Óvíst hvenær fundað verður aftur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2025 11:51 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur enn ekki ástæðu til að boða til fundar í deilunni. Vísir/Einar Enginn fundur hefur enn verið boðaður í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga en verkföll skella á að óbreyttu eftir viku. Ríkissáttasemjari segir óvíst hvenær fundað verður aftur. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og ríkis og sveitarfélaga. Síðasti formlegi fundurinn í deilunni var á miðvikudaginn í síðustu viku. Eftir þann fund sagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ekki ástæðu til að boða til nýs fundar. Nú fimm dögum seinna er staðan enn óbreytt. Ástráður sagði í samtali við fréttastofu í morgun að verið sé að vinna að lausn deilunnar. Enginn formlegur samningafundur hafi þó verið boðaður og óvíst hvenær það verður. Ef ekki nást samningar hefjast verkföll kennara í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum næsta mánudag. Þá hefst líka undirbúningur að verkfallsgerðum kennara í framhaldsskólum. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir stöðuna lítið hafa breyst síðan í síðustu viku og að hún sé sammála Ástráði um að enn sé ekki ástæða til að boða til fundar. „Ekki enn þá en við bara sjáum til hvernig okkur miðar og hvort að það verður ástæða til að ríkissáttasemjari boði til fundar.“ Vísir Ekkert nýtt hafi komið fram í deilunni sem geti liðkað fyrir lausn hennar en það þýði þó ekki að enginn sé að reyna. „Við erum bara í stöðugri vinnu að reyna að leysa þessa deilu. Við erum búin að vera að vinna um helgina og við munum nota tímann mjög vel fram að verkfalli. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. 24. janúar 2025 20:26 Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og ríkis og sveitarfélaga. Síðasti formlegi fundurinn í deilunni var á miðvikudaginn í síðustu viku. Eftir þann fund sagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ekki ástæðu til að boða til nýs fundar. Nú fimm dögum seinna er staðan enn óbreytt. Ástráður sagði í samtali við fréttastofu í morgun að verið sé að vinna að lausn deilunnar. Enginn formlegur samningafundur hafi þó verið boðaður og óvíst hvenær það verður. Ef ekki nást samningar hefjast verkföll kennara í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum næsta mánudag. Þá hefst líka undirbúningur að verkfallsgerðum kennara í framhaldsskólum. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir stöðuna lítið hafa breyst síðan í síðustu viku og að hún sé sammála Ástráði um að enn sé ekki ástæða til að boða til fundar. „Ekki enn þá en við bara sjáum til hvernig okkur miðar og hvort að það verður ástæða til að ríkissáttasemjari boði til fundar.“ Vísir Ekkert nýtt hafi komið fram í deilunni sem geti liðkað fyrir lausn hennar en það þýði þó ekki að enginn sé að reyna. „Við erum bara í stöðugri vinnu að reyna að leysa þessa deilu. Við erum búin að vera að vinna um helgina og við munum nota tímann mjög vel fram að verkfalli.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. 24. janúar 2025 20:26 Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. 24. janúar 2025 20:26
Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12