Karen tekur við starfinu af Þórarni G. Péturssyni sem á dögunum var skipaður varaseðlabankastjóri.
Karen hóf störf hjá Seðlabankanum árið 2006 sem hagfræðingur og hefur gegnt stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu á sviði hagfræði og peningastefnu síðan árið 2018. Á þeim tíma hefur hún einnig verið staðgengill aðalhagfræðings bankans og gegnt hlutverki ritara peningastefnunefndar.
Karen er með meistarapróf í hagfræði frá háskólanum í Árósum í Danmörku frá árinu 2005 en hún lauk grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003.