„Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 11:03 Það gekk mikið á milli þeirra Erling Haaland hjá Manchester City og Gabriel hjá Arsenal í fyrri leiknum. Getty/Stuart MacFarlane Slagur Manchester City og Arsenal á Etihad leikvanginum í september olli engum vonbrigðum og er einn af leikjum ársins. Liðin mætast aftur á heimavelli Arsenal í dag. Arsenal komst 2-1 yfir á móti City í fyrri leiknum en missti svo mann af velli. Arsenal tókst að halda út allt þar til að John Stones náði að skora jöfnunarmarkið sekúndum fyrir leikslok. 2-2 var lokastaðan. Þá hófust lætin. Erling Haaland fagnaði jöfnunarmarkinu með því að henda boltanum í niðurbrotinn Gabriel. Eftir lokaflautið þá náðu sjónvarpsmyndavélarnar því þegar Haaland sagði við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal: „Stay humble“ eða „vertu auðmjúkur“ á íslensku. City leikmennirnir John Stones og Kyle Walker sökuðu síðan lið Arsenal um að beita skuggabrögðum á vellinum eða „dark arts“ eins og þeir orðuðu það. Ofan á allt saman þá var þetta einnig leikurinn þar sem Manchester City missti sinn besta leikmann út tímabilið því Rodri sleit krossband í leiknum. Liðið var ekki það sama á eftir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4_ZMGFY_j0I">watch on YouTube</a> Það var mikið undir þótt að þarna væri bara september. Manchester City hafði unnið Englandsmeistarattilinn fjögur ár í röð þar af tvö undanfarin ár eftir harða baráttu við Arsenal. City mætti í leikinn með fullt hús en Arsenal hafði byrjað tímabilið vel og var einnig taplaust. Flestir sáu fyrir sér þessi tvö lið halda áfram að berjast um titilinn. Nú hittast þú þau aftur á Emirates leikvanginum 133 dögum síðar en mikið hefur breyst. Vonbrigðin eru öllu meiri hjá City sem fór í mikla lægð og spilaði sig nánast út úr titilbaráttunni. Arsenal er mun nærri toppnum en hefur samt einnig verið að gefa eftir. Fyrir vikið er Liverpool á toppnum með tíu stiga forskot á Arsenal, sem er í öðru sæti og fimmtán stiga forskot á City sem er í fjórða sætið. Það er ljóst að City verður að vinna leikinn til að eiga einhverja smá von á fimmta titlinum í röð og tapi Arsenal þá verður Liverpool áfram með níu stiga forskot auk þess að eiga leiki inni. Þegar kemur að hinum auðmjúka Norðmanni Erling Haaland þá skoraði hann í fyrri leiknum sitt tíunda deildarmark á tímabilinu og það aðeins í hans fimmta leik. Eftir „vertu auðmjúkur“ skotið hans á stjóra Arsenal þá skoraði sá norski ekki í þremur leikjum í röð og aðeins þrjú mörk í þrettán leikjum. Haaland er þó að komast aftur í gang eins og City liðið sjálft og er með fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. City menn hafa unnið fjóra af þessum fimm leikjum og sá fimmti endaði með 2-2 jafntefli þar sem liðið missti frá sér 2-0 forystu í lokin. Það er því mikið undir í stórleik dagsins. Hver ætlar að eiga lokaorðið í leitinni af hógværðinni og þremur dýrmætum stigum í eltingarleiknum við Liverpool? Það kemur allt í ljós frá klukkan 16.30 og fylgst verður með leiknum í textalýsingu hér inn á Vísi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tkwWukF8aJA">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Arsenal komst 2-1 yfir á móti City í fyrri leiknum en missti svo mann af velli. Arsenal tókst að halda út allt þar til að John Stones náði að skora jöfnunarmarkið sekúndum fyrir leikslok. 2-2 var lokastaðan. Þá hófust lætin. Erling Haaland fagnaði jöfnunarmarkinu með því að henda boltanum í niðurbrotinn Gabriel. Eftir lokaflautið þá náðu sjónvarpsmyndavélarnar því þegar Haaland sagði við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal: „Stay humble“ eða „vertu auðmjúkur“ á íslensku. City leikmennirnir John Stones og Kyle Walker sökuðu síðan lið Arsenal um að beita skuggabrögðum á vellinum eða „dark arts“ eins og þeir orðuðu það. Ofan á allt saman þá var þetta einnig leikurinn þar sem Manchester City missti sinn besta leikmann út tímabilið því Rodri sleit krossband í leiknum. Liðið var ekki það sama á eftir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4_ZMGFY_j0I">watch on YouTube</a> Það var mikið undir þótt að þarna væri bara september. Manchester City hafði unnið Englandsmeistarattilinn fjögur ár í röð þar af tvö undanfarin ár eftir harða baráttu við Arsenal. City mætti í leikinn með fullt hús en Arsenal hafði byrjað tímabilið vel og var einnig taplaust. Flestir sáu fyrir sér þessi tvö lið halda áfram að berjast um titilinn. Nú hittast þú þau aftur á Emirates leikvanginum 133 dögum síðar en mikið hefur breyst. Vonbrigðin eru öllu meiri hjá City sem fór í mikla lægð og spilaði sig nánast út úr titilbaráttunni. Arsenal er mun nærri toppnum en hefur samt einnig verið að gefa eftir. Fyrir vikið er Liverpool á toppnum með tíu stiga forskot á Arsenal, sem er í öðru sæti og fimmtán stiga forskot á City sem er í fjórða sætið. Það er ljóst að City verður að vinna leikinn til að eiga einhverja smá von á fimmta titlinum í röð og tapi Arsenal þá verður Liverpool áfram með níu stiga forskot auk þess að eiga leiki inni. Þegar kemur að hinum auðmjúka Norðmanni Erling Haaland þá skoraði hann í fyrri leiknum sitt tíunda deildarmark á tímabilinu og það aðeins í hans fimmta leik. Eftir „vertu auðmjúkur“ skotið hans á stjóra Arsenal þá skoraði sá norski ekki í þremur leikjum í röð og aðeins þrjú mörk í þrettán leikjum. Haaland er þó að komast aftur í gang eins og City liðið sjálft og er með fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. City menn hafa unnið fjóra af þessum fimm leikjum og sá fimmti endaði með 2-2 jafntefli þar sem liðið missti frá sér 2-0 forystu í lokin. Það er því mikið undir í stórleik dagsins. Hver ætlar að eiga lokaorðið í leitinni af hógværðinni og þremur dýrmætum stigum í eltingarleiknum við Liverpool? Það kemur allt í ljós frá klukkan 16.30 og fylgst verður með leiknum í textalýsingu hér inn á Vísi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tkwWukF8aJA">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira