Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2025 13:05 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg en fundurinn fór fram á Selfossi í gær. Lopapeysuna fékk hann í jólagjöf frá konunni sinni, sem hún prjónaði á manninn sinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps var gestur á opnum fundi í vöfflukaffi Framsóknarflokksins í Árborg, sem fór fram á Selfossi í gær. Á fundinum fór Haraldur vítt og breitt yfir sviðið í sveitarfélaginu og ræddi meðal annars um orkumál og virkjanaframkvæmdir, sameiningarmál sveitarfélaga og um þá staðreynd að það væru níu orkusalar á Íslandi með öll sín mismunandi verð. Í dag eru íbúar Skeiða og Gnúpverjahrepps 630 en þeim mun fjölga mikið næstu árin því það á að byggja 500 nýjar íbúðir í byggðakjarnanum í Árnesi vegna mikilla umsvifa í sveitarfélaginu. „Heyrðu, við erum á lokametrunum að klára skipulag. Í Árnesi í dag eru tæplega 30 íbúðir og við erum að skipuleggja hátt í 500 íbúðir, lóðir fyrir 500 íbúðir. Það er gríðarlega uppbygging farin af stað, bæði í þessum virkjunarmálum og svo hjá Bláa lóninu upp í Þjórsárdal og við erum bara að undirbúa það að það verði mikil fjölgun í sveitarfélaginu á næstu árum. Við ætlum að standa okkar plikt í því að hafa nægar lóðir og að það verði byggt mikið af íbúðarhúsnæði,“ segir Haraldur Þór. Íhugulir fundarmenn á fundinum með Haraldi Þór.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Haraldur Þór segir að nú þegar sé sveitarfélagið byrjað að framkvæma og byggja í Árnesi til að hafa alla innviði klára fyrir það sem framundan er. „Við erum að byggja alla innviðina. Við erum að byggja mjög stórt íþróttahús núna og búin að vera í mikilli stefnumótun, ný skólastefna og heildstætt starf. Við ætlum að vera tilbúin þegar íbúarnir koma til þess að starfa í öllum þessum verkefnum, sem verða byggð upp á vegum ferðaþjónustu þannig að þetta er mjög spennandi,“ segir Haraldur Þór. Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru um 630 í dag en á eftir að fjölga mjög mikið á næstu árum ef allar áætlanir ganga eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps var gestur á opnum fundi í vöfflukaffi Framsóknarflokksins í Árborg, sem fór fram á Selfossi í gær. Á fundinum fór Haraldur vítt og breitt yfir sviðið í sveitarfélaginu og ræddi meðal annars um orkumál og virkjanaframkvæmdir, sameiningarmál sveitarfélaga og um þá staðreynd að það væru níu orkusalar á Íslandi með öll sín mismunandi verð. Í dag eru íbúar Skeiða og Gnúpverjahrepps 630 en þeim mun fjölga mikið næstu árin því það á að byggja 500 nýjar íbúðir í byggðakjarnanum í Árnesi vegna mikilla umsvifa í sveitarfélaginu. „Heyrðu, við erum á lokametrunum að klára skipulag. Í Árnesi í dag eru tæplega 30 íbúðir og við erum að skipuleggja hátt í 500 íbúðir, lóðir fyrir 500 íbúðir. Það er gríðarlega uppbygging farin af stað, bæði í þessum virkjunarmálum og svo hjá Bláa lóninu upp í Þjórsárdal og við erum bara að undirbúa það að það verði mikil fjölgun í sveitarfélaginu á næstu árum. Við ætlum að standa okkar plikt í því að hafa nægar lóðir og að það verði byggt mikið af íbúðarhúsnæði,“ segir Haraldur Þór. Íhugulir fundarmenn á fundinum með Haraldi Þór.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Haraldur Þór segir að nú þegar sé sveitarfélagið byrjað að framkvæma og byggja í Árnesi til að hafa alla innviði klára fyrir það sem framundan er. „Við erum að byggja alla innviðina. Við erum að byggja mjög stórt íþróttahús núna og búin að vera í mikilli stefnumótun, ný skólastefna og heildstætt starf. Við ætlum að vera tilbúin þegar íbúarnir koma til þess að starfa í öllum þessum verkefnum, sem verða byggð upp á vegum ferðaþjónustu þannig að þetta er mjög spennandi,“ segir Haraldur Þór. Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru um 630 í dag en á eftir að fjölga mjög mikið á næstu árum ef allar áætlanir ganga eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira