Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2025 08:45 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka og Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS. Aðsend Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. Þar segir einnig að samhliða þessum samstarfssamningi komi VÍS til með að bjóða upp á þjónustu í nokkrum af útibúum Íslandsbanka og vera með sýnileika í öllum dreifileiðum bankans, vef, appi og netbanka. „Við erum mjög spennt að bjóða tryggingar sem hluta af vöruframboði Íslandsbanka og auka þjónustuna við okkar viðskiptavini. Við sjáum fjölmörg tækifæri í því að vinna með VÍS og nýta meðal annars fríðindakerfið okkar, Fríðu, sem er eitt öflugasta sinnar tegundar á landinu. Vegferðin með VÍS er einnig hluti af sókn bankans á nýju ári og hluti af nýrri stefnu hans. Þar er horft til frekari krosssölu og enn betri þjónustu. Við hlökkum því mjög til að sækja fram í samstarfi við VÍS,” segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, í tilkynningunni. VÍS er í dag með þjónustuskrifstofur á sjö stöðum en Íslandsbanki er með tólf útibú. Með samstarfinu er þjónusta við viðskiptavini beggja félaga þannig aukin. Samstarfið og útfærslur þess verður kynnt nánar á vormánuðum samkvæmt tilkynningunni. Bæði Íslandsbanki og VÍS eiga djúpar rætur í íslensku samfélagi þar sem í báðum félögum er lögð mikil áhersla á þjónustu og upplifun viðskiptavina. „Við erum ákaflega stolt af því að kynna þetta samstarf við Íslandsbanka. Með því stígum við stórt skref í að bæta upplifun viðskiptavina okkar en með því að sameina krafta okkar gerum við viðskiptavinum kleift að fá bæði fjármála- og tryggingaþjónustu á einum stað. Við hlökkum til að kynna útfærslur samstarfsins betur á næstu mánuðum og erum fullviss um að viðskiptavinir muni upplifa aukinn ávinning enda leggja bæði félög áherslu á framúrskarandi þjónustu,” segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, í tilkynningu. Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Tryggingar Fjármál heimilisins Íslandsbanki Skagi Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þar segir einnig að samhliða þessum samstarfssamningi komi VÍS til með að bjóða upp á þjónustu í nokkrum af útibúum Íslandsbanka og vera með sýnileika í öllum dreifileiðum bankans, vef, appi og netbanka. „Við erum mjög spennt að bjóða tryggingar sem hluta af vöruframboði Íslandsbanka og auka þjónustuna við okkar viðskiptavini. Við sjáum fjölmörg tækifæri í því að vinna með VÍS og nýta meðal annars fríðindakerfið okkar, Fríðu, sem er eitt öflugasta sinnar tegundar á landinu. Vegferðin með VÍS er einnig hluti af sókn bankans á nýju ári og hluti af nýrri stefnu hans. Þar er horft til frekari krosssölu og enn betri þjónustu. Við hlökkum því mjög til að sækja fram í samstarfi við VÍS,” segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, í tilkynningunni. VÍS er í dag með þjónustuskrifstofur á sjö stöðum en Íslandsbanki er með tólf útibú. Með samstarfinu er þjónusta við viðskiptavini beggja félaga þannig aukin. Samstarfið og útfærslur þess verður kynnt nánar á vormánuðum samkvæmt tilkynningunni. Bæði Íslandsbanki og VÍS eiga djúpar rætur í íslensku samfélagi þar sem í báðum félögum er lögð mikil áhersla á þjónustu og upplifun viðskiptavina. „Við erum ákaflega stolt af því að kynna þetta samstarf við Íslandsbanka. Með því stígum við stórt skref í að bæta upplifun viðskiptavina okkar en með því að sameina krafta okkar gerum við viðskiptavinum kleift að fá bæði fjármála- og tryggingaþjónustu á einum stað. Við hlökkum til að kynna útfærslur samstarfsins betur á næstu mánuðum og erum fullviss um að viðskiptavinir muni upplifa aukinn ávinning enda leggja bæði félög áherslu á framúrskarandi þjónustu,” segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, í tilkynningu.
Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Tryggingar Fjármál heimilisins Íslandsbanki Skagi Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira