Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2025 12:12 Kennarar héldu sérstakan baráttu- og samstöðufundur í Háskólabíói í nóvember og var húsfyllir. Vísir/Anton Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Þar á meðal í fjórum leikskólum. Það er í leikskólunum Holti í Reykjanesbæ, Drafnarsteini í Reykjavík, Ársölum á Sauðárkróki og Leikskóla Seltjarnarnes. Verkföllin í leikskólunum voru ótímabundin ólíkt hinum skólunum. Verkfallsaðgerðunum var frestað í lok nóvember eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt en verkföllin hefjast á ný ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar. Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga virðist vera í algjörum hnút og langt í að samningar náist. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í deilunni og óvíst hvenær það verður gert. Foreldrar barna í leikskólunum fjórum sjá því fram á að verkföll hefjist á ný. Þeir hafa bent á að það sé óréttlátt að verkfallsaðgerðirnar bitni aðeins á litlum hópi barna. Þá hefur umboðsmaður barna sagt verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Foreldrar barna á leikskólunum fjórum hafa því stofnað sérstakt félag sem hefur stefnt Kennarasambandinu til fá úr því skorið hvort aðgerðirnar séu í raun löglegar. Aðalmeðferð í málinu verður um miðja næstu viku. Málið er rekið sem flýtimeðferðarmál sem gerir ráð fyrir að málið gangi hraðar en almennt gerist með mál fyrir dómstólum. Ekki náðist í Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambandsins vegna málsins fyrir fréttir. Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Þar á meðal í fjórum leikskólum. Það er í leikskólunum Holti í Reykjanesbæ, Drafnarsteini í Reykjavík, Ársölum á Sauðárkróki og Leikskóla Seltjarnarnes. Verkföllin í leikskólunum voru ótímabundin ólíkt hinum skólunum. Verkfallsaðgerðunum var frestað í lok nóvember eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt en verkföllin hefjast á ný ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar. Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga virðist vera í algjörum hnút og langt í að samningar náist. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í deilunni og óvíst hvenær það verður gert. Foreldrar barna í leikskólunum fjórum sjá því fram á að verkföll hefjist á ný. Þeir hafa bent á að það sé óréttlátt að verkfallsaðgerðirnar bitni aðeins á litlum hópi barna. Þá hefur umboðsmaður barna sagt verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Foreldrar barna á leikskólunum fjórum hafa því stofnað sérstakt félag sem hefur stefnt Kennarasambandinu til fá úr því skorið hvort aðgerðirnar séu í raun löglegar. Aðalmeðferð í málinu verður um miðja næstu viku. Málið er rekið sem flýtimeðferðarmál sem gerir ráð fyrir að málið gangi hraðar en almennt gerist með mál fyrir dómstólum. Ekki náðist í Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambandsins vegna málsins fyrir fréttir.
Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira