„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 22:03 Þeir Guðmundur Kári Björnsson, Hákon Arnar Brynjarsson og Viktor Áki Bjarnason nemendur í skólum í verkföllum ætla að nota tímann vel meðan á þeim stendur. Þeir standa með kennurum. Vísir/Bjarni Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Fimm þúsund nemendur sátu því heima í morgun. Í leikskólunum eru verkföllin ótímabundin en tímabundin í grunnskólunum og standa ýmist til 21. eða 26 febrúar takist ekki að semja fyrir þann tíma. Vilja að kennarar fái góð laun Guðmundur Kári Björnsson nemandi í Engjaskóla í Reykjavík sem er í verkfalli var nokkuð sáttur við fríið en stendur með kennurum. „Það er bara gaman að vera í verkfalli en mér finnst ósanngjarnt að kennarnir fái ekki góð launm“ segir Guðmundur. Guðmundur ætlar að nota tímann vel meðan á verkfallsaðgerðum stendur en vonar að þær verði ekki lengi. „Ég myndi helst bara vilja vera í fríi í viku, mánuður er svolítið mikið. Ég svaf fram eftir í morgun, það kemur kemur örugglega einhver óregla á svefninn. Ég fæ að komast oftar til trommukennarans en áður meðan verkfallið stendur,“ segir Guðmundur. Strákar í Árbæjarskóla ætla að nýta tímann í fótboltaæfingar og hitta vini sína. „Ég er ekki búinn að plana neitt sérstakt bara að vera með vinum mínum meðan að verkfallið er,“ segir Hákon Arnar Brynjarsson í áttunda bekk Árbæjarskóla. „ Ég ætla að laga til í kjallaranum og búa til svakalegt herbergi þar. Það er bara drasl þar núna. Ég ætla að gera kjallarann flottan aftur,“ segir Viktor Áki Bjarnason nemandi í áttunda bekk Árbæjarskóla. Þeir félgar standa með kennurum. „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því,“ segja þeir einum róm. Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Fimm þúsund nemendur sátu því heima í morgun. Í leikskólunum eru verkföllin ótímabundin en tímabundin í grunnskólunum og standa ýmist til 21. eða 26 febrúar takist ekki að semja fyrir þann tíma. Vilja að kennarar fái góð laun Guðmundur Kári Björnsson nemandi í Engjaskóla í Reykjavík sem er í verkfalli var nokkuð sáttur við fríið en stendur með kennurum. „Það er bara gaman að vera í verkfalli en mér finnst ósanngjarnt að kennarnir fái ekki góð launm“ segir Guðmundur. Guðmundur ætlar að nota tímann vel meðan á verkfallsaðgerðum stendur en vonar að þær verði ekki lengi. „Ég myndi helst bara vilja vera í fríi í viku, mánuður er svolítið mikið. Ég svaf fram eftir í morgun, það kemur kemur örugglega einhver óregla á svefninn. Ég fæ að komast oftar til trommukennarans en áður meðan verkfallið stendur,“ segir Guðmundur. Strákar í Árbæjarskóla ætla að nýta tímann í fótboltaæfingar og hitta vini sína. „Ég er ekki búinn að plana neitt sérstakt bara að vera með vinum mínum meðan að verkfallið er,“ segir Hákon Arnar Brynjarsson í áttunda bekk Árbæjarskóla. „ Ég ætla að laga til í kjallaranum og búa til svakalegt herbergi þar. Það er bara drasl þar núna. Ég ætla að gera kjallarann flottan aftur,“ segir Viktor Áki Bjarnason nemandi í áttunda bekk Árbæjarskóla. Þeir félgar standa með kennurum. „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því,“ segja þeir einum róm.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira