Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 12:14 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra. Hann hefur áður boðið sig fram til formanns flokksins. Það var árið 2022, en laut í lægra haldi gegn Bjarna Benediktssyni. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til opins fundar á morgun þar sem gert er ráð fyrir að hún greini frá framboði sínu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun sína um framboð verða tilkynnta á allra næstu dögum. Fundur Áslaugar fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á morgun. Fastlega er reiknað með að Áslaug tilkynni þar um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún hefur unnið ötullega að síðustu mánuði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Áslaug yrði þar með fyrst til að tilkynna formlega að hún hygði á formannsframboð. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til formanns eftir áskoranir þar um - en gaf ekki upp hversu mikinn umhugsunartíma hún tæki sér. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur einnig verið orðaður við framboð. „Það er ekki langt að bíða. Ég tilkynni hvaða ákvörðun ég mun taka, það er ekki komin tímasetning, en það er ekki langt í það,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist ekki geta staðfest hvort hann sé búinn að taka lokaákvörðun en hann hafi hugsað málið frá öllum hliðum. „Við vitum að það er margt sem við þurfum að gera til að koma okkur aftur á þann stað sem við viljum vera á. Þá má maður ekki bara að hugsa þetta út frá sjálfum sér heldur öðrum þáttum líka. Svo á maður sömuleiðis fjölskyldu og ýmislegt annað sem er mikilvægt að taka í myndina þegar maður er að meta hvað sé réttast og best að gera,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór hjálpar Bjarna Benediktssyni með bindið á kosningavöku í nóvember.Vísir/vilhelm Hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi og hvatningu síðustu daga. „Við verðum að ná til fólks sem við náðum áður til. Við þurfum svo sannarlega að breikka okkar ásýnd og ímynd,“ segir Guðlaugur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þá sem íhuga framboð þurfa að ákveða sig sem fyrst. Það geti verið gott fyrir flokkinn verði formannsslagur á landsfundi. „Þar sem að öflugir frambjóðendur takast á. Það getur orðið mikil lyftistöng fyrir stjórnmálaflokka, það er að segja ef menn forðast mjög harðvítar innanflokksdeilur í kjölfar slíks, þá hefur það mjög oft verið lyftistöng,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Ívar Fannar Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Fundur Áslaugar fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á morgun. Fastlega er reiknað með að Áslaug tilkynni þar um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún hefur unnið ötullega að síðustu mánuði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Áslaug yrði þar með fyrst til að tilkynna formlega að hún hygði á formannsframboð. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til formanns eftir áskoranir þar um - en gaf ekki upp hversu mikinn umhugsunartíma hún tæki sér. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur einnig verið orðaður við framboð. „Það er ekki langt að bíða. Ég tilkynni hvaða ákvörðun ég mun taka, það er ekki komin tímasetning, en það er ekki langt í það,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist ekki geta staðfest hvort hann sé búinn að taka lokaákvörðun en hann hafi hugsað málið frá öllum hliðum. „Við vitum að það er margt sem við þurfum að gera til að koma okkur aftur á þann stað sem við viljum vera á. Þá má maður ekki bara að hugsa þetta út frá sjálfum sér heldur öðrum þáttum líka. Svo á maður sömuleiðis fjölskyldu og ýmislegt annað sem er mikilvægt að taka í myndina þegar maður er að meta hvað sé réttast og best að gera,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór hjálpar Bjarna Benediktssyni með bindið á kosningavöku í nóvember.Vísir/vilhelm Hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi og hvatningu síðustu daga. „Við verðum að ná til fólks sem við náðum áður til. Við þurfum svo sannarlega að breikka okkar ásýnd og ímynd,“ segir Guðlaugur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þá sem íhuga framboð þurfa að ákveða sig sem fyrst. Það geti verið gott fyrir flokkinn verði formannsslagur á landsfundi. „Þar sem að öflugir frambjóðendur takast á. Það getur orðið mikil lyftistöng fyrir stjórnmálaflokka, það er að segja ef menn forðast mjög harðvítar innanflokksdeilur í kjölfar slíks, þá hefur það mjög oft verið lyftistöng,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Ívar Fannar
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira