafundi fyrir leikinn lýsti Arteta yfir vonbrigðum sínum. „Við vorum með skýr markmið. Að leita leiða til þess að bæta leikmannahópinn með ákveðinni týpu af leikmönnum. Við náðum því ekki og erum því vonsviknir en erum þó einnig meðvitaðir um að við viljum aðeins ákveðna týpu af leikmönnum. Við þurfum að vera agaðir í okkar nálgun og við vorum það að mínu mati,“ sagði Arteta á blaðamannafundinum. Aðspurður hvort hann væri sérstaklega pirraður út í þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta við framherja svaraði Arteta því neitandi. „Vegna þess að við gerðum okkar besta, fórum rétt að hlutunum,“ sagði Arteta. „Auðvitað getum við dregið lærdóm frá þessu, getum það alltaf, en svo verðum við að halda áfram. Það er engin leið að vita á þessari stundu hvort það hefði verið betra að semja við einhvern eða ekki. Við munum líklegast fá svar við þeirri spurningu í lok tímabilsins.“ Arsenal er sem stendur í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á einnig leik til góða. Þá er Arsenal komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, á fyrir höndum leik kvöldsins í undanúrslitum deildarbikarsins en er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira