Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 11:57 Konan virðist hafa haft Sjúkratryggingar Íslands að féþúfu um árabil. Vísir/Egill Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar. Í ákæru í málinu segir að konan, sem er á sextugsaldri, sé ákærð fyrir fyrir skjalafals í opinberu starfi, en til vara fjársvik í opinberu starfi, á árunum 2013 til og með 2024, með því að hafa í starfi sínu sem starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands og sem verkefnastjóri stofnunarinnar frá árinu 2014, án heimildar og í blekkingarskyni, falsað í 216 tilvikum kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands í Reykjavík að fjárhæð samtals 156,3 milljónir krónur, sem áttu sér ekki stoð, í nafni þriggja einstaklinga Það er eiginmanns hennar, sem nú sé látinn og sona hennar, sem séu báðir á fertugsaldri. Skráði fjölskyldumeðlimi sem fylgdarmenn Kröfurnar hafi annars vegar verið vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar með því að skrá þá sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar, hafi hún blekkt aðra starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands til að samþykkja þær en kröfurnar hafi að lokum verið greiddar út til konunnar og eiginmanns hennar. Alls hafi SÍ greitt eiginmanni hennar 27 milljónir króna og 16 milljónir króna hafi endað inni á reikningi konunnar. Synirnir tóku við 49 og 80 milljónum Þá segir að konan hafi komið því til leiðar að SÍ greiddi eldri syni konunnar alls 49 milljónir króna í 70 millifærslum. Í kjölfarið hafi sonurinn millifært 44 milljónir króna inn á reikning móður sinnar. Loks hafi SÍ greitt yngri syni hennar 80,2 milljónir króna í 85 millifærslum. Hann hafi svo ráðstafað 72,5 milljónum króna til móður sinnar. Synirnir ákærðir fyrir peningaþvætti Í málinu eru synir konunnar tveir einnig ákærðir fyrir peningaþvætti. Í ákærunni segir að eldri sonurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 17. desember 2013 til og með 5. desember 2023 móttekið í 70 tilvikum samtals 48.862.751 krónur á bankareikning sinn frá Sjúkratryggingum Íslands, sem hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum. Hann hafi vitað eða ekki geta dulist að um ávinning af refsiverðum brotum móður hans hafi verið að ræða. Þá segir að yngri sonurinn hafi verið ákærður fyrir sömu háttsemi á tímabilinu 11. ágúst 2014 til og með 29. febrúar 2024, með því að hafa móttekið í 85 tilvikum samtals 80.285.929 krónur. Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira
Í ákæru í málinu segir að konan, sem er á sextugsaldri, sé ákærð fyrir fyrir skjalafals í opinberu starfi, en til vara fjársvik í opinberu starfi, á árunum 2013 til og með 2024, með því að hafa í starfi sínu sem starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands og sem verkefnastjóri stofnunarinnar frá árinu 2014, án heimildar og í blekkingarskyni, falsað í 216 tilvikum kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands í Reykjavík að fjárhæð samtals 156,3 milljónir krónur, sem áttu sér ekki stoð, í nafni þriggja einstaklinga Það er eiginmanns hennar, sem nú sé látinn og sona hennar, sem séu báðir á fertugsaldri. Skráði fjölskyldumeðlimi sem fylgdarmenn Kröfurnar hafi annars vegar verið vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar með því að skrá þá sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar, hafi hún blekkt aðra starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands til að samþykkja þær en kröfurnar hafi að lokum verið greiddar út til konunnar og eiginmanns hennar. Alls hafi SÍ greitt eiginmanni hennar 27 milljónir króna og 16 milljónir króna hafi endað inni á reikningi konunnar. Synirnir tóku við 49 og 80 milljónum Þá segir að konan hafi komið því til leiðar að SÍ greiddi eldri syni konunnar alls 49 milljónir króna í 70 millifærslum. Í kjölfarið hafi sonurinn millifært 44 milljónir króna inn á reikning móður sinnar. Loks hafi SÍ greitt yngri syni hennar 80,2 milljónir króna í 85 millifærslum. Hann hafi svo ráðstafað 72,5 milljónum króna til móður sinnar. Synirnir ákærðir fyrir peningaþvætti Í málinu eru synir konunnar tveir einnig ákærðir fyrir peningaþvætti. Í ákærunni segir að eldri sonurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 17. desember 2013 til og með 5. desember 2023 móttekið í 70 tilvikum samtals 48.862.751 krónur á bankareikning sinn frá Sjúkratryggingum Íslands, sem hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum. Hann hafi vitað eða ekki geta dulist að um ávinning af refsiverðum brotum móður hans hafi verið að ræða. Þá segir að yngri sonurinn hafi verið ákærður fyrir sömu háttsemi á tímabilinu 11. ágúst 2014 til og með 29. febrúar 2024, með því að hafa móttekið í 85 tilvikum samtals 80.285.929 krónur.
Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira