Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 23:15 Það var létt yfir Arne Slot í heimalandinu í kvöld, enda engin pressa á Liverpool fyrir lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Getty Stjórinn Arne Slot nýtur þeirra forréttinda að geta veitt öllum helstu stjörnum Liverpool hvíld annað kvöld, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, og ætlar að nýta sér það. Liverpool mætir PSV Eindhoven í Hollandi á morgun, þegar allir 18 leikirnir í lokaumferð Meistaradeildarinnar verða spilaðir á sama tíma (klukkan 20 að íslenskum tíma). Aðeins Barcelona gæti náð Liverpool að stigum og því gæti Liverpool í versta falli endað í 2. sæti deildarkeppninnar. Efstu átta liðin í deildarkeppninni fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Þar að auki hefur þegar verið ákveðið að nokkru leyti hvernig leið hvers liðs verður í úrslitaleikinn, og munu liðin í 1.-2. sæti til að mynda mæta einhverju liðanna sem enda í 15.-18. sæti. Þetta veit Slot og þess vegna eru menn eins og Mohamed Salah, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og fleiri ekki að fara að spila neitt á morgun. Alisson Becker, Ibrahima Konate, Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Luis Diaz eru ekki heldur í 21 manna leikmannahópi Liverpool á morgun, né heldur Joe Gomez sem sneri aftur til æfinga eftir meiðsli í dag. Diogo Jota og Curtis Jones eru meiddir. Tók sinn tíma að skilja nýja fyrirkomulagið Í leikmannahópi Liverpool eru því mörg minna þekkt nöfn en hópinn skipa: Kelleher, Jaros, Davies, Bradley, Mabaya, Quansah, Nallo, Robertson, Tsimikas, Norris, Endo, McConnell, Morton, Nyoni, Elliott, Morrison, Nunez, Chiesa, Gakpo, Danns, Kone-Doherty. „Það hefur tekið sinn tíma fyrir mig að skilja nýja fyrirkomulagið en ég er núna hundrað prósent viss um að það skipti ekki máli hvort við endum í fyrsta eða öðru sæti, því það er öruggt að við mætum liði úr 15., 16., 17. eða 18. sæti og svo er dregið,“ sagði Slot á blaðamannafundi í kvöld. „Við getum ekki sogast niður í 3. sæti. Það hefur því engin áhrif á töfluna en við munum reyna að vinna. Eins og vitur maður sagði eitt sinn við mig þá græðum við aldrei á að tapa leik,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Liverpool mætir PSV Eindhoven í Hollandi á morgun, þegar allir 18 leikirnir í lokaumferð Meistaradeildarinnar verða spilaðir á sama tíma (klukkan 20 að íslenskum tíma). Aðeins Barcelona gæti náð Liverpool að stigum og því gæti Liverpool í versta falli endað í 2. sæti deildarkeppninnar. Efstu átta liðin í deildarkeppninni fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Þar að auki hefur þegar verið ákveðið að nokkru leyti hvernig leið hvers liðs verður í úrslitaleikinn, og munu liðin í 1.-2. sæti til að mynda mæta einhverju liðanna sem enda í 15.-18. sæti. Þetta veit Slot og þess vegna eru menn eins og Mohamed Salah, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og fleiri ekki að fara að spila neitt á morgun. Alisson Becker, Ibrahima Konate, Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Luis Diaz eru ekki heldur í 21 manna leikmannahópi Liverpool á morgun, né heldur Joe Gomez sem sneri aftur til æfinga eftir meiðsli í dag. Diogo Jota og Curtis Jones eru meiddir. Tók sinn tíma að skilja nýja fyrirkomulagið Í leikmannahópi Liverpool eru því mörg minna þekkt nöfn en hópinn skipa: Kelleher, Jaros, Davies, Bradley, Mabaya, Quansah, Nallo, Robertson, Tsimikas, Norris, Endo, McConnell, Morton, Nyoni, Elliott, Morrison, Nunez, Chiesa, Gakpo, Danns, Kone-Doherty. „Það hefur tekið sinn tíma fyrir mig að skilja nýja fyrirkomulagið en ég er núna hundrað prósent viss um að það skipti ekki máli hvort við endum í fyrsta eða öðru sæti, því það er öruggt að við mætum liði úr 15., 16., 17. eða 18. sæti og svo er dregið,“ sagði Slot á blaðamannafundi í kvöld. „Við getum ekki sogast niður í 3. sæti. Það hefur því engin áhrif á töfluna en við munum reyna að vinna. Eins og vitur maður sagði eitt sinn við mig þá græðum við aldrei á að tapa leik,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira