Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2025 08:30 Dómarinn Lina Lehtovaara sést skoða skjáinn í leik norska kvennalandsliðsins. Norska knattspyrnusambandið við ekki hætta með myndbandsdómgæslu sem er orðin stór hluti af alþjóðlegum fótbolta. Getty/Harriet Lander Norsku félögin kusu það að hætta að nota myndbandsdómgæslu í norska fótboltanum en norska knattspyrnusambandið ætlar ekki að hlusta á félögin. Þetta hefur auðvitað kallað á hörð viðbrögð. Sum félög eru það ósátt með ákvörðun stjórnar knattspyrnusambandsins að þau íhuga að fara lengra með málið. „Þrátt fyrir sannfærandi rök fyrir því að hætta með VAR, ekki síst með framlagi frá félögum sjálfum í umræðuna, þá hefur stjórnin tekið þá einróma ákvörðun að það besta fyrir norska fótboltann sé að halda áfram með VAR en þróa það enn frekar,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundi í gær. NRK fjallar um málið. „Við getum ekki hætt með þetta verkefni núna eftir að svo margir hafa fjárfest í því. Við höfum bara tveggja ára reynslu á myndbandsdómgæslu og þetta er orðinn mikilvægur hluti af alþjóðlegum leikjum bæði félagsliða og landsliða,“ sagði Klaveness. Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins.Getty/Trond Tandberg Félögin kusu með nítján atkvæðum gegn þrettán að hætta með myndbandsdómgæslu en stuðningsmenn margra félaga mótmæltu VAR á mörgum leikjum síðasta sumar. Það þurfti að aflýsa einum eftir að ógrynni af fiskibollum var hent inn á völlinn. „Toppliðin 32 hafa með lýðræðislegum hætti komist að þeirri niðurstöðu að þau vilji ekki hafa VAR. Til hvers að vera með lýðræðislega kosningu ef að það er síðan horft fram hjá niðurstöðunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, talsmaður samtaka stuðningsmannafélaga í norskum fótbolta, í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Norska knattspyrnusambandið hefur haft stuðningsmennina að fíflum. Þau báðu stuðningsmennina um að nota sínar lýðræðislegu leiðir. Það var mikill meirihluti á móti VAR. Klaveness sagði það í sumar að framlag félaganna myndi hafa mikil áhrif. Það er augljóslega ekki raunin,“ sagði Sandvik. „Ég er mjög hissa á þessu. Ég bjóst við að norska sambandið myndi standa við sín orð síðan í sumar. Það var kannski barnalegt af mér. Mér finnst eins og við séum ekki tekin alvarlega,“ sagði Sandvik. Norski boltinn Tengdar fréttir Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32 Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00 Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Sum félög eru það ósátt með ákvörðun stjórnar knattspyrnusambandsins að þau íhuga að fara lengra með málið. „Þrátt fyrir sannfærandi rök fyrir því að hætta með VAR, ekki síst með framlagi frá félögum sjálfum í umræðuna, þá hefur stjórnin tekið þá einróma ákvörðun að það besta fyrir norska fótboltann sé að halda áfram með VAR en þróa það enn frekar,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundi í gær. NRK fjallar um málið. „Við getum ekki hætt með þetta verkefni núna eftir að svo margir hafa fjárfest í því. Við höfum bara tveggja ára reynslu á myndbandsdómgæslu og þetta er orðinn mikilvægur hluti af alþjóðlegum leikjum bæði félagsliða og landsliða,“ sagði Klaveness. Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins.Getty/Trond Tandberg Félögin kusu með nítján atkvæðum gegn þrettán að hætta með myndbandsdómgæslu en stuðningsmenn margra félaga mótmæltu VAR á mörgum leikjum síðasta sumar. Það þurfti að aflýsa einum eftir að ógrynni af fiskibollum var hent inn á völlinn. „Toppliðin 32 hafa með lýðræðislegum hætti komist að þeirri niðurstöðu að þau vilji ekki hafa VAR. Til hvers að vera með lýðræðislega kosningu ef að það er síðan horft fram hjá niðurstöðunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, talsmaður samtaka stuðningsmannafélaga í norskum fótbolta, í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Norska knattspyrnusambandið hefur haft stuðningsmennina að fíflum. Þau báðu stuðningsmennina um að nota sínar lýðræðislegu leiðir. Það var mikill meirihluti á móti VAR. Klaveness sagði það í sumar að framlag félaganna myndi hafa mikil áhrif. Það er augljóslega ekki raunin,“ sagði Sandvik. „Ég er mjög hissa á þessu. Ég bjóst við að norska sambandið myndi standa við sín orð síðan í sumar. Það var kannski barnalegt af mér. Mér finnst eins og við séum ekki tekin alvarlega,“ sagði Sandvik.
Norski boltinn Tengdar fréttir Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32 Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00 Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32
Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00
Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45