Þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik í leiknum á American Express leikvanginum í Brighton fengu gestirnir frá Bítlaborginni vítaspyrnu. Hún var dæmd á Joël Veltman fyrir að handleika boltann innan teigs. Ndiaye tók spyrnuna og skoraði framhjá Bart Verbruggen í marki Brighton.
Ndiaye fagnaði markinu með því að herma eftir mávi en lukkudýr Brighton er mávur og liðið oft kallað Mávarnir. Ndiaye ögraði líka stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins með því halda í eyru sín.
Tim Robinson, dómari leiksins, var ekki sáttur með þessi fagnaðarlæti Ndiaye og gaf honum gult spjald fyrir.
Ndiaye og félagar héldu út þrátt fyri mikla pressu Brighton í seinni hálfleik og lönduðu 0-1 sigri. Þetta var annars sigur Everton í röð undir stjórn Davids Moyes sem tók aftur við liðinu í þessum mánuði.
Everton er nú sjö stigum frá fallsæti. Sigurinn á laugardaginn var aðeins sá annar í síðustu 22 útileikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Leikmenn Brighton voru aafar ósáttir við vítið sem Ndiaye skoraði úr en þeir töldu brotið á Veltman í aðdraganda þess.