Maðurinn fannst heill á húfi við Stórhól á Fagradalsfjalli eftir rúmlega klukkustunda leit „í sannkölluðu skítaveðri, suðaustan hávaða roki og rigningu,“ að því er kemur fram í tilkynningu Þorbjarnar.
Maðurinn hafi verið orðinn mjög blautur og kaldur þegar hann fannst en fram kemur að hann hafi verið nokkuð fljótur að koma til eftir að hann komst inn í heitan björgunarsveitarbílinn.
Þorbjörn greindi frá þessu á Facebook.