Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 20. janúar 2025 09:30 Jonas Wille í leikhléi með sínum mönnum gegn Portúgal á HM í gær Vísir/EPA Það er orðið ljós að norska karlalandsliðið í handbolta fer með ekkert stig í milliriðla eftir tap gegn Portúgal í E-riðli á HM í handbolta eftir tap gegn Portúgal í gær. Það var annað tap liðsins í þremur leikjum í riðlakeppninni. Óhætt er að segja að Norðmenn séu í sárum yfir gengi liðsins en bjartsýni ríkti í Noregi fyrir heimsmeistaramót, sér í lagi þar sem að norska landsliðið hefur leikið sína leiki í riðlakeppninni á heimavelli en HM fer þetta árið fram í Danmörku, Króatíu og Noregi. Keppni í E-riðli lauk í gær. Norðmenn töpuðu opnunarleik sínum gegn Brasilíu, unnu Bandaríkjamenn í næsta leik en töpuðu í gær með þriggja marka mun gegn Portúgal. Þeir enda því í 3.sæti E-riðils og fara í milliriðil með ekkert stig og nær enga von um að komast upp úr honum í átta liða úrslit. Fjallað er um stöðuna í norskum miðlum í morgun. Jonas Wille situr í sjóðandi heitu sæti þessa dagana og kallað eftir því að nýr þjálfari taki við stjórnartaumunum hjá norska landsliðinu.Vísir/EPA Verdens Gang segir gengi liðsins á HM hreint og klárt fíaskó. Norska landsliðinu hafi verið slátrað á heimavelli og sérfræðingar miðilsins kalla eftir breytingum á þjálfarateymi liðsins, að þjálfarinn Jonas Wille verði látinn fara. „Þetta er hans fjórða stórmót, jafnvel þó að liðið hafi átt sína spretti er mín tilfinning sú að við höfum aldrei verið eins langt frá okkar markmiðum. Það þarf að breyta einhverju. Það er þjálfarinn sem ber mestu ábyrgðina,“ segir Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay um málið. Og ekki er bara fjallað um málið í norskum miðlum. Slæmt gengi norska landsliðsins vekur athygli út fyrir norska landhelgi. „Þetta er mikið sjokk fyrir norska karlalandsliðið. Að þeir skyldu ekki rísa undir nafni á heimavelli. Ég er í sjokki yfir þessu. Þeir geta ekki staðið sig þegar að það skiptir mestu máli og eru þess í stað aðhlátursefni fyrir framan sína eigin stuðningsmenn,“ skrifar Johnny Wojciech Kokborg, sérfræðingur danska miðilsins BT. Sander Sagosen í leiknum gegn Portúgal í gærVísir/EPA Og stórstjarna liðsins, Sander Sagosen, segir gengið til þessa mikil vonbrigði. „Við höfðum sett okkur háleit markmið fyrir mótið og okkur hefur hlakkað til þess að taka þátt á þessu móti í nokkur ár.“ „Við ætluðum okkur að fara með fjögur stig í milliriðil, það var markmiðið. Núna er ég vonsvikinn og sorgmæddur…Ég hef verið á toppnum, en núna þarf ég að vera hér á botninum.“ HM karla í handbolta 2025 Handbolti Noregur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Óhætt er að segja að Norðmenn séu í sárum yfir gengi liðsins en bjartsýni ríkti í Noregi fyrir heimsmeistaramót, sér í lagi þar sem að norska landsliðið hefur leikið sína leiki í riðlakeppninni á heimavelli en HM fer þetta árið fram í Danmörku, Króatíu og Noregi. Keppni í E-riðli lauk í gær. Norðmenn töpuðu opnunarleik sínum gegn Brasilíu, unnu Bandaríkjamenn í næsta leik en töpuðu í gær með þriggja marka mun gegn Portúgal. Þeir enda því í 3.sæti E-riðils og fara í milliriðil með ekkert stig og nær enga von um að komast upp úr honum í átta liða úrslit. Fjallað er um stöðuna í norskum miðlum í morgun. Jonas Wille situr í sjóðandi heitu sæti þessa dagana og kallað eftir því að nýr þjálfari taki við stjórnartaumunum hjá norska landsliðinu.Vísir/EPA Verdens Gang segir gengi liðsins á HM hreint og klárt fíaskó. Norska landsliðinu hafi verið slátrað á heimavelli og sérfræðingar miðilsins kalla eftir breytingum á þjálfarateymi liðsins, að þjálfarinn Jonas Wille verði látinn fara. „Þetta er hans fjórða stórmót, jafnvel þó að liðið hafi átt sína spretti er mín tilfinning sú að við höfum aldrei verið eins langt frá okkar markmiðum. Það þarf að breyta einhverju. Það er þjálfarinn sem ber mestu ábyrgðina,“ segir Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay um málið. Og ekki er bara fjallað um málið í norskum miðlum. Slæmt gengi norska landsliðsins vekur athygli út fyrir norska landhelgi. „Þetta er mikið sjokk fyrir norska karlalandsliðið. Að þeir skyldu ekki rísa undir nafni á heimavelli. Ég er í sjokki yfir þessu. Þeir geta ekki staðið sig þegar að það skiptir mestu máli og eru þess í stað aðhlátursefni fyrir framan sína eigin stuðningsmenn,“ skrifar Johnny Wojciech Kokborg, sérfræðingur danska miðilsins BT. Sander Sagosen í leiknum gegn Portúgal í gærVísir/EPA Og stórstjarna liðsins, Sander Sagosen, segir gengið til þessa mikil vonbrigði. „Við höfðum sett okkur háleit markmið fyrir mótið og okkur hefur hlakkað til þess að taka þátt á þessu móti í nokkur ár.“ „Við ætluðum okkur að fara með fjögur stig í milliriðil, það var markmiðið. Núna er ég vonsvikinn og sorgmæddur…Ég hef verið á toppnum, en núna þarf ég að vera hér á botninum.“
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Noregur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira