Fótbolti

Elísa­bet sögð vera að taka við belgíska lands­liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir er að færa sig yfir í landsliðsboltann í fyrsta sinn.
Elísabet Gunnarsdóttir er að færa sig yfir í landsliðsboltann í fyrsta sinn. vísir

Svo virðist sem Elísabet Gunnarsdóttir verði næsti þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta.

Belgískir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og samkvæmt heimildum 433.is eru allar líkur á því að Elísabet taki við belgíska liðinu.

Elísabet hefur ekki þjálfað síðan hún hætti hjá Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið 2023. Hún stýrði liðinu um fjórtán ára skeið. Elísabet hefur undanfarna mánuði verið orðuð við ýmis lið, meðal annars Chelsea og Aston Villa.

Belgar ráku Ives Serneels úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins í gær og Elísabet þykir líklegust til að taka við af honum.

Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið verður meðal þátttökuþjóða á EM í sumar. Belgar í riðli með Portúgölum, Ítölum og heimsmeisturum Spánverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×