„Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 09:31 Það lá mjög vel á Ibrahima Konate á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á móti Lille í Meistaradeildinni. Getty/Liverpool FC Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, er að spila í gegnum sársauka þessa dagana en franski miðvörðurinn segist vera meira en tilbúinn að fórna sér fyrir félagið sitt. Konaté missti úr mánuð vegna meiðsla eftir að hafa meiðst á hné í sigri á Real Madrid í nóvember. Hann kom til baka í 2-2 jafntefli á móti Manchester United fyrr í þessum mánuði. „Ég reyndi að koma til baka hundrað prósent en náði því ekki. Ég flýtti mér of mikið í endurhæfingunni,“ sagði Konaté á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Lille. Hákon Arnar Haraldsson og félagar mæta á Anfield í kvöld. „Ég gerði það fyrir liðið mitt. Ég myndi deyja fyrir Liverpool og legg þetta því á mig. Hnéð mitt verður orðið hundrað prósent fljótlega. Ég finn samt enn til. Ég tek verkjatöflur og það dugar mér til að spila,“ sagði Konaté. ESPN segir frá. „Ég var á leiðinni til baka en planið var að æfa í eina viku í viðbót. Svo sá ég Joe [Gomez] meiðast og hugsaði: Okei, ég þarf að koma fyrr til baka. Ég fann fyrir hnénu í fyrsta leiknum en það verður betra og betra með hverjum leik. Sjúkraþjálfararnir og læknaliðið hafa hjálpað mér mikið,“ sagði Konaté. Konaté og Virgil van Dijk ná vel saman og mynda frábært miðvarðarpar. Konaté hrósar hollenska miðverðinum. „Hann er sá besti að mínu mati. Það er enginn betri en hann í þessari stöðu. Ég hef aldrei sagt það við hann en ég vil verða betri en hann einn daginn. Ég vil leggja mikið á mig til að ná því einn daginn,“ sagði Konaté. „Ég kom til þessa félags þegar ég var 21 árs. Ég var virkilega ungur og ég hef þroskast hér bæði sem manneskja og sem leikmaður. Þetta félag hjálpaði mér að verða fyrirliði landsliðsins [á móti Ítalíu í nóvember]. Það var stór stund fyrir mig ég veit að ég þarf að leggja mikið á mig til að halda mér á þessum stað,“ sagði Konaté. Samningur Konaté rennur út sumarið 2026 en hann staðfesti að Liverpool hafi boðið honum nýjan samning. Konaté vildi þó ekki staðfesta það hvort hann yrði áfram. „Ég er að einbeita mér að því sem er að gerast núna og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er allt annað samtal,“ sagði Konaté. Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Konaté missti úr mánuð vegna meiðsla eftir að hafa meiðst á hné í sigri á Real Madrid í nóvember. Hann kom til baka í 2-2 jafntefli á móti Manchester United fyrr í þessum mánuði. „Ég reyndi að koma til baka hundrað prósent en náði því ekki. Ég flýtti mér of mikið í endurhæfingunni,“ sagði Konaté á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Lille. Hákon Arnar Haraldsson og félagar mæta á Anfield í kvöld. „Ég gerði það fyrir liðið mitt. Ég myndi deyja fyrir Liverpool og legg þetta því á mig. Hnéð mitt verður orðið hundrað prósent fljótlega. Ég finn samt enn til. Ég tek verkjatöflur og það dugar mér til að spila,“ sagði Konaté. ESPN segir frá. „Ég var á leiðinni til baka en planið var að æfa í eina viku í viðbót. Svo sá ég Joe [Gomez] meiðast og hugsaði: Okei, ég þarf að koma fyrr til baka. Ég fann fyrir hnénu í fyrsta leiknum en það verður betra og betra með hverjum leik. Sjúkraþjálfararnir og læknaliðið hafa hjálpað mér mikið,“ sagði Konaté. Konaté og Virgil van Dijk ná vel saman og mynda frábært miðvarðarpar. Konaté hrósar hollenska miðverðinum. „Hann er sá besti að mínu mati. Það er enginn betri en hann í þessari stöðu. Ég hef aldrei sagt það við hann en ég vil verða betri en hann einn daginn. Ég vil leggja mikið á mig til að ná því einn daginn,“ sagði Konaté. „Ég kom til þessa félags þegar ég var 21 árs. Ég var virkilega ungur og ég hef þroskast hér bæði sem manneskja og sem leikmaður. Þetta félag hjálpaði mér að verða fyrirliði landsliðsins [á móti Ítalíu í nóvember]. Það var stór stund fyrir mig ég veit að ég þarf að leggja mikið á mig til að halda mér á þessum stað,“ sagði Konaté. Samningur Konaté rennur út sumarið 2026 en hann staðfesti að Liverpool hafi boðið honum nýjan samning. Konaté vildi þó ekki staðfesta það hvort hann yrði áfram. „Ég er að einbeita mér að því sem er að gerast núna og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er allt annað samtal,“ sagði Konaté.
Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira