Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 07:05 Dacia Duster eru vinsælir bílaleigubílar hér á landi. Ekki fylgir úrskurðinum hvort um slíka bifreið hafi verið að ræða í þessu tilfelli. Lien Van Win/Unsplash Bílaleigu hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum eina milljón króna, sem bílaleigan rukkaði vegna tjóns sem varð á bíl þegar hann varð fyrir eldingu. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem kvað upp úrskurð sinn fyrr í mánuðinum. Kvörtun vegna málsins barst nefndinni í júlí á síðasta ári. Í úrskurðinum kemur fram að bíllinn hafi verið tekinn á leigu yfir tíu daga tímabil í júlí 2021, og 343.399 verið greiddar fyrir. Á leigutímabilinu hafi orðið tjón á bílnum þegar hann varð fyrir eldingu. Bílaleigan hafi þá krafið leigjandann um eina milljón króna, sem sá síðarnefndi hafi talið sér skylt að greiða. Viðkomandi hafi í október 2021 haft samband við bílaleiguna til þess að fá staðfestingu á kostnaði viðgerðarinnar, sem hafi verið metinn 1.998.225. Leigjandinn taldi sér hafa verið óskylt að greiða kröfuna og gerði því kröfu um endurgreiðslu milljónarinnar, ásamt vöxtum. Tilviljanakennt tjón fellur á leigusala Í úrskurði sínum segir nefndin óumdeilt að eldingu hafi lostið í bílinn, sem orsakaði tjónið sem á honum varð. „Í hefðbundnum leigusamningum er meginreglan sú að leigusali ber áhættuna af því að leiguandlagið spillist af tilviljun á leigutímanum. Ef tjón á hinu leigða má rekja til saknæmrar háttsemi aðila er meginreglan sú að hvor aðila um sig ábyrgist það tjón sem hann hefur valdið. Til þess að krefjast skaðabóta frá sóknaraðila [leigjandanum] vegna tjónsins ber varnaraðila [bílaleigunni] samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins að sýna fram á fjárhagslegt tjón og raunverulegt umfang þess vegna þeirra skemmda sem urðu á bifreiðinni,“ segir í úrskurðinum. Þar segir einnig að bílaleigan hefði þurft að sýna fram á að leigjandinn bæri ábyrgð á tjóninu vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi sinnar, og að orsakatengsl væru milli háttseminnar og tjónsins. „Verði tjónið ekki rakið til athafna sóknaraðila verður varnaraðili að bera ábyrgð á því. Í málinu liggur ekkert fyrir sem staðreynir að varnaraðili hafi í raun greitt viðgerðarkostnaðinn sem tilgreindur er í tjónamati fyrirtækisins […] vegna viðgerðar á bifreiðinni, hvað þá aðra fjárhæð. Þá liggur ekkert fyrir um hvort viðgerð hafi í raun farið fram á bifreiðinni. Fyrrgreint tjónamat, sem varnaraðili aflaði einhliða, dugar að mati nefndarinnar ekki eitt og sér til þess að sýna fram á fjárhagslegt tjón varnaraðila, eða að því hafi verið valdið með skaðabótaskyldri háttsemi sóknaraðila.“ Fær dráttarvexti en ekki vexti Var það mat kærunefndarinnar að bílaleigunni hefði ekki tekist að sýna fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón sitt vegna viðgerðar á bílnum. Því hafi ekki fengist séð á hvaða grundvelli greiðslunnar var krafist af leigjandanum. „Með hliðsjón af öllu framangreindu verður fallist á að varnaraðila beri að endurgreiða sóknaraðila 1.000.000 króna sem sóknaraðili var krafinn um og greiddi vegna tjóns á bifreiðinni.“ Þar sem leigjandinn krafðist endurgreiðslu en ekki bóta vegna málsins var ekki fallist á kröfu hans um vexti, þar sem slíkar kröfur bera ekki vexti samkvæmt IV. kafla laga númer 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafan bar þó dráttarvexti frá og með 26. júlí, eða einum mánuði frá því leigjandinn gerði kröfu um endurgreiðsluna. Bílaleigur Ferðaþjónusta Neytendur Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem kvað upp úrskurð sinn fyrr í mánuðinum. Kvörtun vegna málsins barst nefndinni í júlí á síðasta ári. Í úrskurðinum kemur fram að bíllinn hafi verið tekinn á leigu yfir tíu daga tímabil í júlí 2021, og 343.399 verið greiddar fyrir. Á leigutímabilinu hafi orðið tjón á bílnum þegar hann varð fyrir eldingu. Bílaleigan hafi þá krafið leigjandann um eina milljón króna, sem sá síðarnefndi hafi talið sér skylt að greiða. Viðkomandi hafi í október 2021 haft samband við bílaleiguna til þess að fá staðfestingu á kostnaði viðgerðarinnar, sem hafi verið metinn 1.998.225. Leigjandinn taldi sér hafa verið óskylt að greiða kröfuna og gerði því kröfu um endurgreiðslu milljónarinnar, ásamt vöxtum. Tilviljanakennt tjón fellur á leigusala Í úrskurði sínum segir nefndin óumdeilt að eldingu hafi lostið í bílinn, sem orsakaði tjónið sem á honum varð. „Í hefðbundnum leigusamningum er meginreglan sú að leigusali ber áhættuna af því að leiguandlagið spillist af tilviljun á leigutímanum. Ef tjón á hinu leigða má rekja til saknæmrar háttsemi aðila er meginreglan sú að hvor aðila um sig ábyrgist það tjón sem hann hefur valdið. Til þess að krefjast skaðabóta frá sóknaraðila [leigjandanum] vegna tjónsins ber varnaraðila [bílaleigunni] samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins að sýna fram á fjárhagslegt tjón og raunverulegt umfang þess vegna þeirra skemmda sem urðu á bifreiðinni,“ segir í úrskurðinum. Þar segir einnig að bílaleigan hefði þurft að sýna fram á að leigjandinn bæri ábyrgð á tjóninu vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi sinnar, og að orsakatengsl væru milli háttseminnar og tjónsins. „Verði tjónið ekki rakið til athafna sóknaraðila verður varnaraðili að bera ábyrgð á því. Í málinu liggur ekkert fyrir sem staðreynir að varnaraðili hafi í raun greitt viðgerðarkostnaðinn sem tilgreindur er í tjónamati fyrirtækisins […] vegna viðgerðar á bifreiðinni, hvað þá aðra fjárhæð. Þá liggur ekkert fyrir um hvort viðgerð hafi í raun farið fram á bifreiðinni. Fyrrgreint tjónamat, sem varnaraðili aflaði einhliða, dugar að mati nefndarinnar ekki eitt og sér til þess að sýna fram á fjárhagslegt tjón varnaraðila, eða að því hafi verið valdið með skaðabótaskyldri háttsemi sóknaraðila.“ Fær dráttarvexti en ekki vexti Var það mat kærunefndarinnar að bílaleigunni hefði ekki tekist að sýna fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón sitt vegna viðgerðar á bílnum. Því hafi ekki fengist séð á hvaða grundvelli greiðslunnar var krafist af leigjandanum. „Með hliðsjón af öllu framangreindu verður fallist á að varnaraðila beri að endurgreiða sóknaraðila 1.000.000 króna sem sóknaraðili var krafinn um og greiddi vegna tjóns á bifreiðinni.“ Þar sem leigjandinn krafðist endurgreiðslu en ekki bóta vegna málsins var ekki fallist á kröfu hans um vexti, þar sem slíkar kröfur bera ekki vexti samkvæmt IV. kafla laga númer 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafan bar þó dráttarvexti frá og með 26. júlí, eða einum mánuði frá því leigjandinn gerði kröfu um endurgreiðsluna.
Bílaleigur Ferðaþjónusta Neytendur Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira