Við ræðum við forstjóra Vinnumálastofnunar sem segir að úrskurðurinn hafi komið á óvart og að miklir hagsmunir séu í húfi.
Þá verður rætt við fulltrúa borgarinnar um þá fáliðun sem víða er í leikskólakerfinu í Reykjavík.
Að auki segjum við frá hugmyndum Trump um hvernig á að stöðva stríðið í Úkraínu og segjum frá átaki sem hefst í geðheilbrigðismálum á Norðurlandi innan tíðar.
Í íþróttapakkanum er frækinn sigur strákanna okkar á Egyptum gerður upp og hitað upp fyrir leikinn á morgun.