Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 16:05 Dómsmálaráðherrarnir fyrrverandi, Áslaug og Sólveig Pétursdóttir, féllust í faðma að fundinum loknum. RAX Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. Áslaug fór um víðan völl í ræðunni sinni. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Bjarna Benediktssyni samstarfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hún skaut á nýja ríkisstjórn, sem hún kallaði tveggja flokka vinstristjórn með félagasamtökum sem stefni að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar. Sjá einnig: Áslaug ætlar í formanninn Kosið verður í embættið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um mánaðamót febrúar og mars. Áslaug er ein í framboði enn sem komið er. Húsfyllir var í Sjálfstæðissalnum. RAX Athygli vakti að enginn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins lét sjá sig á fundinum. Fréttastofa hafði samband við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann vegna þess, en hún segir ekki ástæðu til að lesa í ákvörðun þingmannanna að mæta ekki. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Áslaug Arna nýtur mikils stuðnings og trausts víða í hinum ýmsu kimum flokksins og þar með einnig hjá kjörnum fulltrúum hans. Það getur einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki og eins er alvanalegt að kjörnir fulltrúar haldi að sér höndum á meðan línur eru að skýrast og þá sérlega í þeirri stöðu sem uppi er núna þegar ekki er verið að bjóða fram gegn sitjandi forystu,“ segir Hildur. Merkið sem prýddi ræðupúltið og skjáinn segir Áslaug sitt. Henni hafi ekki fundist passa að nota merki flokksins í sína persónulegu baráttu. RAX Hún segist mikil vinkona og aðdáandi Áslaugar en í senn þingflokksformaður flokksins alls og þar af leiðandi allra þingmanna. Meðal þeirra hafi einhverjir sagst íhuga framboð til formanns. „Ég tel því rétt að gefa ekki upp hvern ég mun styðja til formennsku í okkar góða flokki fyrr en þegar nær dregur landsfundi.“ Hún muni gera skilmerkilega grein fyrir því hvern hún styður þegar eftir að nýtt þing er komið saman og landsfundur nálgast. „Það er mikilvægt að þingflokkurinn byrji þingið af krafti í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í rúmlega áratug. Þar er af nógu að taka og mikilvægt að við einbeitum okkur saman að því verkefni,“ segir Hildur. Í fjarveru þingflokksins vakti þó athygli að nánir aðstandendur þingmanna í flokknum létu sjá sig á fundinum. Þeirra á meðal er Gísli Árnason sambýlismaður Hildar Sverrisdóttur, Margrét Bjarnadóttir dóttir Bjarna Benediktssonar og Ísak Ernir Kristinsson unnusti hennar. Þá var Sigurgeir Jónasson sonur Rósu Guðbjartsdóttur mættur á fundinn. Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndari var á staðnum og festi viðburðinn á filmu. Myndirnar má sjá hér að neðan. Ungir Sjálfstæðismenn áttu fulltrúa á fremsta bekk. RAX Sólveig Guðrún Pétursdóttir fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra mætti á fundinn. RAX RAX Áslaug ávarpaði salinn. RAX Sólveig Guðrún og Áslaug að fundinum loknum. Sólveig gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráðherra 1999-2003. RAX Ljóst er að Áslaug á sér aðdáendur úr ýmsum áttum. RAX Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Áslaug fór um víðan völl í ræðunni sinni. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Bjarna Benediktssyni samstarfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hún skaut á nýja ríkisstjórn, sem hún kallaði tveggja flokka vinstristjórn með félagasamtökum sem stefni að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar. Sjá einnig: Áslaug ætlar í formanninn Kosið verður í embættið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um mánaðamót febrúar og mars. Áslaug er ein í framboði enn sem komið er. Húsfyllir var í Sjálfstæðissalnum. RAX Athygli vakti að enginn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins lét sjá sig á fundinum. Fréttastofa hafði samband við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann vegna þess, en hún segir ekki ástæðu til að lesa í ákvörðun þingmannanna að mæta ekki. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Áslaug Arna nýtur mikils stuðnings og trausts víða í hinum ýmsu kimum flokksins og þar með einnig hjá kjörnum fulltrúum hans. Það getur einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki og eins er alvanalegt að kjörnir fulltrúar haldi að sér höndum á meðan línur eru að skýrast og þá sérlega í þeirri stöðu sem uppi er núna þegar ekki er verið að bjóða fram gegn sitjandi forystu,“ segir Hildur. Merkið sem prýddi ræðupúltið og skjáinn segir Áslaug sitt. Henni hafi ekki fundist passa að nota merki flokksins í sína persónulegu baráttu. RAX Hún segist mikil vinkona og aðdáandi Áslaugar en í senn þingflokksformaður flokksins alls og þar af leiðandi allra þingmanna. Meðal þeirra hafi einhverjir sagst íhuga framboð til formanns. „Ég tel því rétt að gefa ekki upp hvern ég mun styðja til formennsku í okkar góða flokki fyrr en þegar nær dregur landsfundi.“ Hún muni gera skilmerkilega grein fyrir því hvern hún styður þegar eftir að nýtt þing er komið saman og landsfundur nálgast. „Það er mikilvægt að þingflokkurinn byrji þingið af krafti í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í rúmlega áratug. Þar er af nógu að taka og mikilvægt að við einbeitum okkur saman að því verkefni,“ segir Hildur. Í fjarveru þingflokksins vakti þó athygli að nánir aðstandendur þingmanna í flokknum létu sjá sig á fundinum. Þeirra á meðal er Gísli Árnason sambýlismaður Hildar Sverrisdóttur, Margrét Bjarnadóttir dóttir Bjarna Benediktssonar og Ísak Ernir Kristinsson unnusti hennar. Þá var Sigurgeir Jónasson sonur Rósu Guðbjartsdóttur mættur á fundinn. Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndari var á staðnum og festi viðburðinn á filmu. Myndirnar má sjá hér að neðan. Ungir Sjálfstæðismenn áttu fulltrúa á fremsta bekk. RAX Sólveig Guðrún Pétursdóttir fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra mætti á fundinn. RAX RAX Áslaug ávarpaði salinn. RAX Sólveig Guðrún og Áslaug að fundinum loknum. Sólveig gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráðherra 1999-2003. RAX Ljóst er að Áslaug á sér aðdáendur úr ýmsum áttum. RAX Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira