Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2025 21:04 Sveinn Waage, sem er framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center. Hann segir að sjálfhreinsandi salernin hafi algjörlega slegið í gegn á nýja staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjálfhreinsandi salerna er það nýjasta í ferðaþjónustu á Suðurlandi en slík salerni vekja alltaf mikla athygli og lukku hjá ferðamönnum en þau eru opinn allan sólarhringinn. Á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn er risin þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn þar sem hægt er að fá hraðhleðslu á bílinn og þar er líka verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð, svo ekki sé minnst á sjálfshreinsandi salernin, sem hafa slegið í gegn. „Það er þrifið fyrir hvern og einn kúnna. Hvert klósett er sem sagt með tveimur skálum. Hérna sjáum við aðra þeirra og þegar þú ert búin á klósettinu þá fer þetta svona heilhring bak við og háþrýstiþvottur á allt klósettið og gólfið er þrifið líka þannig að þetta er tandurhreint fyrir hvern og einn kúnna sem kemur,” segir Sveinn Waage, framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center og bætir við. „Við höfum fengið mikil viðbrögð og við segjum stundum í laumi að það sem við viljum gera mjög vel, bæði matur inn og út og hérna erum við og hérna erum við vonandi að standa við það. Fólk er mjög ánægt með matinn og það eru allir ánægðir með að komast á hreint klósett”. „Ég er nú ekki búin að prófa þau enn þá en þau virðast vera mjög hátæknileg. Ég veit ekki hvort þetta sé klósett eða Geimskip,” segir Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri hlægjandi. Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri sem áttar sig ekki alveg á því hvort nýju salernin séu klósett eða Geimskip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laufey Welcome Center er ný þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að nýi staðurinn, Laufey Welcome Center hafi fengið mjög góðar móttökur en hann er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring. Veitingastaðurinn er opinn á daginn og fram á kvöld en eftir það er honum lokað með sérstöku hliði en sjálfsafgreiðsla er í versluninni alla nóttina. Nýi staðurinn er opinn allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki hægt að fá eldsneyti á bílinn á nýja staðnum eða hvað? „Þetta er fyrsta kannski bensínlausa bensínstöðin ef það má orða það þannig en við tökum þetta skref og við höfum séð það erlendis hjá Teslu og fleirum að fólk vill frekar kannski hlaða þar sem það getur gert eitthvað meira heldur en bara bíða í bílnum þótt þetta séu orðnir flottir bílar,” segir Sveinn. Ekkert er hægt að fá bensín á nýja staðnum því þar eru eingöngu hraðhleðslustöðvar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju sjálfhreinsandi salernin vekja alltaf mikla lukku á nýja staðnum enda ekki hægt að fara á hreinni salerni.Aðsend Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Ferðalög Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn er risin þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn þar sem hægt er að fá hraðhleðslu á bílinn og þar er líka verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð, svo ekki sé minnst á sjálfshreinsandi salernin, sem hafa slegið í gegn. „Það er þrifið fyrir hvern og einn kúnna. Hvert klósett er sem sagt með tveimur skálum. Hérna sjáum við aðra þeirra og þegar þú ert búin á klósettinu þá fer þetta svona heilhring bak við og háþrýstiþvottur á allt klósettið og gólfið er þrifið líka þannig að þetta er tandurhreint fyrir hvern og einn kúnna sem kemur,” segir Sveinn Waage, framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center og bætir við. „Við höfum fengið mikil viðbrögð og við segjum stundum í laumi að það sem við viljum gera mjög vel, bæði matur inn og út og hérna erum við og hérna erum við vonandi að standa við það. Fólk er mjög ánægt með matinn og það eru allir ánægðir með að komast á hreint klósett”. „Ég er nú ekki búin að prófa þau enn þá en þau virðast vera mjög hátæknileg. Ég veit ekki hvort þetta sé klósett eða Geimskip,” segir Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri hlægjandi. Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri sem áttar sig ekki alveg á því hvort nýju salernin séu klósett eða Geimskip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laufey Welcome Center er ný þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að nýi staðurinn, Laufey Welcome Center hafi fengið mjög góðar móttökur en hann er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring. Veitingastaðurinn er opinn á daginn og fram á kvöld en eftir það er honum lokað með sérstöku hliði en sjálfsafgreiðsla er í versluninni alla nóttina. Nýi staðurinn er opinn allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki hægt að fá eldsneyti á bílinn á nýja staðnum eða hvað? „Þetta er fyrsta kannski bensínlausa bensínstöðin ef það má orða það þannig en við tökum þetta skref og við höfum séð það erlendis hjá Teslu og fleirum að fólk vill frekar kannski hlaða þar sem það getur gert eitthvað meira heldur en bara bíða í bílnum þótt þetta séu orðnir flottir bílar,” segir Sveinn. Ekkert er hægt að fá bensín á nýja staðnum því þar eru eingöngu hraðhleðslustöðvar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju sjálfhreinsandi salernin vekja alltaf mikla lukku á nýja staðnum enda ekki hægt að fara á hreinni salerni.Aðsend
Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Ferðalög Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira