Aðrir flokkar á borð við Sjálfstæðisflokkinn, VG, Pírata og Sósíalista voru einnig of seinir til að breyta skráningu sinni og fengu því greiðslur frá ríkinu án þess að uppfylla lögin. Hæstu greiðslurnar fékk Vinstrihreyfingin -grænt framboð.
Þá fjöllum við um tregðu íslensku bankanna til þess að lána fyrir fasteign á landsbyggðinni. Sigurður Ingi Jóhannsson fyrrverandi fjármálaráðherra segir sérstaklega sérkennilegt að Landsbankinn, sem er í meirihlutaeigu ríkisins, veiti almennt ekki slík lán.
Að auki fjöllum við um kennaradeiluna sem ekki sér fyrir endan á og formannskjör í Sjálfstæðisflokknum sem framundan er.
Í íþróttapakkanum verður HM í handbolta gert upp en það varð endanlega ljós í gærkvöldi að Íslendingar væru úr leik.