„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 22:03 Þeir Guðmundur Kári Björnsson, Hákon Arnar Brynjarsson og Viktor Áki Bjarnason nemendur í skólum í verkföllum ætla að nota tímann vel meðan á þeim stendur. Þeir standa með kennurum. Vísir/Bjarni Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Fimm þúsund nemendur sátu því heima í morgun. Í leikskólunum eru verkföllin ótímabundin en tímabundin í grunnskólunum og standa ýmist til 21. eða 26 febrúar takist ekki að semja fyrir þann tíma. Vilja að kennarar fái góð laun Guðmundur Kári Björnsson nemandi í Engjaskóla í Reykjavík sem er í verkfalli var nokkuð sáttur við fríið en stendur með kennurum. „Það er bara gaman að vera í verkfalli en mér finnst ósanngjarnt að kennarnir fái ekki góð launm“ segir Guðmundur. Guðmundur ætlar að nota tímann vel meðan á verkfallsaðgerðum stendur en vonar að þær verði ekki lengi. „Ég myndi helst bara vilja vera í fríi í viku, mánuður er svolítið mikið. Ég svaf fram eftir í morgun, það kemur kemur örugglega einhver óregla á svefninn. Ég fæ að komast oftar til trommukennarans en áður meðan verkfallið stendur,“ segir Guðmundur. Strákar í Árbæjarskóla ætla að nýta tímann í fótboltaæfingar og hitta vini sína. „Ég er ekki búinn að plana neitt sérstakt bara að vera með vinum mínum meðan að verkfallið er,“ segir Hákon Arnar Brynjarsson í áttunda bekk Árbæjarskóla. „ Ég ætla að laga til í kjallaranum og búa til svakalegt herbergi þar. Það er bara drasl þar núna. Ég ætla að gera kjallarann flottan aftur,“ segir Viktor Áki Bjarnason nemandi í áttunda bekk Árbæjarskóla. Þeir félgar standa með kennurum. „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því,“ segja þeir einum róm. Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Fimm þúsund nemendur sátu því heima í morgun. Í leikskólunum eru verkföllin ótímabundin en tímabundin í grunnskólunum og standa ýmist til 21. eða 26 febrúar takist ekki að semja fyrir þann tíma. Vilja að kennarar fái góð laun Guðmundur Kári Björnsson nemandi í Engjaskóla í Reykjavík sem er í verkfalli var nokkuð sáttur við fríið en stendur með kennurum. „Það er bara gaman að vera í verkfalli en mér finnst ósanngjarnt að kennarnir fái ekki góð launm“ segir Guðmundur. Guðmundur ætlar að nota tímann vel meðan á verkfallsaðgerðum stendur en vonar að þær verði ekki lengi. „Ég myndi helst bara vilja vera í fríi í viku, mánuður er svolítið mikið. Ég svaf fram eftir í morgun, það kemur kemur örugglega einhver óregla á svefninn. Ég fæ að komast oftar til trommukennarans en áður meðan verkfallið stendur,“ segir Guðmundur. Strákar í Árbæjarskóla ætla að nýta tímann í fótboltaæfingar og hitta vini sína. „Ég er ekki búinn að plana neitt sérstakt bara að vera með vinum mínum meðan að verkfallið er,“ segir Hákon Arnar Brynjarsson í áttunda bekk Árbæjarskóla. „ Ég ætla að laga til í kjallaranum og búa til svakalegt herbergi þar. Það er bara drasl þar núna. Ég ætla að gera kjallarann flottan aftur,“ segir Viktor Áki Bjarnason nemandi í áttunda bekk Árbæjarskóla. Þeir félgar standa með kennurum. „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því,“ segja þeir einum róm.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent