„Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 09:31 Það lá mjög vel á Ibrahima Konate á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á móti Lille í Meistaradeildinni. Getty/Liverpool FC Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, er að spila í gegnum sársauka þessa dagana en franski miðvörðurinn segist vera meira en tilbúinn að fórna sér fyrir félagið sitt. Konaté missti úr mánuð vegna meiðsla eftir að hafa meiðst á hné í sigri á Real Madrid í nóvember. Hann kom til baka í 2-2 jafntefli á móti Manchester United fyrr í þessum mánuði. „Ég reyndi að koma til baka hundrað prósent en náði því ekki. Ég flýtti mér of mikið í endurhæfingunni,“ sagði Konaté á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Lille. Hákon Arnar Haraldsson og félagar mæta á Anfield í kvöld. „Ég gerði það fyrir liðið mitt. Ég myndi deyja fyrir Liverpool og legg þetta því á mig. Hnéð mitt verður orðið hundrað prósent fljótlega. Ég finn samt enn til. Ég tek verkjatöflur og það dugar mér til að spila,“ sagði Konaté. ESPN segir frá. „Ég var á leiðinni til baka en planið var að æfa í eina viku í viðbót. Svo sá ég Joe [Gomez] meiðast og hugsaði: Okei, ég þarf að koma fyrr til baka. Ég fann fyrir hnénu í fyrsta leiknum en það verður betra og betra með hverjum leik. Sjúkraþjálfararnir og læknaliðið hafa hjálpað mér mikið,“ sagði Konaté. Konaté og Virgil van Dijk ná vel saman og mynda frábært miðvarðarpar. Konaté hrósar hollenska miðverðinum. „Hann er sá besti að mínu mati. Það er enginn betri en hann í þessari stöðu. Ég hef aldrei sagt það við hann en ég vil verða betri en hann einn daginn. Ég vil leggja mikið á mig til að ná því einn daginn,“ sagði Konaté. „Ég kom til þessa félags þegar ég var 21 árs. Ég var virkilega ungur og ég hef þroskast hér bæði sem manneskja og sem leikmaður. Þetta félag hjálpaði mér að verða fyrirliði landsliðsins [á móti Ítalíu í nóvember]. Það var stór stund fyrir mig ég veit að ég þarf að leggja mikið á mig til að halda mér á þessum stað,“ sagði Konaté. Samningur Konaté rennur út sumarið 2026 en hann staðfesti að Liverpool hafi boðið honum nýjan samning. Konaté vildi þó ekki staðfesta það hvort hann yrði áfram. „Ég er að einbeita mér að því sem er að gerast núna og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er allt annað samtal,“ sagði Konaté. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Konaté missti úr mánuð vegna meiðsla eftir að hafa meiðst á hné í sigri á Real Madrid í nóvember. Hann kom til baka í 2-2 jafntefli á móti Manchester United fyrr í þessum mánuði. „Ég reyndi að koma til baka hundrað prósent en náði því ekki. Ég flýtti mér of mikið í endurhæfingunni,“ sagði Konaté á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Lille. Hákon Arnar Haraldsson og félagar mæta á Anfield í kvöld. „Ég gerði það fyrir liðið mitt. Ég myndi deyja fyrir Liverpool og legg þetta því á mig. Hnéð mitt verður orðið hundrað prósent fljótlega. Ég finn samt enn til. Ég tek verkjatöflur og það dugar mér til að spila,“ sagði Konaté. ESPN segir frá. „Ég var á leiðinni til baka en planið var að æfa í eina viku í viðbót. Svo sá ég Joe [Gomez] meiðast og hugsaði: Okei, ég þarf að koma fyrr til baka. Ég fann fyrir hnénu í fyrsta leiknum en það verður betra og betra með hverjum leik. Sjúkraþjálfararnir og læknaliðið hafa hjálpað mér mikið,“ sagði Konaté. Konaté og Virgil van Dijk ná vel saman og mynda frábært miðvarðarpar. Konaté hrósar hollenska miðverðinum. „Hann er sá besti að mínu mati. Það er enginn betri en hann í þessari stöðu. Ég hef aldrei sagt það við hann en ég vil verða betri en hann einn daginn. Ég vil leggja mikið á mig til að ná því einn daginn,“ sagði Konaté. „Ég kom til þessa félags þegar ég var 21 árs. Ég var virkilega ungur og ég hef þroskast hér bæði sem manneskja og sem leikmaður. Þetta félag hjálpaði mér að verða fyrirliði landsliðsins [á móti Ítalíu í nóvember]. Það var stór stund fyrir mig ég veit að ég þarf að leggja mikið á mig til að halda mér á þessum stað,“ sagði Konaté. Samningur Konaté rennur út sumarið 2026 en hann staðfesti að Liverpool hafi boðið honum nýjan samning. Konaté vildi þó ekki staðfesta það hvort hann yrði áfram. „Ég er að einbeita mér að því sem er að gerast núna og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er allt annað samtal,“ sagði Konaté.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti