Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2025 13:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins - og mögulega verðandi formaður. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem þekkir sögu flokksins vel, segir að ýmislegt megi lesa í samsetningu hópsins sem verður viðstaddur. Óljóst er með mótframboð en hann bendir á að allt geti gerst fram á síðustu stundu. Fundur Áslaugar Örnu hefst klukkan eitt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og verður í beinu streymi á Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miklu púðri verið eytt í skipulagningu og reiknað er með fjölmenni á fundinum. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er afar vel að sér í sögu flokksins. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hverjir verða viðstaddir fund Áslaugar á eftir. „Fjölbreytnin í hópnum og hvort það verði fólk alls staðar að, það er það sem verður áhugavert. Og kannski líka einhverjir sem koma úr ólíkum hópum. Það er alltaf verið að tala um það að það séu fylkingar í Sjálfstæðisflokknum og verður gaman að sjá hvort það verði fulltrúar andstæðra hópa inni á þessum fundi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þekkir sögu flokksins út og inn.Vísir/vilhelm Friðjón segir ýmislegt merkilegt við framboð Áslaugar. Til að mynda sú staðreynd að hún sé kona, Hanna Birna Kristjánsdóttir er hingað til eina konan sem hefur boðið sig fram til formanns. Þá sé reyndar hefð fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að kjósa ungt fólk til forystu. „Þorsteinn Pálsson varð formaður 35 ára, Bjarni Benediktsson var 39 ára þegar hann varð formaður og Áslaug verður 35 ára á þessu ári.“ Sama hafi verið upp á teningnum í oddvitamálum í borginni. „Davíð Oddsson var 32 ára, Bjarni Benediktsson eldri 32 ára, Gunnar Thoroddsen 35 eða 36 ára,“ segir Friðjón. Enn er óvíst með mótframboð gegn Áslaugu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í Sprengisandi nú rétt fyrir hádegisfréttir að það kæmi í ljós hvort hann ætlaði að bjóða sig fram - og vildi hvorki staðfesta af eða á þegar Kristján Kristjánsson stjórnandi gekk á hann. Friðjón bendir á að enn geti allt gerst í mótframboðsmálum. Bjarni Benediktsson hafi fengið mótframboð viku fyrir landsfund 2009. „Frá Kristjáni Þór Júlíussyni þannig að allt getur gerst og Bjarni fékk líka mótframboð frá Pétri Blöndal heitnum árið 2010 og það var með sólarhringsfyrirvara. Það er enginn framboðsfrestur á landsfundi og allt getur gerst fram á síðustu stundu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Fundur Áslaugar Örnu hefst klukkan eitt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og verður í beinu streymi á Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miklu púðri verið eytt í skipulagningu og reiknað er með fjölmenni á fundinum. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er afar vel að sér í sögu flokksins. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hverjir verða viðstaddir fund Áslaugar á eftir. „Fjölbreytnin í hópnum og hvort það verði fólk alls staðar að, það er það sem verður áhugavert. Og kannski líka einhverjir sem koma úr ólíkum hópum. Það er alltaf verið að tala um það að það séu fylkingar í Sjálfstæðisflokknum og verður gaman að sjá hvort það verði fulltrúar andstæðra hópa inni á þessum fundi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þekkir sögu flokksins út og inn.Vísir/vilhelm Friðjón segir ýmislegt merkilegt við framboð Áslaugar. Til að mynda sú staðreynd að hún sé kona, Hanna Birna Kristjánsdóttir er hingað til eina konan sem hefur boðið sig fram til formanns. Þá sé reyndar hefð fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að kjósa ungt fólk til forystu. „Þorsteinn Pálsson varð formaður 35 ára, Bjarni Benediktsson var 39 ára þegar hann varð formaður og Áslaug verður 35 ára á þessu ári.“ Sama hafi verið upp á teningnum í oddvitamálum í borginni. „Davíð Oddsson var 32 ára, Bjarni Benediktsson eldri 32 ára, Gunnar Thoroddsen 35 eða 36 ára,“ segir Friðjón. Enn er óvíst með mótframboð gegn Áslaugu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í Sprengisandi nú rétt fyrir hádegisfréttir að það kæmi í ljós hvort hann ætlaði að bjóða sig fram - og vildi hvorki staðfesta af eða á þegar Kristján Kristjánsson stjórnandi gekk á hann. Friðjón bendir á að enn geti allt gerst í mótframboðsmálum. Bjarni Benediktsson hafi fengið mótframboð viku fyrir landsfund 2009. „Frá Kristjáni Þór Júlíussyni þannig að allt getur gerst og Bjarni fékk líka mótframboð frá Pétri Blöndal heitnum árið 2010 og það var með sólarhringsfyrirvara. Það er enginn framboðsfrestur á landsfundi og allt getur gerst fram á síðustu stundu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira