Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 12:00 Raphinha nýtur lífsins hjá Barcelona en þar er hann kominn í risastórt hlutverk og er Brassinn að eiga frábært tímabil í vetur. Getty/Yasser Bakhsh Brasilíumaðurinn Raphinha fer nú á kostum með Barcelona og skoraði nú síðast mikilvægt sigurmark liðsins í Meistaradeildarleik í vikunni. Saga Raphinha er efni í eitt gott ævintýri eða eina dramatíska upplífgandi kvikmynd enda fæddist hann í einu af fátækustu hverfunum í Brasilíu. Raphinha bjó í einu herbergi með foreldrum sínum, systkinum og gæludýrum fjölskyldunnar. Hætturnar lágu víða og margur vinahópurinn leiddist út í glæpi og miður skemmtilega hluti. Hann hafði styrk og þor til að veðja á fótboltann sem sína leið til betri framtíðar. Raphinha hefur sagt frá því að hann hafi þurft að betla mat á götunum hjá ókunnugum til að fá eitthvað að borða eftir æfingar. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fótboltaiðkun hans var heldur ekki hættulaus og hann fékk stundum líflátshótanir fyrir leiki. Fótboltinn var engu að síður hans brú úr hryllilegum aðstæðum í favellunni og núna er hann orðinn stórstjarna í fótboltanum Hann þurfti að sýna hörku og baráttu til að lífa af í þessum erfiðum aðstæðum og ná að nýta þau fáu tækifæri sem buðust. Úr varð líka þessi mikli keppnismaður og baráttumaður sem hann er inn á fótboltavellinum í dag. Frammistaða Raphinha hefur verið það góð á þessu tímabili að sumir eru farnir að orða hann við Gullknöttinn, Ballon D´or. Hann byrjaði ekki allt of vel hjá Barcelona en enn á ný sýndi hann styrk og þolinmæði. Í dag er hann ekki aðeins fastamaður heldur stundum fyrirliði og einn af leiðtogum liðsins. Hann er líka algjör lykilamður í sóknarleik þess. Á tímabilinu er hinn 28 ára gamli Raphinha kominn með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 30 leikjum þar af átta mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LCxN8ld-f8k">watch on YouTube</a> Spænski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira
Saga Raphinha er efni í eitt gott ævintýri eða eina dramatíska upplífgandi kvikmynd enda fæddist hann í einu af fátækustu hverfunum í Brasilíu. Raphinha bjó í einu herbergi með foreldrum sínum, systkinum og gæludýrum fjölskyldunnar. Hætturnar lágu víða og margur vinahópurinn leiddist út í glæpi og miður skemmtilega hluti. Hann hafði styrk og þor til að veðja á fótboltann sem sína leið til betri framtíðar. Raphinha hefur sagt frá því að hann hafi þurft að betla mat á götunum hjá ókunnugum til að fá eitthvað að borða eftir æfingar. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fótboltaiðkun hans var heldur ekki hættulaus og hann fékk stundum líflátshótanir fyrir leiki. Fótboltinn var engu að síður hans brú úr hryllilegum aðstæðum í favellunni og núna er hann orðinn stórstjarna í fótboltanum Hann þurfti að sýna hörku og baráttu til að lífa af í þessum erfiðum aðstæðum og ná að nýta þau fáu tækifæri sem buðust. Úr varð líka þessi mikli keppnismaður og baráttumaður sem hann er inn á fótboltavellinum í dag. Frammistaða Raphinha hefur verið það góð á þessu tímabili að sumir eru farnir að orða hann við Gullknöttinn, Ballon D´or. Hann byrjaði ekki allt of vel hjá Barcelona en enn á ný sýndi hann styrk og þolinmæði. Í dag er hann ekki aðeins fastamaður heldur stundum fyrirliði og einn af leiðtogum liðsins. Hann er líka algjör lykilamður í sóknarleik þess. Á tímabilinu er hinn 28 ára gamli Raphinha kominn með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 30 leikjum þar af átta mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LCxN8ld-f8k">watch on YouTube</a>
Spænski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira