Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2025 20:01 Runólfur Þórhallsson og Guðmundur Arnar Sigmundsson eru ánægðir með hvernig æfingin „Ísland ótengt“ tókst til í dag. Vísir/Bjarni Það er afar brýnt að kunna að bregðast við svörtustu sviðsmyndinni sem upp gæti komið ef netsamband við Ísland rofnar segir sviðstjóri hjá CERT-IS. Stefnt er að því að fara í raunprófanir til að æfa viðbragð við slíku ástandi og hvernig eina og takmarkaða varanetsamband Íslands um gervihnött yrði nýtt í neyð. Á annað hundrað sérfræðinga frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum komu saman á Hilton Hótel Nordica í dag á æfingunni „Ísland ótengt“ þar sem æfð voru viðbrögð við því ef sæstrengir myndu rofna til landsins. Sviðsstjóri hjá almannavörnum er ánægður með afrakstur dagsins sem sé mikilvægt skref í að auka áfallaþol og öryggi á Íslandi. Sjá einnig: „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ „Við vorum að æfa svona á skrifborðsæfingu það ástand sem gæti komið upp ef það myndi stigmagnast að við værum að missa allt netsamband í gegnum sæstrengi við útlönd. Allt frá því að hafa þá alla í gangi í einu upp í að hægt og rólega duttu þeir allir út og Ísland varð hreinlega sambandslaust við umheiminn,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson hjá netöryggissveit CERT-IS. „Hvort sem sambandsleysi kæmi upp vegna bilana, sem er mjög ólíklegt, eða náttúruhamfara, eða mannlegra mistaka við uppfærslu eða framkvæmdir, eða mannlegs ásetnings af því það er einhver að fremja hryðjuverk með því að taka kerfið niður, þá eru afleiðingarnar alltaf þær sömu. Afleiðingar sem við vorum að eiga við hér í dag,“ segir Guðmundur. Trúnaður ríkir um margt það sem skoðað var á æfingunni enda um viðkvæma innviði og þjóðaröryggismál að ræða. Fjórir megin sæstrengir liggja til Íslands og tryggja tengingu milli Íslands og umheimsins.Vísir „Við viljum fara í frekari raunprófanir á þessu ástandi, þar erum við að horfa á ólíklegustu en einmitt svörtustu sviðsmyndina og kunna að bregðast við henni,“ segir Guðmundur. „Hvernig myndum við þá nýta einu varaleið Íslands sem væri þá að nýta mjög takmarkað gangasamband í gegnum gervitungl. Hvernig gætum við þá forgangsraðað þessari umferð þannig að hún nýttist samfélaginu sem mestu í heild og þessum mikilvægu innviðum.“ Viðbúin ef stór áföll dynja á Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir æfinguna hafa verið afar gagnlega. „Þetta er skref í vegferð til þess að auka áfallaþol og auka hér öryggi,“ segir Runólfur. „Í þessu samtali varð til ákveðin áhættugreining og hvernig við myndum bregðast við þessu ástandi. Grunnurinn í svona áhættugreiningu er þá að skoða hvernig bregðumst við við, hvaða mótvægisaðgerðir eru í boði, fá fólk til að hugsa um það og hugsa jafnvel út fyrir kassann. Hvernig látum við látið þjónustuna og samfélagið virka áfram þó að svona stór áföll dynji á okkur.“ Öryggismál á Grænlandi og Norðurslóðum voru meðal annars í brennidepli á fundi forsætisráðherra Danmerkur með Þýskalandskanslara í dag, en kanslarinn gerði auknar varnir sæstrengja við Eystrasalt meðal annars á blaðamannafundi í dag. Runólfur segist sjá tækifæri til aukinnar samvinnu með nágrannaríkjum hvað varðar varnir þeirra mikilvægu innviða sem sæstrengir eru. „Já alveg klárlega. Ríkislögreglustjóraembættið er í góðum samskiptum við öryggisþjónustur til dæmis á Norðurlöndum en aðrar öryggisþjónustur líka þannig við fáum góðar upplýsingar um það sem er að gerast,“ segir Runólfur. Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Netöryggi Utanríkismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Á annað hundrað sérfræðinga frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum komu saman á Hilton Hótel Nordica í dag á æfingunni „Ísland ótengt“ þar sem æfð voru viðbrögð við því ef sæstrengir myndu rofna til landsins. Sviðsstjóri hjá almannavörnum er ánægður með afrakstur dagsins sem sé mikilvægt skref í að auka áfallaþol og öryggi á Íslandi. Sjá einnig: „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ „Við vorum að æfa svona á skrifborðsæfingu það ástand sem gæti komið upp ef það myndi stigmagnast að við værum að missa allt netsamband í gegnum sæstrengi við útlönd. Allt frá því að hafa þá alla í gangi í einu upp í að hægt og rólega duttu þeir allir út og Ísland varð hreinlega sambandslaust við umheiminn,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson hjá netöryggissveit CERT-IS. „Hvort sem sambandsleysi kæmi upp vegna bilana, sem er mjög ólíklegt, eða náttúruhamfara, eða mannlegra mistaka við uppfærslu eða framkvæmdir, eða mannlegs ásetnings af því það er einhver að fremja hryðjuverk með því að taka kerfið niður, þá eru afleiðingarnar alltaf þær sömu. Afleiðingar sem við vorum að eiga við hér í dag,“ segir Guðmundur. Trúnaður ríkir um margt það sem skoðað var á æfingunni enda um viðkvæma innviði og þjóðaröryggismál að ræða. Fjórir megin sæstrengir liggja til Íslands og tryggja tengingu milli Íslands og umheimsins.Vísir „Við viljum fara í frekari raunprófanir á þessu ástandi, þar erum við að horfa á ólíklegustu en einmitt svörtustu sviðsmyndina og kunna að bregðast við henni,“ segir Guðmundur. „Hvernig myndum við þá nýta einu varaleið Íslands sem væri þá að nýta mjög takmarkað gangasamband í gegnum gervitungl. Hvernig gætum við þá forgangsraðað þessari umferð þannig að hún nýttist samfélaginu sem mestu í heild og þessum mikilvægu innviðum.“ Viðbúin ef stór áföll dynja á Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir æfinguna hafa verið afar gagnlega. „Þetta er skref í vegferð til þess að auka áfallaþol og auka hér öryggi,“ segir Runólfur. „Í þessu samtali varð til ákveðin áhættugreining og hvernig við myndum bregðast við þessu ástandi. Grunnurinn í svona áhættugreiningu er þá að skoða hvernig bregðumst við við, hvaða mótvægisaðgerðir eru í boði, fá fólk til að hugsa um það og hugsa jafnvel út fyrir kassann. Hvernig látum við látið þjónustuna og samfélagið virka áfram þó að svona stór áföll dynji á okkur.“ Öryggismál á Grænlandi og Norðurslóðum voru meðal annars í brennidepli á fundi forsætisráðherra Danmerkur með Þýskalandskanslara í dag, en kanslarinn gerði auknar varnir sæstrengja við Eystrasalt meðal annars á blaðamannafundi í dag. Runólfur segist sjá tækifæri til aukinnar samvinnu með nágrannaríkjum hvað varðar varnir þeirra mikilvægu innviða sem sæstrengir eru. „Já alveg klárlega. Ríkislögreglustjóraembættið er í góðum samskiptum við öryggisþjónustur til dæmis á Norðurlöndum en aðrar öryggisþjónustur líka þannig við fáum góðar upplýsingar um það sem er að gerast,“ segir Runólfur.
Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Netöryggi Utanríkismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira