Enginn megi vera krýndur formaður Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 19:03 Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir eru báðar þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins mun vera talsvert breytt frá því sem verið hefur eftir næsta landsfund. Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún hverfa á braut en Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Ljóst þykir að Áslaug Arna bjóði sig fram til formanns á fundi á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson íhuga bæði formannsframboð og Guðlaugur segir stutt í að hann tilkynni um ákvörðun sína. Nokkur hafa verið orðuð við varaformannsembættið. Diljá eða Jens? Eða jafnvel Jón? Mest er rætt um Diljá Mist Einarsdóttur og Jens Garðar Helgason. Bæði íhuga nú stöðu sína en staðfesta ekkert í samtali við fréttastofu í dag. Nöfn Jóns Gunnarssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa einnig verið nefnd. Jón sagðist þó ekki hafa velt því fyrir sér þegar fréttastofa náði tali af honum. Fréttastofa hefur rætt við fleiri tengda flokknum í dag og flestir eru á sama máli. Það sé mjög ólíklegt að Áslaug verði ein í framboði til formanns. „Það er ekki mjög Sjálfstæðisflokkslegt þegar staðan er svona að við krýnum einhvern til formanns. Mér finnst bara mjög heilbrigt að við tökumst á um þetta og göngum síðan sameinuð út af flokksfundi,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er aldrei slæmt að takast á innan flokks og velja á milli manna. Við sjálfstæðismenn höfum verið þekktir fyrir það að vera iðulega með prófkjör. Þannig það er ekkert athugavert við það og bara mjög eðlilegt ef það er valið á milli fólks,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, einnig þingmaður flokksins. Þrír líklegastir Bryndís segir línurnar vera að skýrast. „Mér finnst hljóðið í Guðlaugi Þór eins og það sé ólíklegra að hann fari í framboð en ekki. Fyrir fram hefði maður ekki átt von á því. Svo hefur maður heyrt að Guðrún Hafsteinsdóttir sé að íhuga framboð og það eru komnar áskoranir á hana. Þannig ég held að við séum að horfa á það að það geti í mesta lagi verið þessir þrír,“ segir Bryndís. Hér eru þau sem hafa verið orðuð við hin ýmsu embætti innan Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Grafík Diljá ætlar að nýta næstu daga í að meta stöðuna og ákveða svo hvort hún stefni á varaformennsku. „Auðvitað hlýtur landsfundurinn að horfa til þess að það sé einhver breidd í forystunni. Þannig maður þarf líka að taka það með í myndina. Það er meðal þess sem ég er að horfa á,“ segir Diljá. Þannig ef Guðlaugur fer ekki fram, þá ferð þú fram í varaformanninn? „Ég hef nú ekkert sett þetta nákvæmlega svona upp. Ég hef bara verið að heyra í flokksmönnum og fá að vita hvernig þeir eru stefndir fyrir landsfundi, hvað þeir eru að hugsa og sömuleiðis þeir heyrt í mér. Og hvort mínir kraftar gætu nýst þar með einhverjum hætti,“ segir Diljá. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins mun vera talsvert breytt frá því sem verið hefur eftir næsta landsfund. Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún hverfa á braut en Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Ljóst þykir að Áslaug Arna bjóði sig fram til formanns á fundi á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson íhuga bæði formannsframboð og Guðlaugur segir stutt í að hann tilkynni um ákvörðun sína. Nokkur hafa verið orðuð við varaformannsembættið. Diljá eða Jens? Eða jafnvel Jón? Mest er rætt um Diljá Mist Einarsdóttur og Jens Garðar Helgason. Bæði íhuga nú stöðu sína en staðfesta ekkert í samtali við fréttastofu í dag. Nöfn Jóns Gunnarssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa einnig verið nefnd. Jón sagðist þó ekki hafa velt því fyrir sér þegar fréttastofa náði tali af honum. Fréttastofa hefur rætt við fleiri tengda flokknum í dag og flestir eru á sama máli. Það sé mjög ólíklegt að Áslaug verði ein í framboði til formanns. „Það er ekki mjög Sjálfstæðisflokkslegt þegar staðan er svona að við krýnum einhvern til formanns. Mér finnst bara mjög heilbrigt að við tökumst á um þetta og göngum síðan sameinuð út af flokksfundi,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er aldrei slæmt að takast á innan flokks og velja á milli manna. Við sjálfstæðismenn höfum verið þekktir fyrir það að vera iðulega með prófkjör. Þannig það er ekkert athugavert við það og bara mjög eðlilegt ef það er valið á milli fólks,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, einnig þingmaður flokksins. Þrír líklegastir Bryndís segir línurnar vera að skýrast. „Mér finnst hljóðið í Guðlaugi Þór eins og það sé ólíklegra að hann fari í framboð en ekki. Fyrir fram hefði maður ekki átt von á því. Svo hefur maður heyrt að Guðrún Hafsteinsdóttir sé að íhuga framboð og það eru komnar áskoranir á hana. Þannig ég held að við séum að horfa á það að það geti í mesta lagi verið þessir þrír,“ segir Bryndís. Hér eru þau sem hafa verið orðuð við hin ýmsu embætti innan Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Grafík Diljá ætlar að nýta næstu daga í að meta stöðuna og ákveða svo hvort hún stefni á varaformennsku. „Auðvitað hlýtur landsfundurinn að horfa til þess að það sé einhver breidd í forystunni. Þannig maður þarf líka að taka það með í myndina. Það er meðal þess sem ég er að horfa á,“ segir Diljá. Þannig ef Guðlaugur fer ekki fram, þá ferð þú fram í varaformanninn? „Ég hef nú ekkert sett þetta nákvæmlega svona upp. Ég hef bara verið að heyra í flokksmönnum og fá að vita hvernig þeir eru stefndir fyrir landsfundi, hvað þeir eru að hugsa og sömuleiðis þeir heyrt í mér. Og hvort mínir kraftar gætu nýst þar með einhverjum hætti,“ segir Diljá.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira