Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 12:14 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra. Hann hefur áður boðið sig fram til formanns flokksins. Það var árið 2022, en laut í lægra haldi gegn Bjarna Benediktssyni. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til opins fundar á morgun þar sem gert er ráð fyrir að hún greini frá framboði sínu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun sína um framboð verða tilkynnta á allra næstu dögum. Fundur Áslaugar fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á morgun. Fastlega er reiknað með að Áslaug tilkynni þar um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún hefur unnið ötullega að síðustu mánuði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Áslaug yrði þar með fyrst til að tilkynna formlega að hún hygði á formannsframboð. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til formanns eftir áskoranir þar um - en gaf ekki upp hversu mikinn umhugsunartíma hún tæki sér. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur einnig verið orðaður við framboð. „Það er ekki langt að bíða. Ég tilkynni hvaða ákvörðun ég mun taka, það er ekki komin tímasetning, en það er ekki langt í það,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist ekki geta staðfest hvort hann sé búinn að taka lokaákvörðun en hann hafi hugsað málið frá öllum hliðum. „Við vitum að það er margt sem við þurfum að gera til að koma okkur aftur á þann stað sem við viljum vera á. Þá má maður ekki bara að hugsa þetta út frá sjálfum sér heldur öðrum þáttum líka. Svo á maður sömuleiðis fjölskyldu og ýmislegt annað sem er mikilvægt að taka í myndina þegar maður er að meta hvað sé réttast og best að gera,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór hjálpar Bjarna Benediktssyni með bindið á kosningavöku í nóvember.Vísir/vilhelm Hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi og hvatningu síðustu daga. „Við verðum að ná til fólks sem við náðum áður til. Við þurfum svo sannarlega að breikka okkar ásýnd og ímynd,“ segir Guðlaugur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þá sem íhuga framboð þurfa að ákveða sig sem fyrst. Það geti verið gott fyrir flokkinn verði formannsslagur á landsfundi. „Þar sem að öflugir frambjóðendur takast á. Það getur orðið mikil lyftistöng fyrir stjórnmálaflokka, það er að segja ef menn forðast mjög harðvítar innanflokksdeilur í kjölfar slíks, þá hefur það mjög oft verið lyftistöng,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Ívar Fannar Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Fundur Áslaugar fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á morgun. Fastlega er reiknað með að Áslaug tilkynni þar um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún hefur unnið ötullega að síðustu mánuði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Áslaug yrði þar með fyrst til að tilkynna formlega að hún hygði á formannsframboð. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til formanns eftir áskoranir þar um - en gaf ekki upp hversu mikinn umhugsunartíma hún tæki sér. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur einnig verið orðaður við framboð. „Það er ekki langt að bíða. Ég tilkynni hvaða ákvörðun ég mun taka, það er ekki komin tímasetning, en það er ekki langt í það,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist ekki geta staðfest hvort hann sé búinn að taka lokaákvörðun en hann hafi hugsað málið frá öllum hliðum. „Við vitum að það er margt sem við þurfum að gera til að koma okkur aftur á þann stað sem við viljum vera á. Þá má maður ekki bara að hugsa þetta út frá sjálfum sér heldur öðrum þáttum líka. Svo á maður sömuleiðis fjölskyldu og ýmislegt annað sem er mikilvægt að taka í myndina þegar maður er að meta hvað sé réttast og best að gera,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór hjálpar Bjarna Benediktssyni með bindið á kosningavöku í nóvember.Vísir/vilhelm Hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi og hvatningu síðustu daga. „Við verðum að ná til fólks sem við náðum áður til. Við þurfum svo sannarlega að breikka okkar ásýnd og ímynd,“ segir Guðlaugur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þá sem íhuga framboð þurfa að ákveða sig sem fyrst. Það geti verið gott fyrir flokkinn verði formannsslagur á landsfundi. „Þar sem að öflugir frambjóðendur takast á. Það getur orðið mikil lyftistöng fyrir stjórnmálaflokka, það er að segja ef menn forðast mjög harðvítar innanflokksdeilur í kjölfar slíks, þá hefur það mjög oft verið lyftistöng,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Ívar Fannar
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira