Innlent

Setti Ís­lands­met í klassískri bekkpressu í gær

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sigríður keppti í fyrsta sinn á Íslandsmóti í fyrra og landaði þá einnig Íslandsmeistaratitli í sínum þyngdarflokki 50-60 ára.
Sigríður keppti í fyrsta sinn á Íslandsmóti í fyrra og landaði þá einnig Íslandsmeistaratitli í sínum þyngdarflokki 50-60 ára. Vísir/Arnar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, varð í gær Íslandsmeistari í bekkpressu á Íslandsmóti Kraftlyftingasambands Íslands.

Frá þessu greinir hún á Facebook en þar segir einnig frá því að þingmaðurinn hafi gert sér lítið fyrir og bætt Íslandsmetið í klassískri bekkpressu um hálft kíló. Lyfti Sigríður 62,5 kílóum til að byrja með, því næst 65 kílóum og að lokum 67 kílóum.

„Við mættum stór hópur frá Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur. Sumir kepptu bæði í klassískri bekkpressu og skelltu sér svo í búnað eftir hádegi. Mörg persónuleg met voru slegin og sex Íslandsmethafar í klassíska hópnum okkar, þ.á m. ég. Mér tókst að slá rúmlega ársgamalt Íslandsmet sem stóð í 66,5 kg,“ segir Sigríður meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×