Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Lovísa Arnardóttir skrifar 28. janúar 2025 14:08 Lögreglan tilkynnti hvalrekann víða. Mynd/Höskuldur B. Erlingsson Fjórtán metra hvalur fannst í Guðlaugsvík á Ströndum í upphafi þessarar viku. Í tilkynningu Lögreglunnar á Norðvesturlandi segir að um sé að ræða búrhval og að til samanburðar megi áætla að hvalurinn sé jafnlangur og þrjár Tesla Y bifreiðar eða sjö Cleveland þriggja sæta sófar lagðir samsíða hvalnum. Lögreglan tilkynnti hvalrekann til heilbrigðiseftirlitsins, Matvælastofnunar, Hafrannsóknarstofnunar, Umhverfis- og orkustofnunar, Náttúrustofu og sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Um er að ræða tarf.Mynd/Höskuldur B. Erlingsson Þá kemur einnig fram að um sé að ræða tarf og að þekkt sé að tarfar yfirgefa fjölskyldu sína árstíðabundið til kaldari svæða í fæðuleit. Mikill kynjamunur er á stærð búrhvala, sem mun vera óvenjulegt meðal hvala. Tarfarnir geta náð yfir 18 metra lengd og yfir 40 tonn en kýrnar allt að 12 metrar að lengd og 13 tonn að þyngd Á myndinni má sjá hversu stór hvalurinn er.Mynd/Höskuldur B. Erlingsson „Áður fyrr þótt hvalreki mikill búbót og sagnir eru til af hvalreka sem bjargaði heilu sveitunum frá hungursneið í erfiðum árum. Þaðan kemur líklega merking orðsins hvalreki á íslensku sem kærkomið happ eða óvæntur fengur. Þrátt fyrir fagra skepnu og mikilfengleika hennar skal ósagt látið hvort sveitungar í Guðlaugsvík líti á hræið sem happafeng en það heyrir sjálfsagt til undantekninga að ábúendur nýti hvalhræ nú á dögum. Sjái náttúran ekki um að „urða“ hræið getur verið æði flókið að koma því í viðeigandi farveg,“ segir að lokum í tilkynningu lögreglunnar. Hvalir Húnaþing vestra Dýr Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Lögreglan tilkynnti hvalrekann til heilbrigðiseftirlitsins, Matvælastofnunar, Hafrannsóknarstofnunar, Umhverfis- og orkustofnunar, Náttúrustofu og sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Um er að ræða tarf.Mynd/Höskuldur B. Erlingsson Þá kemur einnig fram að um sé að ræða tarf og að þekkt sé að tarfar yfirgefa fjölskyldu sína árstíðabundið til kaldari svæða í fæðuleit. Mikill kynjamunur er á stærð búrhvala, sem mun vera óvenjulegt meðal hvala. Tarfarnir geta náð yfir 18 metra lengd og yfir 40 tonn en kýrnar allt að 12 metrar að lengd og 13 tonn að þyngd Á myndinni má sjá hversu stór hvalurinn er.Mynd/Höskuldur B. Erlingsson „Áður fyrr þótt hvalreki mikill búbót og sagnir eru til af hvalreka sem bjargaði heilu sveitunum frá hungursneið í erfiðum árum. Þaðan kemur líklega merking orðsins hvalreki á íslensku sem kærkomið happ eða óvæntur fengur. Þrátt fyrir fagra skepnu og mikilfengleika hennar skal ósagt látið hvort sveitungar í Guðlaugsvík líti á hræið sem happafeng en það heyrir sjálfsagt til undantekninga að ábúendur nýti hvalhræ nú á dögum. Sjái náttúran ekki um að „urða“ hræið getur verið æði flókið að koma því í viðeigandi farveg,“ segir að lokum í tilkynningu lögreglunnar.
Hvalir Húnaþing vestra Dýr Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira