„Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. janúar 2025 18:46 Valsarinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í dag með sjö mörk Vísir/Anton Brink Valskonur eru komnar áfram í 8-liða úrslit EHF-bikarsins eftir fimm marka sigur á Malaga Costa Del Sol, 31-26, í N1 höllinni. Var þetta síðari leikur liðanna en fyrri ytra endaði með 25-25 jafntefli. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Valskvenna með sjö mörk. Var hún að vonum hæstánægð eftir leik. Aðspurð út í hvernig tilfinningin væri eftir leik var hún ekki lengi að svara. „Ótrúlega góð.“ „Við gerðum jafntefli þarna úti, en okkur fannst við eiga bara drullu mikið inni eftir þann leik. Áttum helling inni í varnarleiknum og náttúrulega vorum við að mæta þeim í fyrsta skipti og ég meina þetta var erfiður útivöllur, mikil stemning. Þannig að við vorum alveg sannfærðar að þegar við kæmum heim þá myndum við vinna þær,“ sagði Þórey Anna um aðdraganda leiksins. Malaga liðið mætti Val ofarlega á vellinum í upphafi leiks og tók smá tíma fyrir Valskonur að finna taktinn gegn þeirri vörn. Þórey Anna svaraði því þó neitandi að sá varnarleikur hafi komið Valsliðinu að óvörum. „Nei, því við höfum verið að horfa á leiki með þeim í spænsku deildinni og þá eru þær dálítið framarlega oft sko. Þannig að við vorum aðeins undirbúnar fyrir það, þannig nei í rauninni ekki.“ Valskonur leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 13-10, og hófu síðari hálfleikinn af krafti með tveimur hraðaupphlaupsmörkum. Þjálfari Malaga tók því leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. „Við vorum komnar með blóðbragð í muninn. Þú veist við getum þetta, og þá mættum við þeim alveg dýrvitlausar. Ætluðum bara að kaffæra þeim til að byrja með,“ sagði Þórey Anna um upphaf síðari hálfleiksins. Þórey Anna segir Val stefna alla leið í keppninni. „Jú, en maður verður bara að taka einn leik í einu í þessu. Maður veit aldrei hverjum maður mætir og ég veit ekki einu sinni hvaða lið eru eftir í þessu. Þannig að jú, auðvitað langar okkur alla leið.“ Haukar er eitt þeirra liða sem einnig er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Aðspurð hvort Haukar væru óska mótherjinn svara Þórey Anna því kímin. „Þú veist já og nei. Við náttúrlega höfum harma að hefna á móti þeim. Við töpuðum náttúrlega á móti þeim í síðasta leik, þannig að já já, af hverju ekki.“ Handbolti Valur EHF-bikarinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Valskvenna með sjö mörk. Var hún að vonum hæstánægð eftir leik. Aðspurð út í hvernig tilfinningin væri eftir leik var hún ekki lengi að svara. „Ótrúlega góð.“ „Við gerðum jafntefli þarna úti, en okkur fannst við eiga bara drullu mikið inni eftir þann leik. Áttum helling inni í varnarleiknum og náttúrulega vorum við að mæta þeim í fyrsta skipti og ég meina þetta var erfiður útivöllur, mikil stemning. Þannig að við vorum alveg sannfærðar að þegar við kæmum heim þá myndum við vinna þær,“ sagði Þórey Anna um aðdraganda leiksins. Malaga liðið mætti Val ofarlega á vellinum í upphafi leiks og tók smá tíma fyrir Valskonur að finna taktinn gegn þeirri vörn. Þórey Anna svaraði því þó neitandi að sá varnarleikur hafi komið Valsliðinu að óvörum. „Nei, því við höfum verið að horfa á leiki með þeim í spænsku deildinni og þá eru þær dálítið framarlega oft sko. Þannig að við vorum aðeins undirbúnar fyrir það, þannig nei í rauninni ekki.“ Valskonur leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 13-10, og hófu síðari hálfleikinn af krafti með tveimur hraðaupphlaupsmörkum. Þjálfari Malaga tók því leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. „Við vorum komnar með blóðbragð í muninn. Þú veist við getum þetta, og þá mættum við þeim alveg dýrvitlausar. Ætluðum bara að kaffæra þeim til að byrja með,“ sagði Þórey Anna um upphaf síðari hálfleiksins. Þórey Anna segir Val stefna alla leið í keppninni. „Jú, en maður verður bara að taka einn leik í einu í þessu. Maður veit aldrei hverjum maður mætir og ég veit ekki einu sinni hvaða lið eru eftir í þessu. Þannig að jú, auðvitað langar okkur alla leið.“ Haukar er eitt þeirra liða sem einnig er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Aðspurð hvort Haukar væru óska mótherjinn svara Þórey Anna því kímin. „Þú veist já og nei. Við náttúrlega höfum harma að hefna á móti þeim. Við töpuðum náttúrlega á móti þeim í síðasta leik, þannig að já já, af hverju ekki.“
Handbolti Valur EHF-bikarinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti