Áslaug hafi þennan „x-factor“ Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2025 19:18 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Boðað var til fundarins í gær og þótti nokkuð ljóst hvað myndi gerast þar. Áslaug hafði áður lýst því yfir að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag þá hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra sjálfstæðismanna. Við eigum að ná meiri árangri og það gerum eingöngu saman, þó að styrkleiki okkar sé líka í því að geta tekist á um fólk og málefni, en koma saman út á við síðan,“ segir Áslaug. Það vakti athygli að enginn sitjandi þingmaður flokksins mætti á fundinn. Hins vegar mátti þar finna ýmsa fulltrúa af sveitarstjórnarstigi og úr innra starfi flokksins. Þeir stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með ákvörðun Áslaugar. „Mér líður alveg einstaklega vel og þeir sem voru hér, geta ekki annað en sammælst um það að hér er kominn stjórnmálamaður sem er með ástríðu og skýra hugmyndafræði. Hvað viltu meira? Ég styð Áslaugu Örnu eins og hægt er og hef alltaf gert. Ég hef mikla trú á því að hún muni marka nýtt upphaf fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ segir Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Óli Björn Kárason var um tíma þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta fjölmenni hér á fundinum sýnir að hefur mjög breiðan og góðan stuðning. Ræða hennar var líka mjög góð. Þannig að þetta er mjög vel heppnaður fundur og vel heppnað fyrsta skref hjá henni inn í formannssætið,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.Friðrik Þór „Hún hefur verið gríðarlega öflug og kraftmikil í öllu sem hún hefur gert. Hún er algjör jarðýta. Þannig ég trúi því að það komi ferskir vindar með henni, ekki spurning,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Stöð 2/Einar „Ég held að hún hafi þennan „x-factor“ sem er stundum talað um að þurfi að prýða góðan leiðtoga,“ segir Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, og stuðningsmaður Áslaugar. Orri Hauksson. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Boðað var til fundarins í gær og þótti nokkuð ljóst hvað myndi gerast þar. Áslaug hafði áður lýst því yfir að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag þá hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra sjálfstæðismanna. Við eigum að ná meiri árangri og það gerum eingöngu saman, þó að styrkleiki okkar sé líka í því að geta tekist á um fólk og málefni, en koma saman út á við síðan,“ segir Áslaug. Það vakti athygli að enginn sitjandi þingmaður flokksins mætti á fundinn. Hins vegar mátti þar finna ýmsa fulltrúa af sveitarstjórnarstigi og úr innra starfi flokksins. Þeir stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með ákvörðun Áslaugar. „Mér líður alveg einstaklega vel og þeir sem voru hér, geta ekki annað en sammælst um það að hér er kominn stjórnmálamaður sem er með ástríðu og skýra hugmyndafræði. Hvað viltu meira? Ég styð Áslaugu Örnu eins og hægt er og hef alltaf gert. Ég hef mikla trú á því að hún muni marka nýtt upphaf fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ segir Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Óli Björn Kárason var um tíma þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta fjölmenni hér á fundinum sýnir að hefur mjög breiðan og góðan stuðning. Ræða hennar var líka mjög góð. Þannig að þetta er mjög vel heppnaður fundur og vel heppnað fyrsta skref hjá henni inn í formannssætið,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.Friðrik Þór „Hún hefur verið gríðarlega öflug og kraftmikil í öllu sem hún hefur gert. Hún er algjör jarðýta. Þannig ég trúi því að það komi ferskir vindar með henni, ekki spurning,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Stöð 2/Einar „Ég held að hún hafi þennan „x-factor“ sem er stundum talað um að þurfi að prýða góðan leiðtoga,“ segir Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, og stuðningsmaður Áslaugar. Orri Hauksson.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira